Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpamann.
Bækurnar um Artemis eru orðnar fjórar talsins: Artemis Fowl, Samsærið (The Arctic Incident), Læsti teningurinn (The Eternety Code) og The Opal Deception (óútkomin á íslensku). Hér á landi hefur einnig komið út bókin Barist við ókunn öfl (The Supernaturalist).
Heimildir og mynd:
- Eoin Colfer. JPV útgáfa.
- Heimasíða Artemis Fowl.
- Heimasíða Eoin Colfer.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.