Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?

Baldur S. Blöndal

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því?

Í stuttu máli má segja að rökin fyrir því að banna endurupptöku ættarnafna séu sjónarmið um hvort tveggja vernd ættarnafna og stuðningur við siðinn að kenna sig við annað hvort foreldri. Sérstaða ættarnafna felst í því að þau eru síðasta nafn nafnberans. Thoroddsen er ættarnafn hjá Gunnari Pálssyni Thoroddsen en millinafn hjá Gunnari Thoroddsen Pálssyni.

Núgildandi mannanafnalög öðluðust gildi árið 1997. Í athugasemdum við lögin er lögð áhersla á að ættarnöfn eigi að „njóta ríkari nafnverndar en eiginnöfn“ enda sé það „ríkjandi skoðun í persónurétti, bæði íslenskum og erlendum“.[1] Meðal markmiða hinna nýju laga var að vernda ættarnöfnin og styðja þann sið að kenna fólk við annað hvort foreldri enda nýtur Ísland sérstöðu að þessu leiti þar sem þessi siður er jafn gamall og landið sjálft.

Ljósmynd af gestum á ættarmóti árið 1944. Á myndinni eru allmargir sem bera ættarnöfn.

Ættarnöfn njóta ríkrar verndar samkvæmt núverandi lögum og einstaklingum er eingöngu heimilt að taka þau upp sem millinafn „hafi eitthvert alsystkini hans, foreldri, afi eða amma borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn“. Einnig er mönnum frjálst að taka upp ný millinöfn en þau mega ekki taka nefnifallsendingu. Því væri ekki heimilt að taka upp eiginnafn sem millinafn og skapa því þannig sess sem nokkurs konar ættarnafnsígildi. Þó hafa nokkur millinöfn náð því, meðal annars Áss, Dan, Brim, Blómkvist og Reykfjörð. Þessi nöfn njóta þó engrar verndar og því væri erfitt fyrir fjölskyldu að skapa sér einhverskonar sérstöðu á grundvelli þeirra þar sem hver sem er gæti tekið millinafnið upp.

Ættarnöfnum er ætlað að skilgreina eina „ætt“ frá öðrum og á þá að vera hægt að rekja ættir til þess einstakling sem tók ættarnafnið upp. Sem dæmi má nefna ættarnafnið Snævarr sem Valdemar Valvesson tók upp árið 1920 vegna þess að honum þótti Valves of „útlenskulegt“ nafn. Ættu þá öll þau sem bera ættarnafnið Snævarr að geta rakið ættir sínar aftur til hans.

Þeim sem báru ættarnöfn við gildistöku mannanafnalaga 1996 eða 1991 er heimilt að halda þeim ásamt niðjum þeirra, sem er þá einnig heimilt að taka þau upp, ef ættarnafnaberinn hefði hins vegar látist fyrir 1991 væri mér ekki heimilt að taka það upp.

Ættarnafnamenning á Íslandi hefur sætt gagnrýni fyrir þær sakir að hún ýti undir stéttskiptingu. Benný Sif Ísleifsdóttir orðar þetta svona í lokaritgerð sinni í þjóðfræði:

Ættarnöfnin eru „ekta“ og fágæti þeirra er varið með lögum en millinöfnin eru einungis „ódýr eftirlíking“ sem enginn lítur við eigi hann kost á öðru – enda eru þau ekki varin gegn offramboði og geta því ekki náð því verðgildi sem sum ættarnöfn kannski ná. Löggjöfin viðheldur vinsældum ættarnafna. Með því að verja fágæti þeirra skapa yfirvöld ákveðnum hópum samfélagsins aðstæður til að gera sitt ættarnafn að vernduðu vörumerki.

Í áformum um ný mannanafnalög sem birt voru á samráðsgátt er ætlunin að heimila upptöku nýrra og gamalla ættarnafna sem síðasta nafn. Þessar hugmyndir koma í kjölfar mikillar umræðu um eldri lög og gagnrýni sem úrskurðir mannanafnanefndar hafa sætt. Því hefur verið haldið fram að lögin séu of ströng og að hlutverk mannanafnanefndar sé úrelt í nútímasamfélagi. Rétturinn til nafns nýtur verndar ákvæða um friðhelgi heimilis og einkalífs í 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Tilvísun:
  1. ^ Frumvarp til laga um mannanöfn - Alþingi. (Sótt 24.01.2020).

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

21.4.2020

Síðast uppfært

16.2.2021

Spyrjandi

Brynja Þorbjörnsdóttir og Snorri B.

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2020, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77769.

Baldur S. Blöndal. (2020, 21. apríl). Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77769

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2020. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna má ég ekki taka upp ættarnafn langafa míns?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég var að lesa grein um það af hverju má ekki taka upp ný ættarnöfn og langar í framhaldinu til að spyrja af hverju maður má ekki taka upp ættarnafn ættar sinnar þegar það hefur ekki verið nýtt af 2 ættliðum? Hvaða rök eru fyrir því?

Í stuttu máli má segja að rökin fyrir því að banna endurupptöku ættarnafna séu sjónarmið um hvort tveggja vernd ættarnafna og stuðningur við siðinn að kenna sig við annað hvort foreldri. Sérstaða ættarnafna felst í því að þau eru síðasta nafn nafnberans. Thoroddsen er ættarnafn hjá Gunnari Pálssyni Thoroddsen en millinafn hjá Gunnari Thoroddsen Pálssyni.

Núgildandi mannanafnalög öðluðust gildi árið 1997. Í athugasemdum við lögin er lögð áhersla á að ættarnöfn eigi að „njóta ríkari nafnverndar en eiginnöfn“ enda sé það „ríkjandi skoðun í persónurétti, bæði íslenskum og erlendum“.[1] Meðal markmiða hinna nýju laga var að vernda ættarnöfnin og styðja þann sið að kenna fólk við annað hvort foreldri enda nýtur Ísland sérstöðu að þessu leiti þar sem þessi siður er jafn gamall og landið sjálft.

Ljósmynd af gestum á ættarmóti árið 1944. Á myndinni eru allmargir sem bera ættarnöfn.

Ættarnöfn njóta ríkrar verndar samkvæmt núverandi lögum og einstaklingum er eingöngu heimilt að taka þau upp sem millinafn „hafi eitthvert alsystkini hans, foreldri, afi eða amma borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn“. Einnig er mönnum frjálst að taka upp ný millinöfn en þau mega ekki taka nefnifallsendingu. Því væri ekki heimilt að taka upp eiginnafn sem millinafn og skapa því þannig sess sem nokkurs konar ættarnafnsígildi. Þó hafa nokkur millinöfn náð því, meðal annars Áss, Dan, Brim, Blómkvist og Reykfjörð. Þessi nöfn njóta þó engrar verndar og því væri erfitt fyrir fjölskyldu að skapa sér einhverskonar sérstöðu á grundvelli þeirra þar sem hver sem er gæti tekið millinafnið upp.

Ættarnöfnum er ætlað að skilgreina eina „ætt“ frá öðrum og á þá að vera hægt að rekja ættir til þess einstakling sem tók ættarnafnið upp. Sem dæmi má nefna ættarnafnið Snævarr sem Valdemar Valvesson tók upp árið 1920 vegna þess að honum þótti Valves of „útlenskulegt“ nafn. Ættu þá öll þau sem bera ættarnafnið Snævarr að geta rakið ættir sínar aftur til hans.

Þeim sem báru ættarnöfn við gildistöku mannanafnalaga 1996 eða 1991 er heimilt að halda þeim ásamt niðjum þeirra, sem er þá einnig heimilt að taka þau upp, ef ættarnafnaberinn hefði hins vegar látist fyrir 1991 væri mér ekki heimilt að taka það upp.

Ættarnafnamenning á Íslandi hefur sætt gagnrýni fyrir þær sakir að hún ýti undir stéttskiptingu. Benný Sif Ísleifsdóttir orðar þetta svona í lokaritgerð sinni í þjóðfræði:

Ættarnöfnin eru „ekta“ og fágæti þeirra er varið með lögum en millinöfnin eru einungis „ódýr eftirlíking“ sem enginn lítur við eigi hann kost á öðru – enda eru þau ekki varin gegn offramboði og geta því ekki náð því verðgildi sem sum ættarnöfn kannski ná. Löggjöfin viðheldur vinsældum ættarnafna. Með því að verja fágæti þeirra skapa yfirvöld ákveðnum hópum samfélagsins aðstæður til að gera sitt ættarnafn að vernduðu vörumerki.

Í áformum um ný mannanafnalög sem birt voru á samráðsgátt er ætlunin að heimila upptöku nýrra og gamalla ættarnafna sem síðasta nafn. Þessar hugmyndir koma í kjölfar mikillar umræðu um eldri lög og gagnrýni sem úrskurðir mannanafnanefndar hafa sætt. Því hefur verið haldið fram að lögin séu of ströng og að hlutverk mannanafnanefndar sé úrelt í nútímasamfélagi. Rétturinn til nafns nýtur verndar ákvæða um friðhelgi heimilis og einkalífs í 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Tilvísun:
  1. ^ Frumvarp til laga um mannanöfn - Alþingi. (Sótt 24.01.2020).

Heimildir:

Mynd:...