Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?

Árni Helgason

Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands.Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum.

Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök sín í Bretlandi á 14. öld þegar dómarar tóku að klæðast skikkjum. Sá klæðnaður var þó ekki alls kostar óvanalegur í þá daga því þeir sem heimsóttu konungshöll Eðvarðs þriðja konungs klæddust slíkum skikkjum. Klæðnaðurinn festist smám saman í sessi og í kjölfarið breiddist þessi hefð út um heiminn. Skikkjan varð þannig að einkennisklæðnaði fyrir lögmenn og dómara og var meðal annars tekin upp hér á landi eftir að Hæstiréttur tók til starfa.

Á vef Hæstaréttar segir að þegar dómurinn tók til starfa árið 1920 hafi verið tekin upp sú venja „að dómarar og lögmenn klæddust sérstökum skikkjum við málflutninginn, og mun það hafa verið gert að áeggjan fyrstu hæstaréttarlögmannanna, þeirra Eggerts Claessen og Sveins Björnssonar, síðar forseta Íslands“.

Skikkjur dómara og lögmanna eru útfærðar á mismunandi hátt á hverjum stað. Hér á landi eru skikkjurnar svartar með bláum boðungum. Áður var í gildi reglugerð um skikkjur dómara og málflytjenda en hún féll úr gildi árið 1996.

Skikkjan hefur ákveðna skírskotun í hlutverk dómstóla og réttarkerfisins. Með því að dómarar klæðist skikkju við störf sín er undirstrikað að þeir sinna ákveðnu hlutverki og koma fram sem fulltrúar dómsvaldsins en ekki í eigin nafni. Dómstólar hafa það hlutverk að túlka lög og reglur sem sett eru af hinum þáttum ríkisvaldsins, það er löggjafavaldinu og framkvæmdarvaldinu og dómarar eru handhafar og andlit dómsvaldsins. Réttlætisgyðjan sem sést víða í dómsölum haldandi á vogaskálum vísar ennfremur í það hlutverk dómara að vega og meta rök málsaðila og komast að niðurstöðu í hverju máli.

Heimild og mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

8.6.2009

Spyrjandi

Eyrún Ingadóttir

Tilvísun

Árni Helgason. „Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2009. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51211.

Árni Helgason. (2009, 8. júní). Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51211

Árni Helgason. „Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2009. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51211>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?
Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands.Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum.

Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök sín í Bretlandi á 14. öld þegar dómarar tóku að klæðast skikkjum. Sá klæðnaður var þó ekki alls kostar óvanalegur í þá daga því þeir sem heimsóttu konungshöll Eðvarðs þriðja konungs klæddust slíkum skikkjum. Klæðnaðurinn festist smám saman í sessi og í kjölfarið breiddist þessi hefð út um heiminn. Skikkjan varð þannig að einkennisklæðnaði fyrir lögmenn og dómara og var meðal annars tekin upp hér á landi eftir að Hæstiréttur tók til starfa.

Á vef Hæstaréttar segir að þegar dómurinn tók til starfa árið 1920 hafi verið tekin upp sú venja „að dómarar og lögmenn klæddust sérstökum skikkjum við málflutninginn, og mun það hafa verið gert að áeggjan fyrstu hæstaréttarlögmannanna, þeirra Eggerts Claessen og Sveins Björnssonar, síðar forseta Íslands“.

Skikkjur dómara og lögmanna eru útfærðar á mismunandi hátt á hverjum stað. Hér á landi eru skikkjurnar svartar með bláum boðungum. Áður var í gildi reglugerð um skikkjur dómara og málflytjenda en hún féll úr gildi árið 1996.

Skikkjan hefur ákveðna skírskotun í hlutverk dómstóla og réttarkerfisins. Með því að dómarar klæðist skikkju við störf sín er undirstrikað að þeir sinna ákveðnu hlutverki og koma fram sem fulltrúar dómsvaldsins en ekki í eigin nafni. Dómstólar hafa það hlutverk að túlka lög og reglur sem sett eru af hinum þáttum ríkisvaldsins, það er löggjafavaldinu og framkvæmdarvaldinu og dómarar eru handhafar og andlit dómsvaldsins. Réttlætisgyðjan sem sést víða í dómsölum haldandi á vogaskálum vísar ennfremur í það hlutverk dómara að vega og meta rök málsaðila og komast að niðurstöðu í hverju máli.

Heimild og mynd: ...