Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking?
Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveruna. Ef lesendur vilja kynnast heimspeki betur er hægt að lesa meira um hana í fróðlegu svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?
Heimspekingar hafa haslað sér völl á ýmsum sviðum í íslensku atvinnulífi. Margir starfa sem kennarar, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi, eins og spyrjandi virðist hafa í huga. Heimspekimenntun getur einnig komið sér afar vel fyrir bæði blaðamenn og rithöfunda því að í báðum störfum er mikilvægt að temja sér gagnrýna hugsun og öguð vinnubrögð við skriftir og heimildasöfnun. Heimspekingar hafa náð árangri í störfum tengdum hagfræði, stærðfræði, bókmenntafræði, lögfræði og sagnfræði. Einnig eru dæmi um að heimspekingar séu fyrirtækjastjórnendur, vinni hjá ýmiss konar framleiðslufyrirtækjum, starfi hjá mennta- og menningarstofnunum og í stjórnmálum.
Með öðrum orðum getur heimspekimenntun gagnast fólki í nánast hvaða starfi sem er.
Villi naglbítur er meðal þekktra heimspekimenntaðra Íslendinga.
Útskrifaðir nemendur úr Heimspekiskor Háskóla Íslands starfa til að mynda sem alþingismenn, bæjarstjórar, þáttagerðarmenn, kvikmyndagerðarmenn, blaðamenn, stjórnarerindrekar, kynningarfulltrúar, textagerðarfólk og skáld.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Heiða María Sigurðardóttir. „Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2005, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5035.
Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 6. júní). Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5035
Heiða María Sigurðardóttir. „Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2005. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5035>.