Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Skilja kindur hver aðra?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis:
Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“. Ekkert bendir til annars en að sauðfé sé nokkuð svipað að gáfum og skyld dýr eins og nautgripir.
Í sama svari segir einnig að ýmislegt í tungutaki okkar gefi til kynna að sauðkindur séu ekki taldar til gáfnaljósa, kannski er það einfaldlega af því að við skiljum kindurnar ekki vel!
[T]il dæmis segjum við að einhver sé 'algjör sauður' þegar við teljum að hann stigi nú ekki beinlínis í vitið. 'Kindarlegir' eru þeir sem er heimskulegir og af sama tagi eru orðin 'rolulegur' og 'sauðarlegur'. Að vísu myndum við sambærileg orð eftir öðrum jórturdýrum, sumir eru til dæmis 'nautheimskir'.
En þótt við virðumst eiga erfitt með að skilja kindur ætli þær skilji þá hver aðra illa? Svarið við þeirri spurningu fer eftir því hvaða merkingu við leggjum í sögnina að skilja og líka hvað við eigum við með því að einhver skilji annan.

Í svari við spurningunni Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé? er fjallað um forystufé sem hefur meðal annars þann eiginleika að leiða aðrar kindur. Annað sauðfé virðist þannig "skilja" forystuféð ágætlega, í þeirri merkingu að það fylgir því. Og það mætti reyndar segja að ef kindur hefðu engan skilning á öðrum kindum þá væri allt eins líklegt að við sæjum kindurnar aldrei saman í hjörð, þær mundu bara ráfa um einar og sér.


Misskilja þessar kindur eitthvað?

Það sama gildir í raun um önnur dýr -- þau þekkja með einhverju móti yfirleitt sína eigin tegund. Þetta er reyndar afar mikilvægt í náttúrunni þar sem það er undirrót þess að æxlun geti átt sér stað og þar með viðhald tegundarinnar, að minnsta kosti hjá þeim sem treysta á kynæxlun. Hlutirnir flækjast að vísu aðeins ef einstaklingur einnar tegundar kemur í heiminn hjá annarri tegund og elst þar upp, eins og sagan um Litla ljóta andarungann lýsir ágætlega. Þá sýna dæmin að sá einstaklingur telur sig tilheyra uppeldistegundinni en ekki er víst að aðrir "líti eins á málið". Uppeldistegundin virðist ekki skilja hinn nýja einstakling og hann skilur heldur ekki einstaklinga sinnar réttu tegundar.

Við getum þess vegna sagt að kindur "skilja" yfirleitt aðrar kindur, að minnsta kosti á þann hátt að þær þekkja yfirleitt sína tegund og jafnvel afkvæmi og aðra ættingja. Hugtakið skilningur er hins vegar svo flókið að ekki er víst að það gagnist okkur mikið til að skilja kindur betur!

Þeim sem hafa áhuga á frekara vangaveltum um þessi mál, bendum við á að lesa svar við spurningunni Er hægt að skilja sinn eigin heila?

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.1.2009

Spyrjandi

Unnar Sturluson, f. 1997

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Skilja kindur hver aðra?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2009, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50991.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2009, 23. janúar). Skilja kindur hver aðra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50991

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Skilja kindur hver aðra?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2009. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50991>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Skilja kindur hver aðra?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis:

Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“. Ekkert bendir til annars en að sauðfé sé nokkuð svipað að gáfum og skyld dýr eins og nautgripir.
Í sama svari segir einnig að ýmislegt í tungutaki okkar gefi til kynna að sauðkindur séu ekki taldar til gáfnaljósa, kannski er það einfaldlega af því að við skiljum kindurnar ekki vel!
[T]il dæmis segjum við að einhver sé 'algjör sauður' þegar við teljum að hann stigi nú ekki beinlínis í vitið. 'Kindarlegir' eru þeir sem er heimskulegir og af sama tagi eru orðin 'rolulegur' og 'sauðarlegur'. Að vísu myndum við sambærileg orð eftir öðrum jórturdýrum, sumir eru til dæmis 'nautheimskir'.
En þótt við virðumst eiga erfitt með að skilja kindur ætli þær skilji þá hver aðra illa? Svarið við þeirri spurningu fer eftir því hvaða merkingu við leggjum í sögnina að skilja og líka hvað við eigum við með því að einhver skilji annan.

Í svari við spurningunni Er forystufé alltaf mislitt og hagar það sér öðruvísi en annað fé? er fjallað um forystufé sem hefur meðal annars þann eiginleika að leiða aðrar kindur. Annað sauðfé virðist þannig "skilja" forystuféð ágætlega, í þeirri merkingu að það fylgir því. Og það mætti reyndar segja að ef kindur hefðu engan skilning á öðrum kindum þá væri allt eins líklegt að við sæjum kindurnar aldrei saman í hjörð, þær mundu bara ráfa um einar og sér.


Misskilja þessar kindur eitthvað?

Það sama gildir í raun um önnur dýr -- þau þekkja með einhverju móti yfirleitt sína eigin tegund. Þetta er reyndar afar mikilvægt í náttúrunni þar sem það er undirrót þess að æxlun geti átt sér stað og þar með viðhald tegundarinnar, að minnsta kosti hjá þeim sem treysta á kynæxlun. Hlutirnir flækjast að vísu aðeins ef einstaklingur einnar tegundar kemur í heiminn hjá annarri tegund og elst þar upp, eins og sagan um Litla ljóta andarungann lýsir ágætlega. Þá sýna dæmin að sá einstaklingur telur sig tilheyra uppeldistegundinni en ekki er víst að aðrir "líti eins á málið". Uppeldistegundin virðist ekki skilja hinn nýja einstakling og hann skilur heldur ekki einstaklinga sinnar réttu tegundar.

Við getum þess vegna sagt að kindur "skilja" yfirleitt aðrar kindur, að minnsta kosti á þann hátt að þær þekkja yfirleitt sína tegund og jafnvel afkvæmi og aðra ættingja. Hugtakið skilningur er hins vegar svo flókið að ekki er víst að það gagnist okkur mikið til að skilja kindur betur!

Þeim sem hafa áhuga á frekara vangaveltum um þessi mál, bendum við á að lesa svar við spurningunni Er hægt að skilja sinn eigin heila?

Mynd:...