Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör.

Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim Örfáar undantekningar eru frá þessu, svo sem hjá einhverjum tegundum stórra ófleygra fugla og vatnafugla.

Við kynmök fer karlinn upp á bak kerlu sinnar sem færir stélfjaðrir sínar til hliðar svo hann hafi greiðan aðgang að kynopi hennar. Fuglarnir leggja kynopin saman þannig að sæði getur flust frá karlfuglinum upp í eggrás kvenfuglsins. Þar er sæðið geymt í einhvern tíma, allt frá viku og upp í 100 daga eftir tegundum, eða þar til egg berst í eggrásina og frjóvgun verður. Sjálf kynmökin taka stuttan tíma en þau eru endurtekin mjög oft.Mök uglupars (í búri) af tegundinni Tyto alba. Karlinn kemur sér fyrir á baki kvenfuglsins og leggur kynop sitt við kynop hennar þannig að sæðið geti flust á milli.

Það má segja að mökin sjálf séu lokapunkturinn á mislöngu tilhugalífi fuglanna sem oft og tíðum hefst á vetrarstöðvunum þegar kynin fara að para sig. Tilhugalíf fugla er mjög breytilegt eftir tegundum. Sjónræn örvun leikur þar oft stórt hlutverk eins og litsterkar og mikilfenglegar stélfjaðrir páfuglanna í Asíu bera glöggt vitni um. Hljóð gegna líka mikilvægu hlutverki hjá fjölmörgum tegundum svo sem söngur (sjá svar sama höfundar við spurningunni Af hverju syngja fuglar?), titringur fjaðra og ýmsir smellir sem fuglar framkalla úr koki sínu. Einnig leikur ferómón stórt hlutverk í að heilla kvenfuglana, en það er hormón sem kemur við sögu í æxlun flestra dýrategunda og hefur örvandi áhrif.

Mynd: The Birdhouse Network

Útgáfudagur

18.7.2005

Spyrjandi

Kristbjörg Arna Albertsdóttir, f. 1990

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hafa fuglar mök?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2005. Sótt 24. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=5140.

Jón Már Halldórsson. (2005, 18. júlí). Hvernig hafa fuglar mök? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5140

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hafa fuglar mök?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2005. Vefsíða. 24. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5140>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

1978

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í íslensku umhverfi og matvælum, heildarútsetningu Íslendinga fyrir þungmálmum, áhrifum skipasiglinga á viðkvæmum norðurslóðum og magn plastagna sem sleppa út í hafið kringum landið.