Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað eru landráð?

JGÞ

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:
[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.
Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðskipti með bréf bankanna fyrir bankahrun hafi verið landráð, þar sem þau kollvörpuðu bankakerfinu. Einnig hefur þingmaður sakað ríkistjórnina um landráð af gáleysi.

Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein:
Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Forn merking orðsins er einfaldlega ráð yfir landi eða stjórn. Í Heimskringlu segir meðal annars: "Gunnhildur móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim" og er þar átt við að Gunnhildur konungamóðir hafi farið með stjórn ásamt sonum sínum. Í sömu heimild er einnig að finna vísi að þeirri merkingu sem við notum orðið í núna. Í Heimskringlu eru Svíakonungi eignuð þessi orð:
Hann svarar þunglega um sættina en veitti jarli átölur þungar og stórar um dirfð þá er hann hafði gert grið og frið við hinn digra mann og lagt við hann vináttu, taldi hann sannan að landráðum við sig, kvað það maklegt að Rögnvaldur væri rekinn úr ríkinu

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

26.1.2009

Spyrjandi

Marta Kristjánsdóttir, f. 1991, Hallgrímur, Jón Hnefill Jakobsson, Sigurjón Sveinsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru landráð?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51161.

JGÞ. (2009, 26. janúar). Hvað eru landráð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51161

JGÞ. „Hvað eru landráð?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51161>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru landráð?
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:

[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.
Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðskipti með bréf bankanna fyrir bankahrun hafi verið landráð, þar sem þau kollvörpuðu bankakerfinu. Einnig hefur þingmaður sakað ríkistjórnina um landráð af gáleysi.

Í tíunda kafla almennra hegningarlaga er fjallað um landráð og viðurlög við þeim. Þar segir meðal annars í 91. grein:
Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.

Forn merking orðsins er einfaldlega ráð yfir landi eða stjórn. Í Heimskringlu segir meðal annars: "Gunnhildur móðir þeirra hafði mjög landráð með þeim" og er þar átt við að Gunnhildur konungamóðir hafi farið með stjórn ásamt sonum sínum. Í sömu heimild er einnig að finna vísi að þeirri merkingu sem við notum orðið í núna. Í Heimskringlu eru Svíakonungi eignuð þessi orð:
Hann svarar þunglega um sættina en veitti jarli átölur þungar og stórar um dirfð þá er hann hafði gert grið og frið við hinn digra mann og lagt við hann vináttu, taldi hann sannan að landráðum við sig, kvað það maklegt að Rögnvaldur væri rekinn úr ríkinu

Heimildir:...