Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er straumur í ám?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er: Af því að í ám rennur vatnið!

Straumur er einfaldlega rennsli vatns og ef ekkert rennsli væri í "ánni" þá væri hún alls ekki á. Miklu frekar væri þá um að ræða stöðutjörn eða stöðuvatn. Hugtakið stöðutjörn er notað um lítið stöðuvatn og í stöðutjörninni er enginn straumur.


Gúmmíbátur og ræðari í straumhörðu fljóti.

Í öllum heimshöfum eru sterkir straumar, miklu meiri en í öllum ám og fljótum jarðar. Þegar Golfstraumurinn er sem sterkastur er flæðið í honum til dæmis 100 sinnum meira en samanlagt rennsli til sjávar úr öllum ám og fljótum jarðar. Um þetta er hægt að lesa meira í svari Jóns Ólafssonar við spurningunni Hvað eru hafstraumar?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Guðrún Harpa Pálsdóttir, f. 1996

Höfundur

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna er straumur í ám?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=50395.

JGÞ. (2008, 21. nóvember). Hvers vegna er straumur í ám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50395

JGÞ. „Hvers vegna er straumur í ám?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50395>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.