Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var Súliman mikli?

JGÞ

Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld.

Í valdatíð Súlimans mikla lagði Ósmanska veldið undir sig Ungverjaland, Ródos, Írak og hluta af Arabíuskaga. Einnig landsvæði í Norður-Afríku, allt vestur að Marokkó.

Súliman 1. var nefndur hinn mikli af Evrópumönnum en þegnar Ósmanska veldisins notuðu heitið 'Kanuni' um hann, það merkir sá sem setur lög.

Myndin af Súliman mikla hér til hliðar er ein af nokkrum eftirmyndum af málverki sem feneyski málarinn Tizian (um 1488-1576) málaði. Málverkið glataðist á 17. öld.

Orðið soldán kemur úr arabísku og var notað um íslamska þjóðhöfðinga, sérstaklega í Tyrklandi. Upprunaleg merking orðsins er styrkur eða vald. Annað tökuorð úr arabísku er kalífi en það er notað um andlega og veraldlega íslamska valdsmenn. Kalífi merkir í raun eftirmaður, það er að segja eftirmaður Múhameðs.

Í heimildum sem fylgja svarinu er hægt að fræðast meira um Súliman mikla.

Meira lesefni:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.1.2009

Spyrjandi

Mirna Loncar, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hver var Súliman mikli?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51186.

JGÞ. (2009, 21. janúar). Hver var Súliman mikli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51186

JGÞ. „Hver var Súliman mikli?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Súliman mikli?
Súliman 1. mikli (um 1494-1566) var Tyrkjasoldán frá 1520 til dauðadags. Á hans valdatíma réð Tyrkjaher yfir öflugasta flota Miðjarðarhafs. Súliman mikli var tíundi soldán Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) en valdaskeið þess var frá 1299 til 1922 og blómatíminn á 16. og 17. öld.

Í valdatíð Súlimans mikla lagði Ósmanska veldið undir sig Ungverjaland, Ródos, Írak og hluta af Arabíuskaga. Einnig landsvæði í Norður-Afríku, allt vestur að Marokkó.

Súliman 1. var nefndur hinn mikli af Evrópumönnum en þegnar Ósmanska veldisins notuðu heitið 'Kanuni' um hann, það merkir sá sem setur lög.

Myndin af Súliman mikla hér til hliðar er ein af nokkrum eftirmyndum af málverki sem feneyski málarinn Tizian (um 1488-1576) málaði. Málverkið glataðist á 17. öld.

Orðið soldán kemur úr arabísku og var notað um íslamska þjóðhöfðinga, sérstaklega í Tyrklandi. Upprunaleg merking orðsins er styrkur eða vald. Annað tökuorð úr arabísku er kalífi en það er notað um andlega og veraldlega íslamska valdsmenn. Kalífi merkir í raun eftirmaður, það er að segja eftirmaður Múhameðs.

Í heimildum sem fylgja svarinu er hægt að fræðast meira um Súliman mikla.

Meira lesefni:

Heimildir og mynd: ...