Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?

Geir Þ. Þórarinsson

Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp Aþenu tókst kappanum Díómedesi að særa sjálfan Ares í orrustunni. Þessu lýsir Hómer svo í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Því næst lagði hinn rómsterki Díómedes fram eirspjóti sínu, en Pallas Aþena stefndi spjótinu neðanvert í nárann, þar sem bryngyrðillinn lá yfir um hann; þar kom hann lagi á Ares, og særði hann, og skar í sundur hið fríða hörund. Hann kippti spjótinu út aftur, en hinn eirvopnaði Ares grenjaði svo hátt sem 9 þúsund eða 10 þúsund menn æpa í bardaga, þegar þeir hefja kappleik Aresar; urðu þá Akkear og Trójumenn hræddir og skulfu af ótta: svo hátt öskraði Ares, er aldrei verður saddur á bardögum. (Ilíonskviða 5.855 o. áfr.)


Fæðingu Aþenu bar að með þeim hætti að hún stökk alsköpuð og í fullum herklæðum úr höfði Seifs sem hafði gleypt Metisi móður hennar. Hér sést þessi fæðing á leirkeri frá 550–525 f.Kr. Seifur er til vinstri á myndinni og úr höfði hans kemur Aþena. Hægra megin er gyðjan Hera sem var kona Seifs.

Í tuttugustu bók Ilíonskviðu taka guðirnir á ný þátt í bardaganum: Hera, Aþena, Póseidon, Hermes og Hefæstos berjast með Akkeum en Ares, Apollon, Artemis og Afródíta auk annarra berjast með Trójumönnum. Í tuttugustu og fyrstu bók berst Aþena á móti Afródítu og Aresi og hefur betur. Átökum Aþenu og Aresar lýsir Hómer svo í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Að því mæltu lagði Ares í hinn ógurlega, skúfaða ægisskjöld, þann er jafnvel reiðarslag Seifs vinnur ekki á. Þar í lagði hinn blóðflekkaði Ares hinu langa spjóti sínu. Aþena hopaði aftur, og þreif með sinni þreknu hendi stein einn, er lá á vellinum; hann var svartur, hrufóttur og mikill; það var marksteinn, er fornmenn höfðu sett þar. Með þeim steini laust hún Ares, og kom á hálsinn; varð Ares óvígur, og féll hann; lagði hann undir sig sjö plógslönd, þar sem hann lá; varð þá hár hans moldugt, og vopnin glömruðu alla vega utan á honum. Þá hló Pallas Aþena [...] (Ilíonskviða 21.400 o. áfr.)

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

3.1.2008

Spyrjandi

Gunnar Ólafsson, f. 1992

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2008, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6980.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 3. janúar). Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6980

Geir Þ. Þórarinsson. „Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2008. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?
Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp Aþenu tókst kappanum Díómedesi að særa sjálfan Ares í orrustunni. Þessu lýsir Hómer svo í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Því næst lagði hinn rómsterki Díómedes fram eirspjóti sínu, en Pallas Aþena stefndi spjótinu neðanvert í nárann, þar sem bryngyrðillinn lá yfir um hann; þar kom hann lagi á Ares, og særði hann, og skar í sundur hið fríða hörund. Hann kippti spjótinu út aftur, en hinn eirvopnaði Ares grenjaði svo hátt sem 9 þúsund eða 10 þúsund menn æpa í bardaga, þegar þeir hefja kappleik Aresar; urðu þá Akkear og Trójumenn hræddir og skulfu af ótta: svo hátt öskraði Ares, er aldrei verður saddur á bardögum. (Ilíonskviða 5.855 o. áfr.)


Fæðingu Aþenu bar að með þeim hætti að hún stökk alsköpuð og í fullum herklæðum úr höfði Seifs sem hafði gleypt Metisi móður hennar. Hér sést þessi fæðing á leirkeri frá 550–525 f.Kr. Seifur er til vinstri á myndinni og úr höfði hans kemur Aþena. Hægra megin er gyðjan Hera sem var kona Seifs.

Í tuttugustu bók Ilíonskviðu taka guðirnir á ný þátt í bardaganum: Hera, Aþena, Póseidon, Hermes og Hefæstos berjast með Akkeum en Ares, Apollon, Artemis og Afródíta auk annarra berjast með Trójumönnum. Í tuttugustu og fyrstu bók berst Aþena á móti Afródítu og Aresi og hefur betur. Átökum Aþenu og Aresar lýsir Hómer svo í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar:

Að því mæltu lagði Ares í hinn ógurlega, skúfaða ægisskjöld, þann er jafnvel reiðarslag Seifs vinnur ekki á. Þar í lagði hinn blóðflekkaði Ares hinu langa spjóti sínu. Aþena hopaði aftur, og þreif með sinni þreknu hendi stein einn, er lá á vellinum; hann var svartur, hrufóttur og mikill; það var marksteinn, er fornmenn höfðu sett þar. Með þeim steini laust hún Ares, og kom á hálsinn; varð Ares óvígur, og féll hann; lagði hann undir sig sjö plógslönd, þar sem hann lá; varð þá hár hans moldugt, og vopnin glömruðu alla vega utan á honum. Þá hló Pallas Aþena [...] (Ilíonskviða 21.400 o. áfr.)

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:...