Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans.Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir grýlukerti. Þeir minna óneitanlega á kerti og eru líklegast kenndir við Grýlu þar sem hún hafðist við í hellum með hyski sitt og þurfti stór og mikil kerti.

Klakadrönglar sem hanga niður úr þakrennum á veturna minna á kalksteinsdrönglana. Það eru slík grýlukerti sem menn þekkja best í dag en helladrönglarnir eru hugsanlega fyrirmyndin að orðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin frá Maríu hljóðaði svona:
Dóttir mín spurði mig af hverju grýlukerti heita "GRÝLUKERTI"! Ég gat ekki svarað henni en kannski þið getið hjálpað mér.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2009

Spyrjandi

Helga Hrund Halldórsdóttir, f. 1997, María Ósk

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2009. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50891.

Guðrún Kvaran. (2009, 17. apríl). Af hverju heita grýlukerti þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50891

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2009. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50891>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita grýlukerti þessu nafni?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um grýlukerti er úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens þar sem hann lýsti kísildrönglum niður með árfarvegi og líkti þeim við grýlukerti á þaki. Það sýnir að orðið grýlukerti er eldra í málinu en í bók hans.Kalksteinsstrókar, sem hanga niður úr hellisloftum, eru gjarnan kallaðir grýlukerti. Þeir minna óneitanlega á kerti og eru líklegast kenndir við Grýlu þar sem hún hafðist við í hellum með hyski sitt og þurfti stór og mikil kerti.

Klakadrönglar sem hanga niður úr þakrennum á veturna minna á kalksteinsdrönglana. Það eru slík grýlukerti sem menn þekkja best í dag en helladrönglarnir eru hugsanlega fyrirmyndin að orðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Upprunalega spurningin frá Maríu hljóðaði svona:
Dóttir mín spurði mig af hverju grýlukerti heita "GRÝLUKERTI"! Ég gat ekki svarað henni en kannski þið getið hjálpað mér.
...