Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpamann.

Bækurnar um Artemis eru orðnar fjórar talsins: Artemis Fowl, Samsærið (The Arctic Incident), Læsti teningurinn (The Eternety Code) og The Opal Deception (óútkomin á íslensku). Hér á landi hefur einnig komið út bókin Barist við ókunn öfl (The Supernaturalist).

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.

Útgáfudagur

23.6.2005

Spyrjandi

Bjartur Sigurðarson, f. 1994

Höfundur

nemandi í Hagaskóla

Tilvísun

Hlín Önnudóttir. „Hvaða ár fæddist Eoin Colfer? “ Vísindavefurinn, 23. júní 2005. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5075.

Hlín Önnudóttir. (2005, 23. júní). Hvaða ár fæddist Eoin Colfer? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5075

Hlín Önnudóttir. „Hvaða ár fæddist Eoin Colfer? “ Vísindavefurinn. 23. jún. 2005. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5075>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.