Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?

Þorsteinn Helgason

Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Miðjarðarhafið. Heitið vísar til Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) sem var á blómaskeiði sínu á 16. og 17. öld og náði um löndin við austan- og sunnanvert Miðjarðarhaf og langt inn í Austur-Evrópu. Algeirsborg, sem nú er höfuðborg Alsírs, heyrði undir þetta mikla veldi en þar á bæ fóru menn þó oftast sínu fram án þess að spyrja soldáninn í Istanbúl leyfis. Marokkómenn voru oft kallaðir Tyrkir þó að ríki þeirra stæði utan Tyrkjaveldis þar sem þeir voru upp til hópa múslimar. „Tyrkja-rán“ er því ekki réttnefni ef lagður er nútímaskilningur í nafnið en þannig er um mörg orð. Eld-hús segjum við og er það þó hvorki hús né mikill eldur hafður þar um hönd lengur.

Tyrkjaránsmenn komu frá tveim borgum sem kalla mætti borgríki þar sem þær nutu mikils sjálfræðis. Önnur var Algeirsborg; hin hét Sale (á frönsku Salé, á ensku Sallee) og er nú hluti af Rabat, höfuðborg Marokkó. Sérkennandi við atvinnulífið í þessum borgum í Norður-Afríku – og Trípolí og Túnis – var að sjórán voru stunduð sem atvinnugrein. Skip voru gerð út til að hertaka fólk og fémæti á höfum og ströndum, færa farminn til hafnar, greiða gjöld af honum og bjóða fólkið síðan til kaups á þrælamörkuðum. Þetta fólk mátti síðan leysa út með fé.


Evrópskir listamenn drógu oft upp myndir af hinni víggirtu og þéttbýlu Algeirsborg og birtu í bókum og á kortum. Hér er hollensk mynd frá 17. öld.

Bæði Algeirsborg og Sale voru eins ólík íslensku samfélagi síns tíma og hugsast getur þar sem íbúar voru af fjölmörgu þjóðerni, töluðu margvísleg tungumál og játuðu mismunandi trúarbrögð þó að íslam væri ríkjandi siður. Þetta á bæði við um frjálsa menn og þræla. Í Saleborg var mikið um Mára sem hrakist höfðu frá Spáni eftir margra kynslóða búsetu. Meðal íbúanna í báðum borgum voru Evrópumenn frá ýmsum löndum sem höfðu gengið til liðs við sjóræningjana, fært þeim siglingatækni og staðkunnáttu og tekið upp íslamska trú. Þessir menn voru oft foringjar á sjóræningjaskipunum.

Margt bendir til þess að einn helsti foringi ránsmanna árið 1627 hafi heitið Múrat Reis. Hans er getið í Tyrkjaránssögu Björns Jónssonar þar sem hann er kallaður aðmíráll, nefndur Amorat Reis og sagður hafa stjórnað ráni í Grindavík. Með því að leita upplýsinga í opinberum bréfum, skýrslum, frásögnum, dómsskjölum og ferðasögum hefur tekist að raða saman brotum um líf þessa manns. Hann var upprunninn í Hollandi og hét þá Jan Jansz, var í siglingum við Kanaríeyjar þegar hann var tekinn til fanga og leiddur til Algeirsborgar. Þar tók hann upp nýja siði, gerist sjóræningi sjálfur og komst til metorða. Hann starfaði einnig í Marokkó og var flotaforingi Marokkókonungs með aðsetur í Saleborg þegar Tyrkjaránið átti sér stað. Hann átti áfram konu og börn í Hollandi og eitt sinn vitjaði dóttir hans um hann í Marokkó.

Frekari upplýsingar, heimildir og mynd:

  • Þorsteinn Helgason. 1995. Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? Saga. Tímarit Sögufélags, XXXIII.
  • Þorsteinn Helgason (handrit og stjórn), Hjálmtýr Heiðdal (umsjón), Guðmundur Bjartmarsson (myndataka). 2002. Tyrkjaránið. Heimildamynd fyrir sjónvarp í þrem hlutum. 3. hluti: Morðengill. Framleiðandi: Seylan.
  • Myndin er fengin af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.

Höfundur

Þorsteinn Helgason

dósent í sagnfræði og kennslu samfélagsgreina við KHÍ

Útgáfudagur

3.4.2006

Síðast uppfært

13.6.2019

Spyrjandi

Sigurður Reynir, f. 1993

Tilvísun

Þorsteinn Helgason. „Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?“ Vísindavefurinn, 3. apríl 2006, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5770.

Þorsteinn Helgason. (2006, 3. apríl). Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5770

Þorsteinn Helgason. „Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?“ Vísindavefurinn. 3. apr. 2006. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5770>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Miðjarðarhafið. Heitið vísar til Tyrkjaveldis (Ósmanska veldisins) sem var á blómaskeiði sínu á 16. og 17. öld og náði um löndin við austan- og sunnanvert Miðjarðarhaf og langt inn í Austur-Evrópu. Algeirsborg, sem nú er höfuðborg Alsírs, heyrði undir þetta mikla veldi en þar á bæ fóru menn þó oftast sínu fram án þess að spyrja soldáninn í Istanbúl leyfis. Marokkómenn voru oft kallaðir Tyrkir þó að ríki þeirra stæði utan Tyrkjaveldis þar sem þeir voru upp til hópa múslimar. „Tyrkja-rán“ er því ekki réttnefni ef lagður er nútímaskilningur í nafnið en þannig er um mörg orð. Eld-hús segjum við og er það þó hvorki hús né mikill eldur hafður þar um hönd lengur.

Tyrkjaránsmenn komu frá tveim borgum sem kalla mætti borgríki þar sem þær nutu mikils sjálfræðis. Önnur var Algeirsborg; hin hét Sale (á frönsku Salé, á ensku Sallee) og er nú hluti af Rabat, höfuðborg Marokkó. Sérkennandi við atvinnulífið í þessum borgum í Norður-Afríku – og Trípolí og Túnis – var að sjórán voru stunduð sem atvinnugrein. Skip voru gerð út til að hertaka fólk og fémæti á höfum og ströndum, færa farminn til hafnar, greiða gjöld af honum og bjóða fólkið síðan til kaups á þrælamörkuðum. Þetta fólk mátti síðan leysa út með fé.


Evrópskir listamenn drógu oft upp myndir af hinni víggirtu og þéttbýlu Algeirsborg og birtu í bókum og á kortum. Hér er hollensk mynd frá 17. öld.

Bæði Algeirsborg og Sale voru eins ólík íslensku samfélagi síns tíma og hugsast getur þar sem íbúar voru af fjölmörgu þjóðerni, töluðu margvísleg tungumál og játuðu mismunandi trúarbrögð þó að íslam væri ríkjandi siður. Þetta á bæði við um frjálsa menn og þræla. Í Saleborg var mikið um Mára sem hrakist höfðu frá Spáni eftir margra kynslóða búsetu. Meðal íbúanna í báðum borgum voru Evrópumenn frá ýmsum löndum sem höfðu gengið til liðs við sjóræningjana, fært þeim siglingatækni og staðkunnáttu og tekið upp íslamska trú. Þessir menn voru oft foringjar á sjóræningjaskipunum.

Margt bendir til þess að einn helsti foringi ránsmanna árið 1627 hafi heitið Múrat Reis. Hans er getið í Tyrkjaránssögu Björns Jónssonar þar sem hann er kallaður aðmíráll, nefndur Amorat Reis og sagður hafa stjórnað ráni í Grindavík. Með því að leita upplýsinga í opinberum bréfum, skýrslum, frásögnum, dómsskjölum og ferðasögum hefur tekist að raða saman brotum um líf þessa manns. Hann var upprunninn í Hollandi og hét þá Jan Jansz, var í siglingum við Kanaríeyjar þegar hann var tekinn til fanga og leiddur til Algeirsborgar. Þar tók hann upp nýja siði, gerist sjóræningi sjálfur og komst til metorða. Hann starfaði einnig í Marokkó og var flotaforingi Marokkókonungs með aðsetur í Saleborg þegar Tyrkjaránið átti sér stað. Hann átti áfram konu og börn í Hollandi og eitt sinn vitjaði dóttir hans um hann í Marokkó.

Frekari upplýsingar, heimildir og mynd:

  • Þorsteinn Helgason. 1995. Hverjir voru Tyrkjaránsmenn? Saga. Tímarit Sögufélags, XXXIII.
  • Þorsteinn Helgason (handrit og stjórn), Hjálmtýr Heiðdal (umsjón), Guðmundur Bjartmarsson (myndataka). 2002. Tyrkjaránið. Heimildamynd fyrir sjónvarp í þrem hlutum. 3. hluti: Morðengill. Framleiðandi: Seylan.
  • Myndin er fengin af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.
...