Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirra.

Nafnið Múhameð hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum áratugum. Það er algengasta nafnið sem drengjum í London er gefið þessi misserin, vinsælla en nöfn eins og Jack, Daniel og Thomas, svo dæmi séu nefnd. Sama máli gegnir um nokkrar aðrar höfuðborgir í Evrópu, svo sem Brussel, París, Kaupmannahöfn og Osló.Boxarinn heimsfrægi Cassius Clay tók upp nafnið Muhammad Ali þegar hann gerðist múslími.

Á vefnum Wikipedia er að finna lista yfir algengustu mannanöfn í nokkrum löndum og á afmörkuðum svæðum heims. Takmarkaður fjöldi landa á þessum lista helgast sjálfsagt af því að upplýsingar af þessu tagi eru sjaldnast eins aðgengilegar og til dæmis hér á landi þar sem Hagstofa Íslands heldur utan um þessa tölfræði. Á síðunni Behind the Name má einnig nálgast lista yfir algeng nöfn í völdum löndum, aðallega í Evrópu.

Rétt er að taka fram að hér er oftast um að ræða þau nöfn sem vinsælast hefur verið að gefa börnum á síðustu árum, en það þurfa alls ekki að vera algengustu nöfnin þegar litið er á þjóðina í heild. Sem dæmi má nefna að vinsælustu nöfn á drengjum sem fæddust á Íslandi árið 2009, voru Alexander, Daníel og Jón og á stúlkum Anna, Rakel og Emilía/Emelía. Hins vegar eru Jón, Sigurður og Guðmundur algengustu karlmannsnöfnin og Guðrún, Anna og Sigríður algengustu kvenmannsnöfnin.

Það getur verið fróðlegt að skoða hvaða nöfn eru vinsæl í hinum ýmsu heimshlutum og hafa þá tungumál, menningu og trúarbrögð í huga. Í múslímaríkjum eru, auk Múhameðs, karlmannsnöfn eins og Ahmed, Hassan, Youssef og Abdul algeng, en af algengum kvenmannsnöfnum má meðal annars nefna Aya og Fatima.

Nokkra samsvörun má sjá í vinsælustu nöfnunum í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi en þar eru Jack, William, Oliver, Thomas, James og Joshua meðal algengustu karlmannsnafna en Emily, Olivia, Ruby, Amelia og Chloe dæmi um vinsæl kvenmannsnöfn. Í Bandaríkjunum voru vinsælustu strákanöfnin árið 2009 Jacob, Ethan, Michael, Alexander og William en Isabella, Emma, Olivia, Sophia og Ava vinsælustu stúlkunöfnin. Í efstu tíu sætunum voru fleiri nöfn sem einnig eru vinsæl í öðrum enskumælandi löndunum, svo sem Joshua, Daniel, Emily og Chloe.Tvíburarnir Emma og Ethan bera nokkuð dæmigerð nöfn ef marka má listann yfir algengustu nöfn barna í Bandaríkjunum. Emma er reyndar líka vinsælt stúlkunafn á Norðurlöndunum og hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi, þar sem það er í 22. sæti á listanum yfir einnefni og fyrsta nafn meybarna fæddra 2009.

Ef við lítum okkur nær og horfum til Norðurlandanna, nánar tiltekið Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, má sjá að karlmannsnafnið Lucas og kvenmannsnafnið Emma eru mjög vinsæl í öllum þessum löndum nú um stundir. Í Noregi var algengast árið 2009 að gefa drengjum nöfnin Lucas, Emil, Alexander, Oliver og Mathias og stúlkum nöfnin Emma, Linnea, Nora, Sofie og Sara. Í Svíþjóð voru flestir strákar fæddir 2009 skírðir Lucas, Elias, Oscar, William og Hugo en algengustu stúlkunöfnin voru Alice, Maja, Ella, Emma og Elsa. Í Danmörku voru það svo nöfnin Mikkael, Lucas, William, Emil og Noah sem flestir drengir fengu árið 2009 og Freja, Ida, Emma, Lærka og Caroline meðal stúlkna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.12.2010

Spyrjandi

Máni Huginsson, Guðný Ellen, Sólrún Svana Pétursdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2010. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=57090.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 15. desember). Hvert er algengasta mannsnafn í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57090

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2010. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57090>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?
Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirra.

Nafnið Múhameð hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum áratugum. Það er algengasta nafnið sem drengjum í London er gefið þessi misserin, vinsælla en nöfn eins og Jack, Daniel og Thomas, svo dæmi séu nefnd. Sama máli gegnir um nokkrar aðrar höfuðborgir í Evrópu, svo sem Brussel, París, Kaupmannahöfn og Osló.Boxarinn heimsfrægi Cassius Clay tók upp nafnið Muhammad Ali þegar hann gerðist múslími.

Á vefnum Wikipedia er að finna lista yfir algengustu mannanöfn í nokkrum löndum og á afmörkuðum svæðum heims. Takmarkaður fjöldi landa á þessum lista helgast sjálfsagt af því að upplýsingar af þessu tagi eru sjaldnast eins aðgengilegar og til dæmis hér á landi þar sem Hagstofa Íslands heldur utan um þessa tölfræði. Á síðunni Behind the Name má einnig nálgast lista yfir algeng nöfn í völdum löndum, aðallega í Evrópu.

Rétt er að taka fram að hér er oftast um að ræða þau nöfn sem vinsælast hefur verið að gefa börnum á síðustu árum, en það þurfa alls ekki að vera algengustu nöfnin þegar litið er á þjóðina í heild. Sem dæmi má nefna að vinsælustu nöfn á drengjum sem fæddust á Íslandi árið 2009, voru Alexander, Daníel og Jón og á stúlkum Anna, Rakel og Emilía/Emelía. Hins vegar eru Jón, Sigurður og Guðmundur algengustu karlmannsnöfnin og Guðrún, Anna og Sigríður algengustu kvenmannsnöfnin.

Það getur verið fróðlegt að skoða hvaða nöfn eru vinsæl í hinum ýmsu heimshlutum og hafa þá tungumál, menningu og trúarbrögð í huga. Í múslímaríkjum eru, auk Múhameðs, karlmannsnöfn eins og Ahmed, Hassan, Youssef og Abdul algeng, en af algengum kvenmannsnöfnum má meðal annars nefna Aya og Fatima.

Nokkra samsvörun má sjá í vinsælustu nöfnunum í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi en þar eru Jack, William, Oliver, Thomas, James og Joshua meðal algengustu karlmannsnafna en Emily, Olivia, Ruby, Amelia og Chloe dæmi um vinsæl kvenmannsnöfn. Í Bandaríkjunum voru vinsælustu strákanöfnin árið 2009 Jacob, Ethan, Michael, Alexander og William en Isabella, Emma, Olivia, Sophia og Ava vinsælustu stúlkunöfnin. Í efstu tíu sætunum voru fleiri nöfn sem einnig eru vinsæl í öðrum enskumælandi löndunum, svo sem Joshua, Daniel, Emily og Chloe.Tvíburarnir Emma og Ethan bera nokkuð dæmigerð nöfn ef marka má listann yfir algengustu nöfn barna í Bandaríkjunum. Emma er reyndar líka vinsælt stúlkunafn á Norðurlöndunum og hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi, þar sem það er í 22. sæti á listanum yfir einnefni og fyrsta nafn meybarna fæddra 2009.

Ef við lítum okkur nær og horfum til Norðurlandanna, nánar tiltekið Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, má sjá að karlmannsnafnið Lucas og kvenmannsnafnið Emma eru mjög vinsæl í öllum þessum löndum nú um stundir. Í Noregi var algengast árið 2009 að gefa drengjum nöfnin Lucas, Emil, Alexander, Oliver og Mathias og stúlkum nöfnin Emma, Linnea, Nora, Sofie og Sara. Í Svíþjóð voru flestir strákar fæddir 2009 skírðir Lucas, Elias, Oscar, William og Hugo en algengustu stúlkunöfnin voru Alice, Maja, Ella, Emma og Elsa. Í Danmörku voru það svo nöfnin Mikkael, Lucas, William, Emil og Noah sem flestir drengir fengu árið 2009 og Freja, Ida, Emma, Lærka og Caroline meðal stúlkna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...