Í Trójustríðinu studdi Ares Trójumenn í baráttunni gegn Grikkjum. Hann særðist hins vegar í átökum við hetjuna Díómedes og gyðjuna Aþenu sem stóð með Grikkjum. Meðal annarra hetjudáða hans var að drepa risann Ekhidnades.
Ares var annar tveggja sona Heru og Seifs. Hinn sonur þeirra var smíðaguðinn Hefaistos. Seifur átti marga aðra syni með öðrum konum. Systir Aresar Eris, gyðja ágreinings, og synir hans Deimos og Fóbos (Ógn og Skelfing) voru fylgigoð hans.
Ares átti í ástarsambandi við ástargyðjuna Afródítu, en hún var gift smíðaguðinum Hefaistosi. Þegar sólarguðinn Helíos sagði honum frá sambandi þeirra fangaði Hefaistos skötuhjúin í ósýnilegt net sem hann hengdi upp fyrir allra augum á Ólympstindi, þeim til háðungar.
Auk Deimosar og Fóbosar átti Ares einnig dótturina Harmoníu, gyðju sáttar og samlyndis. Meðal dauðlegra barna hans má nefna Amasónurnar og Spartverja. Hliðstæða Aresar í rómverska goðaheiminum er Mars sem samnefnd reikistjarna er kennd við ásamt mánuðinum mars.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?
- Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
- Hver eru kennitákn grísku goðanna?
- Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?
- Theoi Greek Mythology
- Ares Myths á Theoi.com
- Ares á Waltm.net
- Temple of Ares
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.