Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli:
Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orðs

Fyrri liðurinn bongo er heiti á stórri antilóputegund í Mið-Afríku. Hann er einnig notaður í hljóðfærisheitinu bongótromma (e. bongo drum) sem er afró-kúbönsk einhúða tromma, opin að neðan.

Bongóblíða á Hornströndum.

Á DV.is um verslunarmannahelgina 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann kvaðst hafa samið textann fyrir Magnús Kjartansson.
Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.9.2017

Spyrjandi

Halldóra Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni..“ Vísindavefurinn, 12. september 2017, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74194.

Guðrún Kvaran. (2017, 12. september). Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74194

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni..“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2017. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.
Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli:

Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orðs

Fyrri liðurinn bongo er heiti á stórri antilóputegund í Mið-Afríku. Hann er einnig notaður í hljóðfærisheitinu bongótromma (e. bongo drum) sem er afró-kúbönsk einhúða tromma, opin að neðan.

Bongóblíða á Hornströndum.

Á DV.is um verslunarmannahelgina 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann kvaðst hafa samið textann fyrir Magnús Kjartansson.
Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar.

Heimildir og mynd:

...