Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?

Þorsteinn Baldvin Jónsson og Arnór Már Arnórsson

Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar sem Úkraína og Rússland eru nú.

Orðið „Amazon“ er hugsanlega dregið af íranska orðinu „ha-mazan“, sem þýðir „hermenn“. Amasónurnar voru mjög herskáar og þær sneiddu af sér hægra brjóstið eða brenndu það til að eiga auðveldara með að skjóta boga og geta kastað spjóti lengra. Á myndum eru þær þó alltaf sýndar með bæði brjóstin eða hægra brjóstið hulið.

Önnur skýring á nafninu er að amazon merki 'án brjósts', það er neitandi forskeyti á undan orðinu mazon.

Amasónum var sérstaklega í nöp við karlmenn. Heródótos nefndi þær „androktones“ sem merkir „þær sem drepa menn“. Karlmenn fengu ekki að búa með Amasónunum en einu sinni á ári fóru þær til nágrannaþjóðflokks og höfðu mök við karlmennina til að viðhalda stofninum. Sveinbörnin sem fæddust voru annaðhvort drepin eða þeim komið aftur til feðra sinna.


Málverkið Eine Amazone eftir þýska málarann Franz von Stuck (1863-1928).
Ein frægasta Amasónan var drottningin Panþesileia, sem á að hafa að barist í Trójustríðinu en Akkilles vó hana að lokum. Önnur fræg Amasóna var Þalestris drottning sem vildi eignast barn með Alexander mikla eftir að hafa heyrt um hernaðarhæfileika hans. Þau eyddu saman þrettán dögum til að geta barn. Til eru fleiri þekktar Amasónur, meðal annars Hippó og Otrera en áhugasamir geta kynnt sér fleiri nafnkunnar Amasónur hér.

Amasónurnar koma einnig fram í sumum frásögnum af ferðalagi skipsins Argó. Argóarfarar eiga að hafa fundið þær á grísku eyjunni Lemney sem er nefnd í einni heimild „gynaikokratoumene“ sem er grískt orð og merkir „ráðið af konum“. Amasónurnar eru oft sagðar fullar af kynferðislegum losta en færni þeirra í bardögum er engu að síður rakin til lífernis sem helgast að miklu leyti af skírlífi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

11.6.2008

Spyrjandi

Hannes Garðarsson

Tilvísun

Þorsteinn Baldvin Jónsson og Arnór Már Arnórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2008. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18810.

Þorsteinn Baldvin Jónsson og Arnór Már Arnórsson. (2008, 11. júní). Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18810

Þorsteinn Baldvin Jónsson og Arnór Már Arnórsson. „Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2008. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18810>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?
Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar sem Úkraína og Rússland eru nú.

Orðið „Amazon“ er hugsanlega dregið af íranska orðinu „ha-mazan“, sem þýðir „hermenn“. Amasónurnar voru mjög herskáar og þær sneiddu af sér hægra brjóstið eða brenndu það til að eiga auðveldara með að skjóta boga og geta kastað spjóti lengra. Á myndum eru þær þó alltaf sýndar með bæði brjóstin eða hægra brjóstið hulið.

Önnur skýring á nafninu er að amazon merki 'án brjósts', það er neitandi forskeyti á undan orðinu mazon.

Amasónum var sérstaklega í nöp við karlmenn. Heródótos nefndi þær „androktones“ sem merkir „þær sem drepa menn“. Karlmenn fengu ekki að búa með Amasónunum en einu sinni á ári fóru þær til nágrannaþjóðflokks og höfðu mök við karlmennina til að viðhalda stofninum. Sveinbörnin sem fæddust voru annaðhvort drepin eða þeim komið aftur til feðra sinna.


Málverkið Eine Amazone eftir þýska málarann Franz von Stuck (1863-1928).
Ein frægasta Amasónan var drottningin Panþesileia, sem á að hafa að barist í Trójustríðinu en Akkilles vó hana að lokum. Önnur fræg Amasóna var Þalestris drottning sem vildi eignast barn með Alexander mikla eftir að hafa heyrt um hernaðarhæfileika hans. Þau eyddu saman þrettán dögum til að geta barn. Til eru fleiri þekktar Amasónur, meðal annars Hippó og Otrera en áhugasamir geta kynnt sér fleiri nafnkunnar Amasónur hér.

Amasónurnar koma einnig fram í sumum frásögnum af ferðalagi skipsins Argó. Argóarfarar eiga að hafa fundið þær á grísku eyjunni Lemney sem er nefnd í einni heimild „gynaikokratoumene“ sem er grískt orð og merkir „ráðið af konum“. Amasónurnar eru oft sagðar fullar af kynferðislegum losta en færni þeirra í bardögum er engu að síður rakin til lífernis sem helgast að miklu leyti af skírlífi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008....