Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum og í Sturlunga sögu og Biskupa sögum er enn að finna ný nöfn. Þessi nöfn mynda kjarnann í íslenskum nafnaforða en ýmiss konar tískustraumar bættu í hann nýjum nöfnum eftir því sem tímar liðu. Í raun er það skilgreiningaratriði hvort telja eigi þessi nöfn íslensk nöfn. Þau eru að mestum hluta vesturnorræn, það er bárust hingað með norskum landnámsmönnum. Fáein eru austurnorræn, það er koma frá Svíþjóð eða Danmörku eins og Uni, Garðar og Vagn. Norrænu nöfnin eiga mörg rætur að rekja til sameiginlegs germansks arfs. Sum hafa borist til Norðurlanda frá Englandi eða Þýskalandi eins og Angantýr, Vilborg og Hlöðver.

Eins og kunnugt er fluttu landnámsmenn með sér keltneska þræla til landsins og ýmis nöfn, sem þetta fólk bar, urðu hluti nafnaforðans eins og Kjartan, Njáll og Melkorka.

Eftir kristnitöku árið 1000 var fjöldi nafna sóttur í Biblíuna eða rit um heilaga menn og konur. Í tengslum við kristni komst einnig á sá siður að skeyta forliðnum Krist- framan við innlenda viðliði. Elstu nöfn af þessum toga eru Kriströður og Kristrún sem bæði þekkjast frá 13. öld.

Strangt til tekið er allur hinn forni nafnaforði aðfluttur á einn eða annan hátt. Íslendingar hafa þó lengi litið á þau nöfn sem finna má í elstu íslenskum heimildum sem íslensk á sama hátt og litið er á tungumálið sem íslenskt alveg frá landnámsöld þótt það berist í raun í upphafi frá Noregi.

Mörg nöfn eru vissulega búin til hérlendis. Á það einkum við um samsett nöfn sem oft eru orðin þannig til að verið er að gefa barni nafn í höfuðið á afa og ömmu. Þannig mun Feldís vera sett saman úr nöfnunum Felix og Herdís, og ein Eydís fékk nafn eftir Einari og Þórdísi. Dæmi um samsett nöfn eru Heiðmundur, Heiðný og Heiðrós sem öll hafa forliðinn Heið- en mismunandi viðliði, -mundur, -ný og -rós sem þekkjast úr öðrum nöfnum. Sólbrá og Sólbrún munu vera íslenskar nýmyndanir. Sóllilja er einnig íslensk nýmyndun upprunnin fyrir vestan og þangað sótti Halldór Laxness nafnið á Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. Þetta eru aðeins fáein dæmi af fjölmörgum.

Ósamsett nöfn, sem tekin hafa verið upp hérlendis, eru miklu færri. Nefna má Ynja, Æska, Hekla, Katla, Vin, Viðar, Þorri, Þengill. Sá siður hefur einmitt verið ríkjandi um skeið að leita að stuttum, íslenskum orðum úr almennum orðaforða til nafngjafa, til dæmis Stormur, Þoka og Vísa.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.7.2005

Spyrjandi

Kolbrún Arnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru til einhver séríslensk mannanöfn?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2005, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5126.

Guðrún Kvaran. (2005, 12. júlí). Eru til einhver séríslensk mannanöfn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5126

Guðrún Kvaran. „Eru til einhver séríslensk mannanöfn?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2005. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til einhver séríslensk mannanöfn?
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum og í Sturlunga sögu og Biskupa sögum er enn að finna ný nöfn. Þessi nöfn mynda kjarnann í íslenskum nafnaforða en ýmiss konar tískustraumar bættu í hann nýjum nöfnum eftir því sem tímar liðu. Í raun er það skilgreiningaratriði hvort telja eigi þessi nöfn íslensk nöfn. Þau eru að mestum hluta vesturnorræn, það er bárust hingað með norskum landnámsmönnum. Fáein eru austurnorræn, það er koma frá Svíþjóð eða Danmörku eins og Uni, Garðar og Vagn. Norrænu nöfnin eiga mörg rætur að rekja til sameiginlegs germansks arfs. Sum hafa borist til Norðurlanda frá Englandi eða Þýskalandi eins og Angantýr, Vilborg og Hlöðver.

Eins og kunnugt er fluttu landnámsmenn með sér keltneska þræla til landsins og ýmis nöfn, sem þetta fólk bar, urðu hluti nafnaforðans eins og Kjartan, Njáll og Melkorka.

Eftir kristnitöku árið 1000 var fjöldi nafna sóttur í Biblíuna eða rit um heilaga menn og konur. Í tengslum við kristni komst einnig á sá siður að skeyta forliðnum Krist- framan við innlenda viðliði. Elstu nöfn af þessum toga eru Kriströður og Kristrún sem bæði þekkjast frá 13. öld.

Strangt til tekið er allur hinn forni nafnaforði aðfluttur á einn eða annan hátt. Íslendingar hafa þó lengi litið á þau nöfn sem finna má í elstu íslenskum heimildum sem íslensk á sama hátt og litið er á tungumálið sem íslenskt alveg frá landnámsöld þótt það berist í raun í upphafi frá Noregi.

Mörg nöfn eru vissulega búin til hérlendis. Á það einkum við um samsett nöfn sem oft eru orðin þannig til að verið er að gefa barni nafn í höfuðið á afa og ömmu. Þannig mun Feldís vera sett saman úr nöfnunum Felix og Herdís, og ein Eydís fékk nafn eftir Einari og Þórdísi. Dæmi um samsett nöfn eru Heiðmundur, Heiðný og Heiðrós sem öll hafa forliðinn Heið- en mismunandi viðliði, -mundur, -ný og -rós sem þekkjast úr öðrum nöfnum. Sólbrá og Sólbrún munu vera íslenskar nýmyndanir. Sóllilja er einnig íslensk nýmyndun upprunnin fyrir vestan og þangað sótti Halldór Laxness nafnið á Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki. Þetta eru aðeins fáein dæmi af fjölmörgum.

Ósamsett nöfn, sem tekin hafa verið upp hérlendis, eru miklu færri. Nefna má Ynja, Æska, Hekla, Katla, Vin, Viðar, Þorri, Þengill. Sá siður hefur einmitt verið ríkjandi um skeið að leita að stuttum, íslenskum orðum úr almennum orðaforða til nafngjafa, til dæmis Stormur, Þoka og Vísa....