Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún sé enskusletta og því ekki æskileg, aðrir að hér sé um aðlagað aðkomuorð að ræða. Sögnin mæma er það ung í málinu að hún hefur ekki komist í orðabækur en fáein dæmi fundust við leit í Google.Látbragðsleikarinn Marcel Marceau.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

  • AP. Sótt 16.6.2011.

Útgáfudagur

23.6.2011

Spyrjandi

Silja Magnúsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið „mæma“ til í íslensku?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2011. Sótt 18. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=59690.

Guðrún Kvaran. (2011, 23. júní). Er orðið „mæma“ til í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59690

Guðrún Kvaran. „Er orðið „mæma“ til í íslensku?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2011. Vefsíða. 18. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59690>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.