Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Þorsteinn Helgason

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og þá hvar þeir höfðu viðdvöl á leiðinni liggur ekki ljóst fyrir. Um þessar mundir áttu Hollendingar og Englendingar enn á ný í stríði við Spánarveldi eftir nokkurt friðartímabil á undan. Báðir aðilar sóttust eftir stuðningi erfðafjenda Spánar við Miðjarðarhafið: Marokkómanna og ráðamanna í Algeirsborg. Danakonungur var hins vegar upptekinn í stríði við kaþólska keisaraherinn í Norður-Þýskalandi.

Foringi og aðmíráll fyrri hóps ránsmanna var nefndur Múrat Reis. Hann og menn hans tóku land í Grindavík 20. júní, hertóku þar 12 eða 15 Íslendinga og annað eins af dönskum og hollenskum skipverjum, særðu tvo Grindvíkinga til ólífis og tóku tvö skip og annað herfang. Þeir stefndu síðan til Bessastaða en skip þeirra steytti á skeri. Urðu þeir frá að hverfa daginn eftir Jónsmessu og héldu til heimahafnar í Sale þar sem fólkið var selt í þrældóm.


Til Grindavíkur komu ránsmenn á einu skipi en tókst að ná tveim dönskum kaupskipum með því að veifa fölsku flaggi. Annað þeirra fengu enskir liðsmenn þeirra að launum og sigldu brott á því hlöðnu skreið. Hin tvö héldu áfram og stefndu að Bessastöðum. Tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Hinn hópurinn rændi á Austfjörðum dagana 5.-13. júlí og náði fólki á mörgum bæjum, einkum í Berufirði og Breiðdal; enn fremur búsmala, kirkjumunum, silfri og öðru verðmæti auk kaupskips í Djúpavogi sem ránsmenn hirtu varninginn úr en skutu síðan í kaf. Austfjarðaþokan varð sumum búendum til bjargar og þegar til Fáskrúðsfjarðar kom voru allir flúnir. Mótvindur hindraði lengri siglingu norður eftir Austurlandi og sneru ránsmenn við með 110 Austfirðinga innanborðs auk dönsku áhafnarinnar af kaupskipinu en níu voru fallnir í valinn.

Nú var haldið vestur með suðurströndinni með annað ræningjaskip í slagtogi sem nýkomið var. Á leiðinni rákust ránsmenn á enska duggu með níu manna áhöfn og knúðu skipsmennina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sást til þeirra úr Eyjum mánudaginn 16. júlí. Nokkur viðbúnaður var í Vestmannaeyjum en ránsmenn gengu á land á óvæntum stað sem síðan heitir Ræningjatangi og brast flótti í lið eyjamanna. Skipherrann á danska kaupskipinu og kaupmaðurinn í Eyjum björguðust með því að róa lífróður til lands ásamt fylgdarliði sínu. Ræningjarnir fóru nú sínu fram í þrjá daga, smöluðu fólki saman í verslunarhúsin (Dönskuhús) og felldu líklega 34 í herferðinni, þar á meðal annan sóknarprestinn, séra Jón Þorsteinsson. Hinn presturinn, Ólafur Egilsson, sem var nokkuð við aldur, var hertekinn ásamt konu sinni og börnum. Ránsmenn tóku eitt verslunarskip og annað fémætt sem þeir fundu, en brenndu loks Landakirkju og Dönskuhús ásamt gömlu fólki sem þeir hirtu ekki um að hafa með sér. Grimmastir þóttu þeir ránsmenn vera sem verið höfðu kristnir en fallið frá trú sinni. Flestar heimildir telja að 234 hafi verið hernumdir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum.


Sést til ræningjaskipa í Vestmannaeyjum. Tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Ránsmenn undu upp segl þann 19. júlí, sigldu með austanfólkið og Vestmannaeyingana til Algeirsborgar og seldu mansali þegar borgarhöfðinginn var búinn að velja úr hópnum svo sem honum bar. Allmargir létust af sjúkdómum í nýju heimkynnunum en nokkrum tókst að kaupa sér frelsi og jafnvel að komast til metorða. Nærri eitt hundrað köstuðu trúnni næstu árin, einkum börn og ungmenni. Samkvæmt skrá sem Íslendingar í Algeirsborg tóku saman árið 1635 vissu þeir um 70 fullorðna Íslendinga sem enn voru „við trú og góða samvisku og á lífi“.

Skömmu eftir komuna til Algeirsborgar var séra Ólafur Egilsson látinn laus í þeim tilgangi að hann færi heim til að heimta lausnarfé. Eftir miklar hrakningar komst hann loks til Kaupmannahafnar þar sem ástandið var hörmulegt eftir ófarir konungs og tapaðar eigur krúnunnar. Konungur lagði því ekki mikið til í svipinn en söfnun hófst þó, bæði á Íslandi og í Danmörku, einkum á vegum kirkjunnar en með hvatningu konungsvaldsins. Söfnunin gekk hægt og flókið var að semja um útlausn þrælanna. Liðu níu ár þar til 34 íslenskir fangar voru keyptir lausir í Algeirsborg og byrjuðu reisu sína heim. Sex þeirra létust á leiðinni, einn varð eftir í Lukkustað (Glückstadt) en 27 komu til Íslands. Nokkrir komust heim eftir öðrum leiðum, ýmist á undan eða eftir stóra hópnum. Þekktust þeirra sem keypt voru heim var Guðríður Símonardóttir er giftist Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Dönsk stjórnvöld gerðu frekari tilraunir til að kaupa þegna sína úr haldi og höfðu nokkurn árangur af því starfi. 1645 voru átta manns keyptir úr haldi og komust til Kaupmannahafnar en hvað af þeim varð síðan er ekki vitað.

Strax eftir Tyrkjaránið fóru Íslendingar að skrifa um það og eru miklar heimildir til um þessi stórtíðindi. Tyrkjaránið var álitið refsing guðs fyrir syndugt líferni og reyndu lærðir menn að draga lærdóm af hörmungunum. „Guð leggur krossinn upp á til þess að hans blessaða nafn verði lofað og prísað,“ sagði Ólafur Egilsson.

Heimildir og myndir:

  • Tyrkjaránið á Íslandi. 1906-1909. Reykjavík, Sögufélag.
  • Þorsteinn Helgason (handrit og stjórn), Hjálmtýr Heiðdal (umsjón), Guðmundur Bjartmarsson (myndataka). 2002. Tyrkjaránið. Heimildamynd fyrir sjónvarp í þrem hlutum. Framleiðandi: Seylan.
  • Steinunn Jóhannesdóttir. 2001. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Skáldsaga byggð á heimildum. Reykjavík, Mál og menning.
  • Myndirnar eru fengnar af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.

Höfundur

Þorsteinn Helgason

dósent í sagnfræði og kennslu samfélagsgreina við KHÍ

Útgáfudagur

29.3.2006

Síðast uppfært

13.6.2019

Spyrjandi

Árni Ingi Jóhannesson

Tilvísun

Þorsteinn Helgason. „Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2006, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5743.

Þorsteinn Helgason. (2006, 29. mars). Hvað gerðist í Tyrkjaráninu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5743

Þorsteinn Helgason. „Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2006. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5743>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og þá hvar þeir höfðu viðdvöl á leiðinni liggur ekki ljóst fyrir. Um þessar mundir áttu Hollendingar og Englendingar enn á ný í stríði við Spánarveldi eftir nokkurt friðartímabil á undan. Báðir aðilar sóttust eftir stuðningi erfðafjenda Spánar við Miðjarðarhafið: Marokkómanna og ráðamanna í Algeirsborg. Danakonungur var hins vegar upptekinn í stríði við kaþólska keisaraherinn í Norður-Þýskalandi.

Foringi og aðmíráll fyrri hóps ránsmanna var nefndur Múrat Reis. Hann og menn hans tóku land í Grindavík 20. júní, hertóku þar 12 eða 15 Íslendinga og annað eins af dönskum og hollenskum skipverjum, særðu tvo Grindvíkinga til ólífis og tóku tvö skip og annað herfang. Þeir stefndu síðan til Bessastaða en skip þeirra steytti á skeri. Urðu þeir frá að hverfa daginn eftir Jónsmessu og héldu til heimahafnar í Sale þar sem fólkið var selt í þrældóm.


Til Grindavíkur komu ránsmenn á einu skipi en tókst að ná tveim dönskum kaupskipum með því að veifa fölsku flaggi. Annað þeirra fengu enskir liðsmenn þeirra að launum og sigldu brott á því hlöðnu skreið. Hin tvö héldu áfram og stefndu að Bessastöðum. Tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Hinn hópurinn rændi á Austfjörðum dagana 5.-13. júlí og náði fólki á mörgum bæjum, einkum í Berufirði og Breiðdal; enn fremur búsmala, kirkjumunum, silfri og öðru verðmæti auk kaupskips í Djúpavogi sem ránsmenn hirtu varninginn úr en skutu síðan í kaf. Austfjarðaþokan varð sumum búendum til bjargar og þegar til Fáskrúðsfjarðar kom voru allir flúnir. Mótvindur hindraði lengri siglingu norður eftir Austurlandi og sneru ránsmenn við með 110 Austfirðinga innanborðs auk dönsku áhafnarinnar af kaupskipinu en níu voru fallnir í valinn.

Nú var haldið vestur með suðurströndinni með annað ræningjaskip í slagtogi sem nýkomið var. Á leiðinni rákust ránsmenn á enska duggu með níu manna áhöfn og knúðu skipsmennina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sást til þeirra úr Eyjum mánudaginn 16. júlí. Nokkur viðbúnaður var í Vestmannaeyjum en ránsmenn gengu á land á óvæntum stað sem síðan heitir Ræningjatangi og brast flótti í lið eyjamanna. Skipherrann á danska kaupskipinu og kaupmaðurinn í Eyjum björguðust með því að róa lífróður til lands ásamt fylgdarliði sínu. Ræningjarnir fóru nú sínu fram í þrjá daga, smöluðu fólki saman í verslunarhúsin (Dönskuhús) og felldu líklega 34 í herferðinni, þar á meðal annan sóknarprestinn, séra Jón Þorsteinsson. Hinn presturinn, Ólafur Egilsson, sem var nokkuð við aldur, var hertekinn ásamt konu sinni og börnum. Ránsmenn tóku eitt verslunarskip og annað fémætt sem þeir fundu, en brenndu loks Landakirkju og Dönskuhús ásamt gömlu fólki sem þeir hirtu ekki um að hafa með sér. Grimmastir þóttu þeir ránsmenn vera sem verið höfðu kristnir en fallið frá trú sinni. Flestar heimildir telja að 234 hafi verið hernumdir í Tyrkjaráninu í Vestmannaeyjum.


Sést til ræningjaskipa í Vestmannaeyjum. Tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildamyndinni Tyrkjaránið (2002).

Ránsmenn undu upp segl þann 19. júlí, sigldu með austanfólkið og Vestmannaeyingana til Algeirsborgar og seldu mansali þegar borgarhöfðinginn var búinn að velja úr hópnum svo sem honum bar. Allmargir létust af sjúkdómum í nýju heimkynnunum en nokkrum tókst að kaupa sér frelsi og jafnvel að komast til metorða. Nærri eitt hundrað köstuðu trúnni næstu árin, einkum börn og ungmenni. Samkvæmt skrá sem Íslendingar í Algeirsborg tóku saman árið 1635 vissu þeir um 70 fullorðna Íslendinga sem enn voru „við trú og góða samvisku og á lífi“.

Skömmu eftir komuna til Algeirsborgar var séra Ólafur Egilsson látinn laus í þeim tilgangi að hann færi heim til að heimta lausnarfé. Eftir miklar hrakningar komst hann loks til Kaupmannahafnar þar sem ástandið var hörmulegt eftir ófarir konungs og tapaðar eigur krúnunnar. Konungur lagði því ekki mikið til í svipinn en söfnun hófst þó, bæði á Íslandi og í Danmörku, einkum á vegum kirkjunnar en með hvatningu konungsvaldsins. Söfnunin gekk hægt og flókið var að semja um útlausn þrælanna. Liðu níu ár þar til 34 íslenskir fangar voru keyptir lausir í Algeirsborg og byrjuðu reisu sína heim. Sex þeirra létust á leiðinni, einn varð eftir í Lukkustað (Glückstadt) en 27 komu til Íslands. Nokkrir komust heim eftir öðrum leiðum, ýmist á undan eða eftir stóra hópnum. Þekktust þeirra sem keypt voru heim var Guðríður Símonardóttir er giftist Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi. Dönsk stjórnvöld gerðu frekari tilraunir til að kaupa þegna sína úr haldi og höfðu nokkurn árangur af því starfi. 1645 voru átta manns keyptir úr haldi og komust til Kaupmannahafnar en hvað af þeim varð síðan er ekki vitað.

Strax eftir Tyrkjaránið fóru Íslendingar að skrifa um það og eru miklar heimildir til um þessi stórtíðindi. Tyrkjaránið var álitið refsing guðs fyrir syndugt líferni og reyndu lærðir menn að draga lærdóm af hörmungunum. „Guð leggur krossinn upp á til þess að hans blessaða nafn verði lofað og prísað,“ sagði Ólafur Egilsson.

Heimildir og myndir:

  • Tyrkjaránið á Íslandi. 1906-1909. Reykjavík, Sögufélag.
  • Þorsteinn Helgason (handrit og stjórn), Hjálmtýr Heiðdal (umsjón), Guðmundur Bjartmarsson (myndataka). 2002. Tyrkjaránið. Heimildamynd fyrir sjónvarp í þrem hlutum. Framleiðandi: Seylan.
  • Steinunn Jóhannesdóttir. 2001. Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Skáldsaga byggð á heimildum. Reykjavík, Mál og menning.
  • Myndirnar eru fengnar af síðunni Tyrkjaránið. Heimildamynd í þremur þáttum.
...