Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?

Geir Þ. Þórarinsson

Hera var ein af Ólympsguðunum tólf í grískri goðafræði. Hún var kona Seifs og jafnframt systir hans. Hera var verndari hjónabands og kvenna. Með Seifi átti hún tvo syni og tvær dætur: stríðsguðinn Ares og smíðaguðinn Hefæstos, fæðingargyðjuna Eileiþýju og æskugyðjuna Hebu. Hún lagði fæð á og ofsótti jafnvel hjákonur Seifs og börn hans utan hjónabands, til dæmis Íó, Díonýsos og Herakles.



Mynd af Heru frá því um 470-460 f.Kr. Hún er klædd í skikkju, hefur kórónu á höfði og heldur á veldissprota.

Hera var sérstaklega í hávegum höfð í Böótíu og Pelópsskaga. Í Ilíonskviðu Hómers segir Hera að henni þyki vænst um borgirnar Argos, Spörtu og Mýkenu, sem allar eru á Pelópsskaganum. Hún var einnig dýrkuð í borginni Ólympíu (á Pelópsskaga), á eynni Samos og víðar.

Ekki er vitað með vissu hvað nafn Heru merkir. Ein tilgátan er sú að nafn hennar sé skylt orðinu heros, sem merkir hetja. Á eldra stigi málsins, í textum rituðum með línuletri B, var nafn hennar Era en ekki er vitað hvort það nafn á að endingu rætur að rekja til indóevrópsks orðstofns eða ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.2.2009

Spyrjandi

Hera Dögg Hjaltadóttir, f. 1990

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51207.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 20. febrúar). Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51207

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51207>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?
Hera var ein af Ólympsguðunum tólf í grískri goðafræði. Hún var kona Seifs og jafnframt systir hans. Hera var verndari hjónabands og kvenna. Með Seifi átti hún tvo syni og tvær dætur: stríðsguðinn Ares og smíðaguðinn Hefæstos, fæðingargyðjuna Eileiþýju og æskugyðjuna Hebu. Hún lagði fæð á og ofsótti jafnvel hjákonur Seifs og börn hans utan hjónabands, til dæmis Íó, Díonýsos og Herakles.



Mynd af Heru frá því um 470-460 f.Kr. Hún er klædd í skikkju, hefur kórónu á höfði og heldur á veldissprota.

Hera var sérstaklega í hávegum höfð í Böótíu og Pelópsskaga. Í Ilíonskviðu Hómers segir Hera að henni þyki vænst um borgirnar Argos, Spörtu og Mýkenu, sem allar eru á Pelópsskaganum. Hún var einnig dýrkuð í borginni Ólympíu (á Pelópsskaga), á eynni Samos og víðar.

Ekki er vitað með vissu hvað nafn Heru merkir. Ein tilgátan er sú að nafn hennar sé skylt orðinu heros, sem merkir hetja. Á eldra stigi málsins, í textum rituðum með línuletri B, var nafn hennar Era en ekki er vitað hvort það nafn á að endingu rætur að rekja til indóevrópsks orðstofns eða ekki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...