Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?

Gunnar Þór Magnússon

Ekki er alltaf einfalt að segja hvenær kommúnistar, eða fylgjendur hvaða stjórnmálahugsjónar sem er, stjórna tilteknu landi, og auk þess er slíkt oft ekki sérlega varanlegt. Það er nokkuð ljóst hvaða flokkur fer með völd í eins flokks kerfi en málið vandast oft í fjölflokkakerfum, til dæmis ef forseti landsins er í einum flokki en annar flokkur hefur meirihluta á þingi, eða ef flokkar mynda samsteypustjórn.

Engu að síður er það óumdeilt þegar þetta er skrifað í júlí 2009, að kommúnistaflokkar stjórna átta löndum heimsins. Í fimm þessara ríkja, Kína, Kúbu, Laos, Norður-Kóreu og Víetnam, ríkir einræði eða eins flokks kerfi, þar sem allir aðrir flokkar en kommúnistaflokkurinn eru annað hvort valdalausir eða ólöglegir.

Hin þrjú löndin eru Kýpur, Moldavía og Nepal. Forsetar Kýpur og Moldavíu eru kommúnistar, og kommúnistar hafa þingmeirihluta í Moldavíu og í Nepal. Munurinn á þessum löndum og þeim fimm hér að ofan liggur í að þau eru lýðveldi eða lýðræðisríki og kommúnistar hafa því verið kosnir til stjórnar þar.



Þau átta lönd heimsins þar sem kommúnistar ríkja eru merkt með rauðu.

Málið er aðeins óljósara á Indlandi og í Suður-Afríku. Indland er lýðveldi með 28 ríkjum, en kommúnistar stjórna þrem þeirra. Í þessum þrem ríkjum búa 115 milljónir manna, sem eru um tíu prósent íbúa landsins. Í Suður-Afríku er kommúnistaflokkurinn svo í bandalagi við Afríska Þjóðarþingið (e. African National Congress, ANC) sem er stærsti flokkur landsins. Því er ekki hægt að segja að kommúnistar séu við völd á Indlandi eða í Suður-Afríku, en þeir hafa þó eitthvað að segja um gang mála þar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

15.7.2009

Spyrjandi

Gunnar Hjörtur Hagbarðsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50924.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 15. júlí). Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50924

Gunnar Þór Magnússon. „Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?
Ekki er alltaf einfalt að segja hvenær kommúnistar, eða fylgjendur hvaða stjórnmálahugsjónar sem er, stjórna tilteknu landi, og auk þess er slíkt oft ekki sérlega varanlegt. Það er nokkuð ljóst hvaða flokkur fer með völd í eins flokks kerfi en málið vandast oft í fjölflokkakerfum, til dæmis ef forseti landsins er í einum flokki en annar flokkur hefur meirihluta á þingi, eða ef flokkar mynda samsteypustjórn.

Engu að síður er það óumdeilt þegar þetta er skrifað í júlí 2009, að kommúnistaflokkar stjórna átta löndum heimsins. Í fimm þessara ríkja, Kína, Kúbu, Laos, Norður-Kóreu og Víetnam, ríkir einræði eða eins flokks kerfi, þar sem allir aðrir flokkar en kommúnistaflokkurinn eru annað hvort valdalausir eða ólöglegir.

Hin þrjú löndin eru Kýpur, Moldavía og Nepal. Forsetar Kýpur og Moldavíu eru kommúnistar, og kommúnistar hafa þingmeirihluta í Moldavíu og í Nepal. Munurinn á þessum löndum og þeim fimm hér að ofan liggur í að þau eru lýðveldi eða lýðræðisríki og kommúnistar hafa því verið kosnir til stjórnar þar.



Þau átta lönd heimsins þar sem kommúnistar ríkja eru merkt með rauðu.

Málið er aðeins óljósara á Indlandi og í Suður-Afríku. Indland er lýðveldi með 28 ríkjum, en kommúnistar stjórna þrem þeirra. Í þessum þrem ríkjum búa 115 milljónir manna, sem eru um tíu prósent íbúa landsins. Í Suður-Afríku er kommúnistaflokkurinn svo í bandalagi við Afríska Þjóðarþingið (e. African National Congress, ANC) sem er stærsti flokkur landsins. Því er ekki hægt að segja að kommúnistar séu við völd á Indlandi eða í Suður-Afríku, en þeir hafa þó eitthvað að segja um gang mála þar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...