Jólaföstu eigum vér að halda. Vér skulum taka til annan dag viku að varna við kjötvi, þann er drottinsdagar eru þrír á millum og jóladags hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á þeirri stundu nema drottinsdaga og messudaga lögtekna. (1992:31)Árni Björnsson hefur fjallað rækilega um aðventuna og jólaföstu í bókinni Saga daganna og vísum við þangað um frekari fræðslu. Þar kemur meðal annars fram að aðventukransar sjást lítið fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og algengir urðu þeir ekki fyrr en milli 1960 og 1970 (1993:334). Heimildir og mynd:
- Ritmálsskrá OH.
- Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. 1992. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Mál og menning, Reykjavík.
- Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
- Yfirlitsmynd: Pxhere.com. (Sótt 29.11.2024).
- Burning candles on creative wreath holder. Pexels. Höfundur myndar Bastian Riccardi. (Sótt 29.11.2024).
Þetta svar er fengið af vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og birt með góðfúslegu leyfi.