Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 20 svör fundust

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?

Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'. Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna. Las(s)...

Nánar

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?

Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...

Nánar

Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?

Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar. Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um T...

Nánar

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

Nánar

Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?

Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...

Nánar

Hefur blikönd orpið á Íslandi?

Blikönd (Polysticta stelleri) hefur aldrei orpið á Íslandi svo vitað sé. Eitt tilvik er þekkt þar sem bliki var í æðarvarpi við Hnjót í Örlygshöfn, paraður við æðarkollu. Annar bliki sást oft með straumöndum (Histrionicus histrionicus) í Borgarfirði, en sá var aldrei paraður. Blikendur sjást reyndar öðru hvoru ...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir sela í heiminum?

Til eru tvær ættir sela, eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Eyrnaselir greinast í tvær undirættir, loðseli (Arctocephalinae) og sæljón (Otariinae). Af eiginlegum selum eru þekktar 19 tegundir, þar af er ein úttdauð, en 16 tegundir tilheyra eyrnaselum, þar af ein útdauð. Alls eru tegundir núlifa...

Nánar

Er grátrana algengur fugl í Álftaveri eða þar nálægt?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Tel mig hafa séð grátrönu frekar en gráhegra í Álftaveri í dag 20.8.'23. Náði ekki nothæfum myndum. Fuglinn virtist einn á ferð. Er trana algeng á þessum slóðum? Grátrana (Grus grus) er flækingur á Íslandi og ekki algengur fugl en hefur þó sést á ýmsum stöðum. Varpheimkynni he...

Nánar

Hvaða rólum gafst hún Grýla upp á?

Þjóðvísan um hana Grýlu sem hér er vísað til er svona í heild sinni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Það er kannski ekki nema von ...

Nánar

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um lúðu?

Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...

Nánar

Fleiri niðurstöður