Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?

Anna Margrét Hákonardóttir, Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir og Herdís Pálsdóttir

Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri.

Fyrsta babúskusettið samanstóð af átta fígúrum.

Líklega eiga babúskurnar sér japanska fyrirmynd en fyrsta rússneska babúskan var gerð á síðasta áratug 19. aldar, skorin út af handverksmanninum Vasily Zvyozdochkin eftir teikningu Sergey Malyutin. Þetta fyrsta sett af babúskum samanstóð af átta fígúrum máluðum í klæðnaði í hefðbundnum rússneskum bændastíl þar sem sú stærsta er kona eða ung stúlka og þær minni börn, sú minnsta ungbarn.

Upphaflega var babúskan hugsuð sem leikfang. Hún var hins vegar frekar dýr, enda fóru margar vinnustundir í að búa til hvert sett. Í fyrstu var hún þess vegna aðallega keypt við sérstök tækifæri, til dæmis sem gjöf til ungra kvenna frá vonbiðlum.

Babúskur eru meðal helstu minjagripa sem ferðamenn til Rússlands taka með sér heim.

Babúskur urðu heimsþekktar eftir að hafa verið sýndar á heimssýningunni í París árið 1900 þar sem þær vöktu mikla athygli. Enn þann dag í dag eru babúskur meðal þekktustu minjagripa sem gestir taka með sér frá Rússlandi. Vandaðar, handgerðar bakbúskur eru jafnframt safngripir.

Babúska merkir ‚amma‘ eða ‚gömul kona‘ á rússnesku. Erlendis þekkjast babúskur undir heitinu matryoshka en það er tengist kvenmannsnafninu Matryona sem var algengt nafn í rússneska bændasamfélaginu. Á ensku kallast þær einnig nesting dolls.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2017

Síðast uppfært

25.6.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Anna Margrét Hákonardóttir, Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir og Herdís Pálsdóttir. „Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2017, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74171.

Anna Margrét Hákonardóttir, Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir og Herdís Pálsdóttir. (2017, 15. júní). Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74171

Anna Margrét Hákonardóttir, Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir og Herdís Pálsdóttir. „Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2017. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru babúskur og hvenær urðu þær til?
Babúskur eru rússneskar dúkkur eða tréfígúrur í mismunandi stærðum sem raðast saman hver inn í aðra. Þær eru málaðar, venjulega sem konur í skrautlegum klæðum en einnig eru til aðrar útfærslur svo sem fjölskylda, ævintýrapersónur eða stjórnmálamenn. Einnig geta þær verið skreyttar til dæmis með kúlum eða gleri.

Fyrsta babúskusettið samanstóð af átta fígúrum.

Líklega eiga babúskurnar sér japanska fyrirmynd en fyrsta rússneska babúskan var gerð á síðasta áratug 19. aldar, skorin út af handverksmanninum Vasily Zvyozdochkin eftir teikningu Sergey Malyutin. Þetta fyrsta sett af babúskum samanstóð af átta fígúrum máluðum í klæðnaði í hefðbundnum rússneskum bændastíl þar sem sú stærsta er kona eða ung stúlka og þær minni börn, sú minnsta ungbarn.

Upphaflega var babúskan hugsuð sem leikfang. Hún var hins vegar frekar dýr, enda fóru margar vinnustundir í að búa til hvert sett. Í fyrstu var hún þess vegna aðallega keypt við sérstök tækifæri, til dæmis sem gjöf til ungra kvenna frá vonbiðlum.

Babúskur eru meðal helstu minjagripa sem ferðamenn til Rússlands taka með sér heim.

Babúskur urðu heimsþekktar eftir að hafa verið sýndar á heimssýningunni í París árið 1900 þar sem þær vöktu mikla athygli. Enn þann dag í dag eru babúskur meðal þekktustu minjagripa sem gestir taka með sér frá Rússlandi. Vandaðar, handgerðar bakbúskur eru jafnframt safngripir.

Babúska merkir ‚amma‘ eða ‚gömul kona‘ á rússnesku. Erlendis þekkjast babúskur undir heitinu matryoshka en það er tengist kvenmannsnafninu Matryona sem var algengt nafn í rússneska bændasamfélaginu. Á ensku kallast þær einnig nesting dolls.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...