Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Strúturinn (Struthio camelus) hefur vissulega lítinn heila miðað við okkur mennina. Heilinn í strútum er svipaður og hjá öðrum fuglum en þar sem hann er stærstur allra núlifandi fugla þá er hlutfallsleg stærð heilans miðað við líkamsþyngd frekar lítil. Þetta á reyndar við um margar aðrar fuglategundir.
Heili strúts er af svipaði stærð og annað augað á honum.
Það merkilega við strútinn er hins vegar að hvort auga fyrir sig er jafn stórt og heilinn í honum. Sumir segja að þetta sé til marks um heimsku strútsins! Reyndin er hins vegar sú að að stærð augna strútsins er skýrt merki um aðlögun hans að lífi á sléttum Afríku þar sem rándýr eru á hverju strái. Strúturinn er ófleygur með öllu en hann hefur stór augu og frábæra sjón sem gerir honum kleift að fylgjast vel með umhverfi sínu. Auk þess er hann mjög fótfrár.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JMH. „Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50300.
JMH. (2008, 21. nóvember). Af hverju eru strútar með svona lítinn heila? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50300
JMH. „Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50300>.