Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há? Einnig er hægt að lesa um greind almennt í svarinu Hvað er greind? eftir Sigurð J. Grétarsson. Um nytsamleika greindarprófa er svo hægt að lesa í svari sama höfundar við spurningunni Er sannað að greindarpróf verki?
Hér að neðan eru síður sem bjóða upp á greindarpróf. Athuga verður þó að greindarpróf á netinu eru mjög misáreiðanleg. Því verður að taka niðurstöðum þeirra með fyrirvara. Meira um áreiðanleika upplýsinga á netinu er hægt að lesa í svari Hlínar Önnudóttur við spurningunni Eigum við að trúa öllu sem stendur á veraldarvefnum?
- Classical Intelligence Test:
http://www.queendom.com/tests/iq/
classical_iq_r2_access.html - Emotional Intelligence Test (tilfinningagreind):
http://www.helpself.com/iq-test.htm - IQ Test Labs (15 mínútna próf, allt saman
krossaspurningar):
http://www.intelligencetest.com - IQtest.com:
http://www.iqtest.com - IQtest.dk (á ensku, spænsku, þýsku og dönsku):
http://www.iqtest.dk/ - Personality Quiz fun test site:
http://www.personalityquiz.net/links/Other_Tests/
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.