Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiMálvísindi: íslenskÉg lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?
Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að láni úr ensku.
Í blaðinu Sunnanfara frá lokum 19. aldar stendur til dæmis: ,,Hvernig fílarðu“ og skýring er við og hún er ,,(Hvernig líðr þér)“. Hér hefði verið sagt á ensku: ,,How do you feel“. Annað dæmi sama eðlis er úr Eimreiðinni frá 1901: ,,Fílarðu ekki illa eftir trippið að norðan?“ Hér er merkingin ‘að líða illa’ eftir ferðina.
,,Fílarðu ekki illa eftir trippið að norðan?“ Mynd af mönnum á hestbaki í Reykjavík um 1900.
Mjög algengt er að tala um að fíla eitthvað, það er ‘líka vel við eitthvað’ og að einhver fíli sig einhvers staðar ’kunni vel við sig’.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Góðan daginn Vísindavefur! Ég lenti í hörkurifrildi við félaga minn um það hvort orðið "að fíla" (að fíla eitthvað) sé íslenskt eða enskt orð. Ég vil meina að orðið sé komið úr ensku því þeir segja "I feel you man" eða eitthvað álíka og í dag nota Íslendingar þetta orð á sama máta en hann vill meina að það sé komið með nýja merkingu. Getið þið sagt okkur hvaðan orðið er og hvort það sé enskt eða íslenskt?
Guðrún Kvaran. „Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2009, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51410.
Guðrún Kvaran. (2009, 12. mars). Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51410
Guðrún Kvaran. „Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2009. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51410>.