Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir hún kokteilsósa?

Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd.

Elstu dæmi um orðið kokteill (kokkteill) í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 20. aldar. Frá sama tíma er einnig íslenska orðið 'hanastél', bein þýðing sem var nokkuð notað um tíma. Ýmsar samsetningar tengjast orðinu eins og til dæmis kokteilboð um samkvæmi þar sem boðið var upp á kokteil og aðra áfenga drykki en einnig kokteilpylsur, litlar pylsur sem gjarnan var dýft í kokteilsósu, nú oftar tómatsósu eða sinnep. Kokteilsósan fékk þannig nafn á sínum tíma af því að vera borin fram með meðlæti í kokteilboðum.

Kokteilsósan fékk nafn á sínum tíma af því að vera borin fram með meðlæti í kokteilboðum.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Mig langar að vita af hverju kokteilsósa er kölluð þetta? Hver er uppruni orðsins, hvaða kokteilar eru þetta?

Útgáfudagur

13.2.2013

Spyrjandi

Hulda Hvönn Kristinsdóttir, f. 1994

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir hún kokteilsósa?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2013. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=63828.

Guðrún Kvaran. (2013, 13. febrúar). Af hverju heitir hún kokteilsósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63828

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir hún kokteilsósa?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2013. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63828>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.