Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju getum við ekki andað í vatni?

JMH

Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum og enda loks í lungablöðrum. Þetta byggingarlag miðlar súrefni á áhrifaríkan hátt úr andrúmsloftinu út í blóðrásina sem flytur súrefnið til frumna líkamans.

Þegar spendýr, til dæmis menn, sökkva í vatn þá drukkna þau. Það er vegna þess að súrefnismiðlun með lungum gengur ekki upp í vatni. Lungnablöðrurnar fyllast af vatni og súrefnismiðlun verður þá hverfandi og viðkomandi drukknar eða kafnar.

Dýr sem vinna súrefni beint úr andrúmsloftinu hafa þróað með sér ýmsar aðferðir við miðlun súrefnis út í blóðrás og til frumna líkamans. Meðal annars hafa áttfætlur svokölluð bóklungu, skordýr hafa loftop sem greinast svo inn í vefi líkama þeirra og hryggdýr hafa ýmsar útgáfur af lungum.

Hins vegar hafa vatna- og sjávardýr aðallega komið sér upp tálknum, en þau hafa orðið tiloftar en einu sinni í þróunarsögu lífsins hér á jörðu. Tálknin vinna súrefni úr vatni en hlutfall súrefnis í vatni er margfalt minna en í andrúmslofti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

20.11.2008

Spyrjandi

Birta, Guðbjörg og Seselía Hildur, f. 1997

Tilvísun

JMH. „Af hverju getum við ekki andað í vatni?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2008, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50289.

JMH. (2008, 20. nóvember). Af hverju getum við ekki andað í vatni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50289

JMH. „Af hverju getum við ekki andað í vatni?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2008. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50289>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju getum við ekki andað í vatni?
Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum og enda loks í lungablöðrum. Þetta byggingarlag miðlar súrefni á áhrifaríkan hátt úr andrúmsloftinu út í blóðrásina sem flytur súrefnið til frumna líkamans.

Þegar spendýr, til dæmis menn, sökkva í vatn þá drukkna þau. Það er vegna þess að súrefnismiðlun með lungum gengur ekki upp í vatni. Lungnablöðrurnar fyllast af vatni og súrefnismiðlun verður þá hverfandi og viðkomandi drukknar eða kafnar.

Dýr sem vinna súrefni beint úr andrúmsloftinu hafa þróað með sér ýmsar aðferðir við miðlun súrefnis út í blóðrás og til frumna líkamans. Meðal annars hafa áttfætlur svokölluð bóklungu, skordýr hafa loftop sem greinast svo inn í vefi líkama þeirra og hryggdýr hafa ýmsar útgáfur af lungum.

Hins vegar hafa vatna- og sjávardýr aðallega komið sér upp tálknum, en þau hafa orðið tiloftar en einu sinni í þróunarsögu lífsins hér á jörðu. Tálknin vinna súrefni úr vatni en hlutfall súrefnis í vatni er margfalt minna en í andrúmslofti.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....