Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?

Guðrún Kvaran


Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og taka djúpt í árinni merkir þá ‘að róa kröftuglega’, 'dýfa árinni djúpt í vatnið til þess að skrið komist á bátinn’.

Þágufallið árinni er gamalt verkfærisfall (í latínu ablativus instrumentalis). Verkfærisfallið er notað um það sem eitthvað er gert með og árinni er þá hugsað með árinni, taka djúpt í með árinni. Önnur dæmi um verkfærisfall eru: vinna (með) hörðum höndum, vera stunginn/lagður (með) sverði/hnífi, kalla (með) hárri röddu, stara (með) daufum augum. Orðasambandið að taka grunnt í árinni þekkist í merkingunni ‘gera litlar kröfur, vera átakslítill’ frá 19. öld en virðist ekki mikið notað.

Oft heyrist sagt taka djúpt í árina og á Orðabókin elst dæmi um það frá því snemma á 20. öld. Það samræmist ekki upprunanum eins og honum var lýst.

Mynd: Ashland Historical Society Museum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.6.2005

Spyrjandi

Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5101.

Guðrún Kvaran. (2005, 30. júní). Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5101

Guðrún Kvaran. „Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5101>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort á að segja "að taka djúpt í árina" eða "að taka djúpt í árinni"?


Orðasambandið að taka djúpt í árinni merkir að ‘fullyrða (of) mikið, vera ómyrkur í máli’. Í söfnum Orðabókar Háskólans eru til dæmi allt frá 17. öld. Ýmis afbrigði má finna í textum svo sem rista djúpt í árinni og drepa djúpt í árinni þar sem drepa merkir ‘dýfa’. Taka í árinni merkir bókstaflega ‘að róa’ og taka djúpt í árinni merkir þá ‘að róa kröftuglega’, 'dýfa árinni djúpt í vatnið til þess að skrið komist á bátinn’.

Þágufallið árinni er gamalt verkfærisfall (í latínu ablativus instrumentalis). Verkfærisfallið er notað um það sem eitthvað er gert með og árinni er þá hugsað með árinni, taka djúpt í með árinni. Önnur dæmi um verkfærisfall eru: vinna (með) hörðum höndum, vera stunginn/lagður (með) sverði/hnífi, kalla (með) hárri röddu, stara (með) daufum augum. Orðasambandið að taka grunnt í árinni þekkist í merkingunni ‘gera litlar kröfur, vera átakslítill’ frá 19. öld en virðist ekki mikið notað.

Oft heyrist sagt taka djúpt í árina og á Orðabókin elst dæmi um það frá því snemma á 20. öld. Það samræmist ekki upprunanum eins og honum var lýst.

Mynd: Ashland Historical Society Museum....