Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver fann upp kokteilsósuna?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér:

Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa? Hver fann hana upp, hvar og hvenær? Hvers vegna?

Kokteilsósa er þykk bleiklituð sósa gerð úr majónesi og tómatsósu. Það virðist vera trú margra að sósan hafi beinlínis verið „fundin upp“ á Íslandi en sú er þó ekki raunin. Þótt ekki sé hægt að segja til með fullri vissu hver það var sem fyrst hrærði saman majónesi og tómatsósu, er ljóst að það gerðist ekki á Íslandi.

Samkvæmt orðabókum Merriam-Webster og Oxford English þekkist heitið kokteilsósa (e. cocktail sauce) að minnsta kosti frá byrjun 20. aldar. Þá vísar það til kryddaðrar tómatsósu eða tómatblandaðrar chili-sósu með piparrót og gjarnan sítrónusafa og worchestershiresósu. Sósan var borin fram með sjávarfangi, fyrst aðallega ostrum og svo rækjum, sem ostru- eða rækjukokteill. Seinna var stundum farið að nota majónesblandaða sósu með þessu sjávarfangi í stað tómatkryddsósunnar en sú síðarnefnda lifir enn góðu lífi undir heitinu cocktail sauce eins og sums staðar má sjá í hillum verslana.

Enska orðið cocktail sauce var upprunalega notað um kryddaða tómatsósu þar sem majónes kom ekki við sögu. Hér má sjá flösku af slíkri sósu í góðum félagsskap annarra sósa.

Einhvers konar útgáfa af sósu þar sem majónesi og tómatsósu eða tómatkrafti er blandað saman, gjarnan með einhverjum viðbótum sem bæta bragð eða áferð, er þekkt í ýmsum löndum. Þúsundeyjasósan er líklega ein af þekktari slíkum sósum. Ýmsar uppskriftir eru til af henni (eins og flestum sósum) en í grunninn er hún gerð úr majónesi og tómatsósu eða tómatkrafti, yfirleitt með smátt söxuðu sýrðu grænmeti og gjarnan öðrum viðbótum svo sem sítrónusafa, appelsínusafa, worchestershiresósu, tabascosósu og/eða einhverju öðru kryddi.

Þúsundeyjasósan er kennd við eyjaklasa á mörkum Kanada og Bandaríkjanna þar sem St. Lawrence-áin rennur úr Ontariovatni. Nokkrar sagnir eru um uppruna sósunnar, hvar hún var fyrst gerð og hver var þar að verki, en ekki hefur verið hægt að staðfesta að ein sögnin sé réttari en önnur. Sögurnar gefa þó allar til kynna að fólk hafi verið farið að gæða sér á sósunni fyrir lok 19. aldar. Fyrst er getið um þúsundeyjasósuna á prenti árið 1912 og eftir það má finna ýmsar uppskriftir af henni víða.

Fjölmargar aðrar sósur byggjast á sama grunni þótt bragðið sé ekki alveg það sama. Þar má nefna sósu sem kallast salsa golf og á uppruna sinn í Argentínu á 3. áratug síðustu aldar, fry sauce sem kom fram í Utha-fylki í Bandaríkjunum á 6. áratugnum og Mary Rose sauce sem fyrst finnst í breskri uppskriftabók 1967 en er talin mun eldri. Sambærilegar sósur undir öðrum heitum finnast víðar.

Í hugum margar Íslendinga eru franskar og kokteilsósa órjúfanleg heild.

Í kjölfar nokkurrar umræðu um upphaf kokteilsósunnar hér á landi fyrir nokkrum árum birti Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölmargra matreiðslubóka, pistil um efnið á vefsíðu sinni. Þar kemur fram Íslendingar hafi líklega kynnst rækjukokteilnum á stríðsárunum en hvernig sósa var notuð fylgir ekki sögunni. Einnig kemur fram að kokteilsósu hafi fyrst verið getið á matseðli hjá Hótel Höll vorið 1947, sem meðlæti með steiktri rauðsprettu, en ekki er víst hvernig sú sósa var gerð, hvort hún var krydduð tómatsósa eða majónesblönduð tómatsósa.

Elsta kokteilsósuuppskrift sem Nanna fann var í Morgunblaðinu í júlí 1951 en þó er ekki víst að hún hafi verið alveg eins og sú sem við þekkjum í dag þar sem tómatmauk virðist hafa verið aðalhráefnið en ekki majónes. Um og eftir miðjan 6. áratuginn má hins vegar finna uppskriftir í dagblöðum af sósu sem klárlega er kokteilsósan eins og hún þekkist í dag, þótt hún hafi ekki endilega haft það heiti. Smám saman vann sósan sér sess á veitingastöðum og í heimahúsum og þykir mörgum í dag hún vera ómissandi hluti af ýmsum máltíðum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.7.2024

Síðast uppfært

26.7.2024

Spyrjandi

Andri Fannar, Páll Ólafsson, Hjörtur Kristján Hjartarson, Kristleifur Daðason

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp kokteilsósuna?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2024, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85920.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2024, 19. júlí). Hver fann upp kokteilsósuna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85920

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver fann upp kokteilsósuna?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2024. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85920>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp kokteilsósuna?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um kokteilsósu og er eftirfarandi spurningum svarað hér:

Oft er haldið því fram að gamla góða kokteilsósan sé íslensk „uppfinning“, en er það rétt? Hvað geturðu sagt mér um kokteilsósu? Hvaðan er hún upprunalega og hvaðan kemur nafnið o.s.frv.? Hvað er kokteilsósa? Hver fann hana upp, hvar og hvenær? Hvers vegna?

Kokteilsósa er þykk bleiklituð sósa gerð úr majónesi og tómatsósu. Það virðist vera trú margra að sósan hafi beinlínis verið „fundin upp“ á Íslandi en sú er þó ekki raunin. Þótt ekki sé hægt að segja til með fullri vissu hver það var sem fyrst hrærði saman majónesi og tómatsósu, er ljóst að það gerðist ekki á Íslandi.

Samkvæmt orðabókum Merriam-Webster og Oxford English þekkist heitið kokteilsósa (e. cocktail sauce) að minnsta kosti frá byrjun 20. aldar. Þá vísar það til kryddaðrar tómatsósu eða tómatblandaðrar chili-sósu með piparrót og gjarnan sítrónusafa og worchestershiresósu. Sósan var borin fram með sjávarfangi, fyrst aðallega ostrum og svo rækjum, sem ostru- eða rækjukokteill. Seinna var stundum farið að nota majónesblandaða sósu með þessu sjávarfangi í stað tómatkryddsósunnar en sú síðarnefnda lifir enn góðu lífi undir heitinu cocktail sauce eins og sums staðar má sjá í hillum verslana.

Enska orðið cocktail sauce var upprunalega notað um kryddaða tómatsósu þar sem majónes kom ekki við sögu. Hér má sjá flösku af slíkri sósu í góðum félagsskap annarra sósa.

Einhvers konar útgáfa af sósu þar sem majónesi og tómatsósu eða tómatkrafti er blandað saman, gjarnan með einhverjum viðbótum sem bæta bragð eða áferð, er þekkt í ýmsum löndum. Þúsundeyjasósan er líklega ein af þekktari slíkum sósum. Ýmsar uppskriftir eru til af henni (eins og flestum sósum) en í grunninn er hún gerð úr majónesi og tómatsósu eða tómatkrafti, yfirleitt með smátt söxuðu sýrðu grænmeti og gjarnan öðrum viðbótum svo sem sítrónusafa, appelsínusafa, worchestershiresósu, tabascosósu og/eða einhverju öðru kryddi.

Þúsundeyjasósan er kennd við eyjaklasa á mörkum Kanada og Bandaríkjanna þar sem St. Lawrence-áin rennur úr Ontariovatni. Nokkrar sagnir eru um uppruna sósunnar, hvar hún var fyrst gerð og hver var þar að verki, en ekki hefur verið hægt að staðfesta að ein sögnin sé réttari en önnur. Sögurnar gefa þó allar til kynna að fólk hafi verið farið að gæða sér á sósunni fyrir lok 19. aldar. Fyrst er getið um þúsundeyjasósuna á prenti árið 1912 og eftir það má finna ýmsar uppskriftir af henni víða.

Fjölmargar aðrar sósur byggjast á sama grunni þótt bragðið sé ekki alveg það sama. Þar má nefna sósu sem kallast salsa golf og á uppruna sinn í Argentínu á 3. áratug síðustu aldar, fry sauce sem kom fram í Utha-fylki í Bandaríkjunum á 6. áratugnum og Mary Rose sauce sem fyrst finnst í breskri uppskriftabók 1967 en er talin mun eldri. Sambærilegar sósur undir öðrum heitum finnast víðar.

Í hugum margar Íslendinga eru franskar og kokteilsósa órjúfanleg heild.

Í kjölfar nokkurrar umræðu um upphaf kokteilsósunnar hér á landi fyrir nokkrum árum birti Nanna Rögnvaldardóttir, höfundur fjölmargra matreiðslubóka, pistil um efnið á vefsíðu sinni. Þar kemur fram Íslendingar hafi líklega kynnst rækjukokteilnum á stríðsárunum en hvernig sósa var notuð fylgir ekki sögunni. Einnig kemur fram að kokteilsósu hafi fyrst verið getið á matseðli hjá Hótel Höll vorið 1947, sem meðlæti með steiktri rauðsprettu, en ekki er víst hvernig sú sósa var gerð, hvort hún var krydduð tómatsósa eða majónesblönduð tómatsósa.

Elsta kokteilsósuuppskrift sem Nanna fann var í Morgunblaðinu í júlí 1951 en þó er ekki víst að hún hafi verið alveg eins og sú sem við þekkjum í dag þar sem tómatmauk virðist hafa verið aðalhráefnið en ekki majónes. Um og eftir miðjan 6. áratuginn má hins vegar finna uppskriftir í dagblöðum af sósu sem klárlega er kokteilsósan eins og hún þekkist í dag, þótt hún hafi ekki endilega haft það heiti. Smám saman vann sósan sér sess á veitingastöðum og í heimahúsum og þykir mörgum í dag hún vera ómissandi hluti af ýmsum máltíðum.

Heimildir og myndir:...