Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Sigurður Steinþórsson

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu sem sést meðal annars af því, að stór flæmi á botni Faxaflóa eru á um það bil 30 m dýpi, en fyrst eftir ísöld var sjávarstaða þannig að hafaldan rauf hafsbotninn víða kringum landið niður á það dýpi.

Á innanverðum Breiðafirði stendur lágslétta þessi það hátt að toppar í landslaginu standa upp úr sjónum – sumir þeirra eru fornir gígtappar en aðrar eyjar eru venjuleg hraunlög. Þar sem lengra er niður á hafsbotninn ná toppar í landslagi hans hins vegar ekki að gægjast upp úr sjónum og því sést ekki sami fjöldi eyja þó landslagið kunnið að hafa verið svipað áður en rof náttúruafla og landsig færðu það á kaf.Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði.

Snæfellsnes stendur hátt vegna þess að þar gaus af og til alla ísöldina, og einnig eru þar ýmsar jarðmyndanir sem reyndust ísaldarjöklunum seigar undir tönn. Eftir 10 milljón ár eða svo verða allar Breiðafjarðareyjar löngu sokknar en gosbeltið á Mið-Íslandi, Langjökull, Hofsjökull og Kerlingarfjöll verða skagi líkastur Snæfellsnesi nú.

Ítarefni:

Sigurður Steinþórsson (1987), Hraði landmyndunar og landeyðingar. Náttúrufræðingurinn 57: 81-95.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

7.6.2005

Spyrjandi

Davíð Stefánsson, f. 1986

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2005. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5038.

Sigurður Steinþórsson. (2005, 7. júní). Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5038

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2005. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5038>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?
Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu sem sést meðal annars af því, að stór flæmi á botni Faxaflóa eru á um það bil 30 m dýpi, en fyrst eftir ísöld var sjávarstaða þannig að hafaldan rauf hafsbotninn víða kringum landið niður á það dýpi.

Á innanverðum Breiðafirði stendur lágslétta þessi það hátt að toppar í landslaginu standa upp úr sjónum – sumir þeirra eru fornir gígtappar en aðrar eyjar eru venjuleg hraunlög. Þar sem lengra er niður á hafsbotninn ná toppar í landslagi hans hins vegar ekki að gægjast upp úr sjónum og því sést ekki sami fjöldi eyja þó landslagið kunnið að hafa verið svipað áður en rof náttúruafla og landsig færðu það á kaf.Hvallátur og Skáleyjar á Breiðafirði.

Snæfellsnes stendur hátt vegna þess að þar gaus af og til alla ísöldina, og einnig eru þar ýmsar jarðmyndanir sem reyndust ísaldarjöklunum seigar undir tönn. Eftir 10 milljón ár eða svo verða allar Breiðafjarðareyjar löngu sokknar en gosbeltið á Mið-Íslandi, Langjökull, Hofsjökull og Kerlingarfjöll verða skagi líkastur Snæfellsnesi nú.

Ítarefni:

Sigurður Steinþórsson (1987), Hraði landmyndunar og landeyðingar. Náttúrufræðingurinn 57: 81-95.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund....