Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt.
Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur leika sér með dúkkulísur sem lítu út eins og fullorðið fólk en þær sem voru barnalegar. Þegar Ruth fór svo í Evrópuferð sá hún þýska dúkku sem hét Lilli og ákvað að kaupa eina slíka handa dóttur sinni (dúkkan sést á myndinni hér til hliðar). Fyrirmynd Lilli-dúkkunnar var vændiskona úr teiknimyndasögu eftir Reinhard Beuthinansem birtist í þýska blaðinu Die Bild Zeitung. Lilli-dúkkan, sem fyrst var seld í Þýskalandi árið 1955, var því fremur ætluð fullorðnum körlum en börnum. Ruth hafði aftur á móti enga hugmynd um þetta og Barbara lék sér með Lilli eins og um venjulega dúkku væri að ræða.
Ruth og eiginmaður hennar, Elliott Handler, stofnuðu saman Mattel-fyrirtækið og keyptu réttinn á Lilli-dúkkunni. Þau breyttu nafni hennar í Barbie (eftir dóttur Ruthar, Barböru), sem er stytting á Barbara Millicent Roberts eins og hún heitir fullu nafni.
Fyrsta Barbie-dúkkan var í röndóttum, svörtum og hvítum sundbol með tagl í hárinu, en með árunum fékk hún klæðnað í sama stíl og fötin í tískuborginni París.
Ruth Handler hafði þá hugmynd að uppbyggjandi væri fyrir sjálfstraust stúlkna að leika sér með dúkkur með brjóst, og Barbie væri því kjörið leikfang fyrir þær. Miklar umræður urðu um þessa hugmynd Ruthar því Barbie er afar óraunhæf fyrirmynd kvenna. Ef Barbie væri alvöru kona væri hún til að mynda með óvenjulega skrýtið vaxtarlag; brjóstmálið væri 99 cm, mittismál 46 cm og mjaðmir væru 84 cm. Því sögðu sumir að Barbie væri líklegri til að brjóta niður sjálfstraust ungra stúlkna heldur en að byggja það upp.
Mest selda Barbie-dúkka allra tíma hét "Totally Hair Barbie" sem kom fyrst á markað árið 1992. Hún var með svo sítt hár að það náði henni niður að tám.
Heimild og mynd
Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir. „Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2005, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5083.
Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir. (2005, 24. júní). Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5083
Kristín Jóhanna Aðalsteinsdóttir. „Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2005. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5083>.