Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?

JGÞ

Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni:

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.

Það er kannski ekki nema von að menn spyrji sig hvað það merki að Grýla hafi gefist upp á rólunum.

Í aðdraganda jólanna er þessi vísa og margar aðrar sungnar á mörgum leikskólum landsins. Leikskólabörnin eru væntanlega furðu lostin þegar þau heyra að Grýla hafi gefist upp á rólunum og dáið í kjölfarið. Vel getur hugsast að krakkarnir velti því fyrir sér hvort róluvellir fyrr á tíð hafi verið svona leiðinlegir eða þá að allar öryggisreglur hafi verið þverbrotnar þegar Grýla var að róla sér og að hún hafi beinlínis hengt sig í rólunum!


Engar líkur eru til þess að líkið af Grýlu finnist á þessum róluvelli enda er ekki ort um þannig rólur í Grýlukvæðinu heldur um ról í merkingunni að vera á flækingi.

En það er rétt að taka af allan vafa um þetta mál. Í þjóðvísunni um Grýlu er ekki átt við rólur á róluvelli heldur er þetta orðið ról með greini í þágufalli fleirtölu. Vandinn er einfaldlega sá að síðasta orðið þarf að ríma við orðin jólunum, bólunum og hólunum og þess vegna er gripið til fleirtölunnar af orðinu ról. Grýla var þess vegna á róli, alveg eins og Óli skans:

Óli skans, Óli skans
einn er hér á róli.

Og margir muna líklega eftir þessum línum:

Nú er ég klæddur og kominn á ról
Kristur Jesús veri mitt skjól.

Ról merkir samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu að vera á ferli, á fótum eða vera á flækingi. Grýla var þess vegna ekki stödd á róluvelli, heldur gafst hún upp á flækingnum og dó.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í Grýlukvæði segir: "Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum". Hvað þýðir að gefast upp á rólunum?

Mynd:

Höfundur þakkar Árna Björnssyni fyrir að minna sig á hinar ljóðlínurnar þar sem ról kemur fyrir.

Höfundur

Útgáfudagur

19.12.2008

Spyrjandi

Silja Emilsdóttir, f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50638.

JGÞ. (2008, 19. desember). Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50638

JGÞ. „Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?
Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni:

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.

Það er kannski ekki nema von að menn spyrji sig hvað það merki að Grýla hafi gefist upp á rólunum.

Í aðdraganda jólanna er þessi vísa og margar aðrar sungnar á mörgum leikskólum landsins. Leikskólabörnin eru væntanlega furðu lostin þegar þau heyra að Grýla hafi gefist upp á rólunum og dáið í kjölfarið. Vel getur hugsast að krakkarnir velti því fyrir sér hvort róluvellir fyrr á tíð hafi verið svona leiðinlegir eða þá að allar öryggisreglur hafi verið þverbrotnar þegar Grýla var að róla sér og að hún hafi beinlínis hengt sig í rólunum!


Engar líkur eru til þess að líkið af Grýlu finnist á þessum róluvelli enda er ekki ort um þannig rólur í Grýlukvæðinu heldur um ról í merkingunni að vera á flækingi.

En það er rétt að taka af allan vafa um þetta mál. Í þjóðvísunni um Grýlu er ekki átt við rólur á róluvelli heldur er þetta orðið ról með greini í þágufalli fleirtölu. Vandinn er einfaldlega sá að síðasta orðið þarf að ríma við orðin jólunum, bólunum og hólunum og þess vegna er gripið til fleirtölunnar af orðinu ról. Grýla var þess vegna á róli, alveg eins og Óli skans:

Óli skans, Óli skans
einn er hér á róli.

Og margir muna líklega eftir þessum línum:

Nú er ég klæddur og kominn á ról
Kristur Jesús veri mitt skjól.

Ról merkir samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu að vera á ferli, á fótum eða vera á flækingi. Grýla var þess vegna ekki stödd á róluvelli, heldur gafst hún upp á flækingnum og dó.

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Í Grýlukvæði segir: "Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum". Hvað þýðir að gefast upp á rólunum?

Mynd:

Höfundur þakkar Árna Björnssyni fyrir að minna sig á hinar ljóðlínurnar þar sem ról kemur fyrir.

...