Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann.

Ívar Daði Þorvaldsson

Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem er við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Þær eru allt í allt 1.793 talsins og spanna 80 km suður frá Ontario-fylki í Kanada og til New York-fylkis í Bandaríkjunum.

Ein af smæstu eyjunum sem kallast 'Just Room Enough' sem mætti útleggja sem: 'Rétt nægilegt rými'.

Sagan segir að maður að nafni George LaLonde, Jr. hafi veitt fiskimönnum leiðsögn á ferð þeirra um eyjurnar þúsund. George og kona hans, Sophia, hafi svo framreitt sjávarfang að loknum vinnudegi fiskimannanna en því fylgdi óvenjuleg sósa.

Einn daginn var George við vinnu sína að hjálpa þekktri leikkonu að nafni May Irwin og manni hennar. May þessi var einnig kunnug fyrir matargerð sína og hún heillaðist af sósunni og bað um uppskriftina. Sophia var upp með sér og gaf henni fúslega uppskriftina. May gaf sósunni nafnið þúsundaeyjasósa. Tengingin er nokkuð augljós en auk þess á hún að hafa líkt grænmetisbitunum sem voru umluktir sósunni við eyjarnar. Matardiskurinn væri þannig smækkuð útgáfa af eyjunum þúsund.

Hér má sjá kastala sem kenndur er við George C. Boldt.

Við heimkomuna til New York gaf May Irwin George C. Boldt uppskriftina en hann kom henni síðan áleiðis til Oscars Tschirky sem er oftar en ekki kenndur við sósuna enda kom hann henni á kortið.

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Þúsundeyjasósa er nokkurs konar krydduð kokteilsósa. En ég hef ekki hugmynd um af hverju hún heitir þessu einkennilega nafni enda tengist það efnainnihaldi sósunar ekki neitt. Ég hef spurst fyrir um nafnið víða, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist vita um uppruna orðsins.

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.11.2010

Spyrjandi

Helgi Þorsteinsson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann..“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2010. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50480.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 1. nóvember). Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50480

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann..“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2010. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann.
Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem er við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Þær eru allt í allt 1.793 talsins og spanna 80 km suður frá Ontario-fylki í Kanada og til New York-fylkis í Bandaríkjunum.

Ein af smæstu eyjunum sem kallast 'Just Room Enough' sem mætti útleggja sem: 'Rétt nægilegt rými'.

Sagan segir að maður að nafni George LaLonde, Jr. hafi veitt fiskimönnum leiðsögn á ferð þeirra um eyjurnar þúsund. George og kona hans, Sophia, hafi svo framreitt sjávarfang að loknum vinnudegi fiskimannanna en því fylgdi óvenjuleg sósa.

Einn daginn var George við vinnu sína að hjálpa þekktri leikkonu að nafni May Irwin og manni hennar. May þessi var einnig kunnug fyrir matargerð sína og hún heillaðist af sósunni og bað um uppskriftina. Sophia var upp með sér og gaf henni fúslega uppskriftina. May gaf sósunni nafnið þúsundaeyjasósa. Tengingin er nokkuð augljós en auk þess á hún að hafa líkt grænmetisbitunum sem voru umluktir sósunni við eyjarnar. Matardiskurinn væri þannig smækkuð útgáfa af eyjunum þúsund.

Hér má sjá kastala sem kenndur er við George C. Boldt.

Við heimkomuna til New York gaf May Irwin George C. Boldt uppskriftina en hann kom henni síðan áleiðis til Oscars Tschirky sem er oftar en ekki kenndur við sósuna enda kom hann henni á kortið.

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Þúsundeyjasósa er nokkurs konar krydduð kokteilsósa. En ég hef ekki hugmynd um af hverju hún heitir þessu einkennilega nafni enda tengist það efnainnihaldi sósunar ekki neitt. Ég hef spurst fyrir um nafnið víða, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist vita um uppruna orðsins.
...