Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni og því síður nefndar dauðasyndir.
Marteinn Lúther telur upp þessar sjö birtingarmyndir syndarinnar. Hann notar aðra aðgreiningu synda að auki, þrjár birtingarmyndir syndarinnar gagnvart Guði: Vanþakklæti, eigingirni og hroka. Lúther sagðist sjálfur ekki átta sig alveg á greinarmuni synda og dauðasynda.
Fyrir Lútheri er syndin fólgin í manninum en ekki verkum hans – maður verður ekki góður fyrir Lúther þó hann breyti rétt, segja má að aðeins hugurinn að baki gjörðinni skipti máli.
Kaþólskir nota orðið galla eða löst yfir það sem Lúther nefnir synd en segja syndir drýgðar í einstökum verkum. Gallar í fari manna geta stuðlað að því að þeir drýgi synd. Sömu sjö atriði teljast til helstu galla mannsins meðal kaþólskra.
---
Höfuðsyndirnar eða -lestirnir sjö eru andstæðir höfuðdyggðunum sjö, sem eru ekki heldur nefndar sem slíkar í Biblíunni. Höfuðdyggðirnar sjö eru: Viska, hófstilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur. Meira er lagt upp úr þessum dyggðum í kaþólskri siðfræði en lútherskri.
Nýverið var gerð könnun á vegum Gallup á því hvað Íslendingar meti helst í eigin fari og annarra. Í Tímariti Máls og menningar (2. tbl. 2000) eru niðurstöður hennar túlkaðar svo að nýju íslensku höfuðdyggðirnar séu: Hreinskilni, dugnaður, heilsa, heiðarleiki, jákvæðni, traust, fjölskyldu- og vináttubönd.
---
Heimildir:
Sigurjón Árni Eyjólfsson. Guðfræði Marteins Lúthers. Reykjavík, 2000 (s. 385—391, 433—435).
Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=505.
Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. (2000, 9. júní). Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=505
Haukur Már Helgason og Sigurjón Árni Eyjólfsson. „Hverjar eru dauðasyndirnar (erfðasyndirnar) sjö?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=505>.