Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?

Guðrún Kvaran

Hin svonefna "fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld og er höfundur ókunnur.

Höfundur ritgerðarinnar hefur verið afar vel að sér um klassíska latínuhefð og styðst við rit Priscianusar og Donatusar sem voru helstu málfræðingar fornaldar. Málfræðirit þeirra voru notuð við kennslu víða um Evrópu langt fram eftir öldum.

Efni ritgerðarinnar er hljóðfræði og hefur höfundur hennar verið mjög vel að sér um þá grein málfræðinnar og kann að beita henni á frumlegan hátt. Meginverk hans fólst í því að laga latneska stafrófið að hljóðkerfi íslensku. Hann var langt á undan samtíð sinni að nota svonefnd lágmarkspör en ekki var farið að nota þau við mállýsingu fyrr en komið var fram á 20. öld. Með lágmarkspari er átt við tvö orð, sem hafa ólíka merkingu og eru eins að öðru leyti en því að einu hljóði munar til þess að þau séu samhljóða. Sem dæmi mætti nefna: bar-kar, mar-far, par-var. Þarna eru samhljóðarnir í framstöðu merkingargreinandi.

Því hefur oft verið haldið fram að lýsingin á hljóðkerfi íslensku í fyrstu málfræðiritgerðinni sú besta sem til sé um nokkurt tungumál fram undir miðja 20. öld. Um fyrstu málfræðiritgerðina má t.d. lesa í riti Hreins Benediktssonar The First Grammatical Treatise frá 1972.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.7.2005

Spyrjandi

Hildur Ómarsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2005. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5145.

Guðrún Kvaran. (2005, 20. júlí). Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5145

Guðrún Kvaran. „Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2005. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5145>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þótti merkilegt við fyrstu málfræðiritgerðina?
Hin svonefna "fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld og er höfundur ókunnur.

Höfundur ritgerðarinnar hefur verið afar vel að sér um klassíska latínuhefð og styðst við rit Priscianusar og Donatusar sem voru helstu málfræðingar fornaldar. Málfræðirit þeirra voru notuð við kennslu víða um Evrópu langt fram eftir öldum.

Efni ritgerðarinnar er hljóðfræði og hefur höfundur hennar verið mjög vel að sér um þá grein málfræðinnar og kann að beita henni á frumlegan hátt. Meginverk hans fólst í því að laga latneska stafrófið að hljóðkerfi íslensku. Hann var langt á undan samtíð sinni að nota svonefnd lágmarkspör en ekki var farið að nota þau við mállýsingu fyrr en komið var fram á 20. öld. Með lágmarkspari er átt við tvö orð, sem hafa ólíka merkingu og eru eins að öðru leyti en því að einu hljóði munar til þess að þau séu samhljóða. Sem dæmi mætti nefna: bar-kar, mar-far, par-var. Þarna eru samhljóðarnir í framstöðu merkingargreinandi.

Því hefur oft verið haldið fram að lýsingin á hljóðkerfi íslensku í fyrstu málfræðiritgerðinni sú besta sem til sé um nokkurt tungumál fram undir miðja 20. öld. Um fyrstu málfræðiritgerðina má t.d. lesa í riti Hreins Benediktssonar The First Grammatical Treatise frá 1972.

Skoðið einnig svar sama höfundar við spurningunni Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin? ...