Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint?

Ekki er til ein samræmd skilgreining á stjórnsýsluhugtakinu. Með stjórnsýslu er oftast átt við opinbera stjórnsýslu (e. public administration), sem í sinni víðustu merkingu felur einfaldlega í sér alla þá starfsemi sem lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Samkvæmt þessari skilgreiningu nær opinber stjórnsýsla yfir starfsemi stofnana framkvæmdavaldsins, það er alla starfsemi almannavalds sem ekki telst til löggjafar eða dómgæslu, til dæmis starfsemi ráðuneyta, ríkisstofnana og sveitarfélaga.

Algengt er að notast við þrengri skilgreiningu. Þá er litið á opinbera stjórnsýslu sem verkefni ráðuneyta og stjórnsýslustofnana. Þeim er meðal annars ætlað að sinna stefnumótun, samhæfingu og eftirliti á málefnasviðum sem undir þær heyra, auk þess að taka svonefndar stjórnvaldsákvarðanir, en það eru þær ákvarðanir sem varða réttindi og skyldur borgara samkvæmt lögum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

14.7.2005

Spyrjandi

Sigurlaug Stefánsdóttir

Höfundur

lektor við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands

Tilvísun

Ómar Hlynur Kristmundsson. „Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint? “ Vísindavefurinn, 14. júlí 2005. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5133.

Ómar Hlynur Kristmundsson. (2005, 14. júlí). Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5133

Ómar Hlynur Kristmundsson. „Hvernig er hugtakið stjórnsýsla skilgreint? “ Vísindavefurinn. 14. júl. 2005. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5133>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.