Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver voru algeng nöfn víkinga?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir um nöfn karla og kvenna frá þeim tíma sem kallaður hefur verið víkingaöld (um 800-1050).

Í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaritum er víða nefnt að menn hafi haldið í víking, sem virðist hafa verið blanda af ráns- og verslunarferðum, og báru þeir algeng norræn nöfn sem flest þekkjast enn í dag, sömu nöfn og nefnd eru til dæmis í Landnámu. Þar sem tíðni nafna frá þessum tíma er ekki aðgengileg er ekki unnt að segja neitt með vissu um algeng nöfn víkinga. Það vekur hins vegar athygli hversu nafn þrumuguðsins Þórs var algengt um það leyti sem Ísland byggðist þótt aldrei kæmi það fram ósamsett. Nefna má Þorbjörn, Þorgeir, Þorgrímur, Þorkell, Þorsteinn, Þórður, Þórir, Þórarinn. Önnur algeng karlmannsnöfn voru til dæmis Helgi, Ketill, Björn, Grímur, Einar og Eyvindur. Áhugavert verkefni væri að tína saman nöfn þeirra manna sem héldu í víking en það bíður betri tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

11.5.2011

Spyrjandi

Jóhann Gísli Jónsson, f. 2000

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver voru algeng nöfn víkinga?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2011. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=58868.

Guðrún Kvaran. (2011, 11. maí). Hver voru algeng nöfn víkinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58868

Guðrún Kvaran. „Hver voru algeng nöfn víkinga?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2011. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58868>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.