Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?

Guðrún Kvaran

Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér.


Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi?

fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli en gefast þó ekki upp’. Sú merking er til allt frá því í fornu máli og kemur til dæmis fyrir í 19. kafla Grettis sögu. Þar segir frá viðureign Grettis við berserki mikla (stafsetningu breytt): ,,Berserkir gerðust nú umfangsmiklir og skotruðu [‘hrinda, stjaka við’] Gretti. Hann fór undan í flæmingi, og er þeim var minnst von hljóp hann út úr húsinu og greip í hespuna og rekur aftur húsið og setur lás fyrir.” (Íslenzk fornrit VII:66).

Hins vegar er merkingin ‘gefa loðin svör við einhverju, svara óljóst og ekki beint’ og er hún sú sem einkum er notuð í nútímamáli.

Uppruni orðsins flæmingur er umdeildur og óljós (sbr. Íslenska orðsifjabók (1989:197)).

Mynd: Butterfly Gardens: Flamingo. Flickr.com. Höfundur myndar er Kyle Flood. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.4.2007

Spyrjandi

Kári Hilmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6599.

Guðrún Kvaran. (2007, 20. apríl). Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6599

Guðrún Kvaran. „Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6599>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?
Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér.


Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi?

fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli en gefast þó ekki upp’. Sú merking er til allt frá því í fornu máli og kemur til dæmis fyrir í 19. kafla Grettis sögu. Þar segir frá viðureign Grettis við berserki mikla (stafsetningu breytt): ,,Berserkir gerðust nú umfangsmiklir og skotruðu [‘hrinda, stjaka við’] Gretti. Hann fór undan í flæmingi, og er þeim var minnst von hljóp hann út úr húsinu og greip í hespuna og rekur aftur húsið og setur lás fyrir.” (Íslenzk fornrit VII:66).

Hins vegar er merkingin ‘gefa loðin svör við einhverju, svara óljóst og ekki beint’ og er hún sú sem einkum er notuð í nútímamáli.

Uppruni orðsins flæmingur er umdeildur og óljós (sbr. Íslenska orðsifjabók (1989:197)).

Mynd: Butterfly Gardens: Flamingo. Flickr.com. Höfundur myndar er Kyle Flood. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....