Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna:

Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgrím, eða sá er Oddur hét fyrst skyldi heita af hans nafni Þóroddur sem Þorgrímur kvað um Snorra goða og Odd son hans, er hann kallaði Þórodd, eða Þorbergur, Þórálfur, Þorleifur, Þorgeir. Enn eru fleiri nöfn dregin af þeim guðum og ásum þó að af Þór sé flest. Menn höfðu þá mjög tvö nöfn. Þótti það líklegt til langlífis og heilla, þótt nokkrir fyrirmælti þeim við guðinn, þá mundi það ekki skaða ef þeir ætti annað nafn.

Ekki er ljóst hvernig túlka skal þennan kafla Hauksbókar því að fá dæmi virðast um það í fornum sögum að menn hafi borið tvö nöfn. Í Sturlungu er maður nefndur Magnús Agnar Andrésson og virðist hann eini tvínefndi maðurinn í því verki.

Frá krýningu Kristjáns konungs fjórða árið 1596. Hann gaf þeim börnum sínum sem fæddust eftir 1611 tvö nöfn en það mun hafa ýtt verulega undir tvínefnatískuna þar í landi.

Í fornbréfum og skjölum virðast engin dæmi um að karlar eða konur hafi borið tvö nöfn nema ef frá eru skilin klaustranöfn eins og Þórunn Agnes. Konur fengu stundum nafn heilagrar meyjar til viðbótar við eiginnafn þegar þær gengu í klaustur. Sá siður barst hingað til lands seint á 17. öld. Það mun hafa ýtt verulega undir tvínefnatískuna þar í landi að Kristján konungur fjórði gaf þeim börnum sínum sem fæddust eftir 1611 tvö nöfn.

Í manntalinu frá 1703, því fyrsta sem tekið var hér á landi, eru nefnd systkinin Axel Friðrik Jónsson og Sesselja Kristín Jónsdóttir. Móðir þessara barna var dönsk og talið er að börnin hafi fæðst í Danmörku.

Það er ekki fyrr en kemur fram undir lok 18. aldar að tvínefnum fer að fjölga. Í manntali 1801 ber 51 Íslendingur tvö nöfn, þar af 14 karlmenn. Það kemur á óvart að enginn Jón hét tveimur nöfnum og engin Guðrún en þessi nöfn voru langalgengust hér á landinu um þessar mundir og reyndar um aldir. Tvínefnin hafa því ekki verið til aðgreiningar á fólki heldur fyrst og fremst vegna þess að mörgum hefur fallið þessi danski siður vel í geð. Má það meðal annars sjá af því hve mörg nafnanna áttu sér erlendan uppruna, til dæmis Dorothea, Jens, Hans, Soffía, eða voru algengar samsetningar í Danmörku, til dæmis Anna María, Anna Sofia (Sophia), Hans Jakob.

Þegar leið á 19. öldina jukust vinsældir tvínefnanna verulega, einkum upp úr 1830. Einnig bar nokkuð á þrínefnum. Alls virðast 1058 manns hafa borið tvö nöfn og 30 þrjú nöfn samkvæmt úrvinnslu á manntalinu frá 1845. Og tvínefnum hélt áfram að fjölga. Samkvæmt manntali 1910 hét einn fimmti hluti allra karlmanna fleiri nöfnum en einu og einn fjórði hluti kvenna og samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands fyrir nokkrum árum fengu 84,6% barna tvö nöfn eða fleiri árið 2007.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Bls. 36. Forlagið, Reykjavík. (Einnig skal bent á inngang fyrri útgáfu frá 1991, bls. 43-47).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.7.2015

Spyrjandi

Arnar Freyr Kristinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2015. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70070.

Guðrún Kvaran. (2015, 31. júlí). Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70070

Guðrún Kvaran. „Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2015. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?
Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna:

Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgrím, eða sá er Oddur hét fyrst skyldi heita af hans nafni Þóroddur sem Þorgrímur kvað um Snorra goða og Odd son hans, er hann kallaði Þórodd, eða Þorbergur, Þórálfur, Þorleifur, Þorgeir. Enn eru fleiri nöfn dregin af þeim guðum og ásum þó að af Þór sé flest. Menn höfðu þá mjög tvö nöfn. Þótti það líklegt til langlífis og heilla, þótt nokkrir fyrirmælti þeim við guðinn, þá mundi það ekki skaða ef þeir ætti annað nafn.

Ekki er ljóst hvernig túlka skal þennan kafla Hauksbókar því að fá dæmi virðast um það í fornum sögum að menn hafi borið tvö nöfn. Í Sturlungu er maður nefndur Magnús Agnar Andrésson og virðist hann eini tvínefndi maðurinn í því verki.

Frá krýningu Kristjáns konungs fjórða árið 1596. Hann gaf þeim börnum sínum sem fæddust eftir 1611 tvö nöfn en það mun hafa ýtt verulega undir tvínefnatískuna þar í landi.

Í fornbréfum og skjölum virðast engin dæmi um að karlar eða konur hafi borið tvö nöfn nema ef frá eru skilin klaustranöfn eins og Þórunn Agnes. Konur fengu stundum nafn heilagrar meyjar til viðbótar við eiginnafn þegar þær gengu í klaustur. Sá siður barst hingað til lands seint á 17. öld. Það mun hafa ýtt verulega undir tvínefnatískuna þar í landi að Kristján konungur fjórði gaf þeim börnum sínum sem fæddust eftir 1611 tvö nöfn.

Í manntalinu frá 1703, því fyrsta sem tekið var hér á landi, eru nefnd systkinin Axel Friðrik Jónsson og Sesselja Kristín Jónsdóttir. Móðir þessara barna var dönsk og talið er að börnin hafi fæðst í Danmörku.

Það er ekki fyrr en kemur fram undir lok 18. aldar að tvínefnum fer að fjölga. Í manntali 1801 ber 51 Íslendingur tvö nöfn, þar af 14 karlmenn. Það kemur á óvart að enginn Jón hét tveimur nöfnum og engin Guðrún en þessi nöfn voru langalgengust hér á landinu um þessar mundir og reyndar um aldir. Tvínefnin hafa því ekki verið til aðgreiningar á fólki heldur fyrst og fremst vegna þess að mörgum hefur fallið þessi danski siður vel í geð. Má það meðal annars sjá af því hve mörg nafnanna áttu sér erlendan uppruna, til dæmis Dorothea, Jens, Hans, Soffía, eða voru algengar samsetningar í Danmörku, til dæmis Anna María, Anna Sofia (Sophia), Hans Jakob.

Þegar leið á 19. öldina jukust vinsældir tvínefnanna verulega, einkum upp úr 1830. Einnig bar nokkuð á þrínefnum. Alls virðast 1058 manns hafa borið tvö nöfn og 30 þrjú nöfn samkvæmt úrvinnslu á manntalinu frá 1845. Og tvínefnum hélt áfram að fjölga. Samkvæmt manntali 1910 hét einn fimmti hluti allra karlmanna fleiri nöfnum en einu og einn fjórði hluti kvenna og samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands fyrir nokkrum árum fengu 84,6% barna tvö nöfn eða fleiri árið 2007.

Heimild:
  • Guðrún Kvaran. 2011. Nöfn Íslendinga. Ný útgáfa. Bls. 36. Forlagið, Reykjavík. (Einnig skal bent á inngang fyrri útgáfu frá 1991, bls. 43-47).

Mynd:...