
Málið er aðeins óljósara á Indlandi og í Suður-Afríku. Indland er lýðveldi með 28 ríkjum, en kommúnistar stjórna þrem þeirra. Í þessum þrem ríkjum búa 115 milljónir manna, sem eru um tíu prósent íbúa landsins. Í Suður-Afríku er kommúnistaflokkurinn svo í bandalagi við Afríska Þjóðarþingið (e. African National Congress, ANC) sem er stærsti flokkur landsins. Því er ekki hægt að segja að kommúnistar séu við völd á Indlandi eða í Suður-Afríku, en þeir hafa þó eitthvað að segja um gang mála þar. Tengt efni á Vísindavefnum:
- Hvað er lýðræði? eftir Ólaf Pál Jónsson.
- Hver er munurinn á sósíalisma og kommúnisma? eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur.
- Hvað er einræðisríki? eftir Sigurð Helgason.
- Núverandi ástand kommúnisma á Wikipedia.
- Kortið er af Wikipedia.