Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi.

Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar hér á landi. Þeir fuglar sem flækjast til Íslands á haustin dvelja hér oft yfir vetrartímann en hverfa af landi brott þegar vora tekur og varptíminn gengur í garð. Þó hafa dvergkrákur (Corvus monedula) gert nokkrar varptilraunir hér á landi en þær hafa allar mistekist. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis hjá þeim.

Algengasta flækingskrákan sem heimsækir Ísland er fyrrnefnd dvergkráka, bæði af skandinavísku deilitegundinni Corvus monedula monedula og þeirri sem verpir á Bretlandseyjum, Corvus monedula spermologous. Slíkar krákur hafa sést nær árlega undanfarna áratugi.

Önnur kráka sem hingað kemur, en er ekki eins tíður gestur og dvergkrákan, er grákráka (Corvus corone cornix). Auk þess hefur þriðji meðlimur hröfnungaættarinnar, bláhrafn (Corvus frugilegus), flækst hingað til lands nær árlega. Stærsta ganga hans var haustið 1991 þegar um 200 fuglar sáust hér á landi.Dvergkráka (Corvus monedula).

Ofangreindar krákutegundir búa allar yfir talsverðri aðlögunarhæfni þótt varpsvæðin fylgi yfirleitt skógarsvæðum Evrópu. Bláhrafninn verpir langoftast í gömlum, hávöxnum trjám, en slík tré eru afar fá hér á landi. Dvergkrákan er ekki eins vandlát á hreiðurstæði því hún gerir sér víða hreiður í hömrum og byggingum. Af þessum þremur er hún því líklegust til þess að bætast við íslensku fuglafánuna að teknu tilliti til núverandi útbreiðslu í álfunni.

Hvers vegna hefur krákum ekki tekist að festa hér rætur? Sennilega liggur Ísland fyrir norðan útbreiðslumörk helstu tegunda kráka svo sem dvergkrákunnar. Það þýðir að sú vist sem krákan er löguð að finnst ekki hér á landi, svo hún á erfitt um vik að koma upp ungum. Einnig getur verið að krákur og hrafnar kjósi sömu vist, svo ekki sé pláss fyrir þau bæði hér á landi. Ef loftslag á Íslandi hlýnar meira á komandi áratugum, þannig að skógar breiðist um meira landsvæði og hryggleysingjum fjölgi, er samt ekki ósennilegt að dvergkrákan eigi eftir að nema hér land í framtíðinni.Útbreiðsla dvergkrákunnar í Evrópu. Græni liturinn þýðir að tegundin er á viðkomandi svæði allan ársins hring en guli liturinn táknar þau svæði þar sem fuglarnir eru aðeins á varptíma. Blái liturinn sýnir þau svæði þar sem dvergkrákur eru einungis vetrargestir en yfirgefa síðan áður en varptíminn gengur í garð.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.6.2005

Spyrjandi

Sigurlaug Ásta Sigvaldadóttir, Halldór Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2005, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5077.

Jón Már Halldórsson. (2005, 23. júní). Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5077

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2005. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?
Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi.

Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar hér á landi. Þeir fuglar sem flækjast til Íslands á haustin dvelja hér oft yfir vetrartímann en hverfa af landi brott þegar vora tekur og varptíminn gengur í garð. Þó hafa dvergkrákur (Corvus monedula) gert nokkrar varptilraunir hér á landi en þær hafa allar mistekist. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis hjá þeim.

Algengasta flækingskrákan sem heimsækir Ísland er fyrrnefnd dvergkráka, bæði af skandinavísku deilitegundinni Corvus monedula monedula og þeirri sem verpir á Bretlandseyjum, Corvus monedula spermologous. Slíkar krákur hafa sést nær árlega undanfarna áratugi.

Önnur kráka sem hingað kemur, en er ekki eins tíður gestur og dvergkrákan, er grákráka (Corvus corone cornix). Auk þess hefur þriðji meðlimur hröfnungaættarinnar, bláhrafn (Corvus frugilegus), flækst hingað til lands nær árlega. Stærsta ganga hans var haustið 1991 þegar um 200 fuglar sáust hér á landi.Dvergkráka (Corvus monedula).

Ofangreindar krákutegundir búa allar yfir talsverðri aðlögunarhæfni þótt varpsvæðin fylgi yfirleitt skógarsvæðum Evrópu. Bláhrafninn verpir langoftast í gömlum, hávöxnum trjám, en slík tré eru afar fá hér á landi. Dvergkrákan er ekki eins vandlát á hreiðurstæði því hún gerir sér víða hreiður í hömrum og byggingum. Af þessum þremur er hún því líklegust til þess að bætast við íslensku fuglafánuna að teknu tilliti til núverandi útbreiðslu í álfunni.

Hvers vegna hefur krákum ekki tekist að festa hér rætur? Sennilega liggur Ísland fyrir norðan útbreiðslumörk helstu tegunda kráka svo sem dvergkrákunnar. Það þýðir að sú vist sem krákan er löguð að finnst ekki hér á landi, svo hún á erfitt um vik að koma upp ungum. Einnig getur verið að krákur og hrafnar kjósi sömu vist, svo ekki sé pláss fyrir þau bæði hér á landi. Ef loftslag á Íslandi hlýnar meira á komandi áratugum, þannig að skógar breiðist um meira landsvæði og hryggleysingjum fjölgi, er samt ekki ósennilegt að dvergkrákan eigi eftir að nema hér land í framtíðinni.Útbreiðsla dvergkrákunnar í Evrópu. Græni liturinn þýðir að tegundin er á viðkomandi svæði allan ársins hring en guli liturinn táknar þau svæði þar sem fuglarnir eru aðeins á varptíma. Blái liturinn sýnir þau svæði þar sem dvergkrákur eru einungis vetrargestir en yfirgefa síðan áður en varptíminn gengur í garð.

Myndir:

...