Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?

Haraldur Bernharðsson

Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði og síðast í Reykjavík.

Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 aðeins sautján ára gamall. Hann las málvísindi við Óslóarháskóla 1947-50 og 1952-54 og við Sorbonne í París 1951-52 og lauk magistersprófi í samanburðarmálfræði með latínu og hljóðfræði sem aukagreinar frá Óslóarháskóla 1954. Að magistersprófi loknu lagði Hreinn stund á framhaldsnám í germanskri samanburðarmálfræði við háskólana í Freiburg im Beisgau 1955-56 og Kiel 1956-57 og framhaldsnám í almennum málvísindum við Harvard-háskóla 1957-58 og lauk doktorsprófi í málvísindum frá Harvard-háskóla 1958.

Hreinn kenndi íslensku og ensku við Menntaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 og íslensku við háskólana í Ósló og Björgvin 1954-55. Haustið 1958 var Hreinn ráðinn prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og gegndi því embætti þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1998. Þá var Hreinn gistiprófessor við Wisconsin-háskóla í Madison 1962, háskólann í Kiel 1968 og Texas-háskóla í Austin 1973.

Rannsóknir Hreins voru fyrst og fremst á sviði sögulegra málvísinda og lutu einkum að íslenskri og norrænni málsögu, en einnig að germanskri og indóevrópskri samanburðarmálfræði. Ekki er ofmælt að segja að Hreinn hafi gjörbylt þekkingu okkar á íslenskri hljóðsögu með rannsóknum sínum þar sem hann beitti kenningum formgerðarstefnunnar (e. structuralism) til að varpa nýju ljósi á áður þekktar breytingar.

Fyrsta fræðilega grein Hreins, The Vowel System of Icelandic: A Survey of Its History (1959), fjallar um þróun íslenska sérhljóðakerfisins frá tólftu öld og fram á þá tuttugustu. Þar lýsir Hreinn fjölda breytinga sem áttu sér stað á sérhljóðakerfinu á þessum langa tíma og leiðir að því rök að allar þessar breytingar − allt frá sérhljóðasamruna á tólftu öld til „flámælisins“ svonefnda á nítjándu og tuttugustu öld − séu ein samhangandi keðja eðlislíkra breytinga. Greinin birtist árið 1959 í tímaritinu Word, sem þá var eitt virtasta málvísindatímarit heims, og vakti mikla athygli. Hreinn byggir greinina á doktorsritgerð sinni frá Harvard-háskóla, The Vowel System of Old Icelandic: Its Structure and Development (1958), og var hún sú fyrsta af fjölmörgum greinum Hreins um sögulega hljóðkerfisfræði þar sem hann fjallaði um einstaka þætti íslenskrar, norrænnar og germanskrar hljóðsögu.

Í þessari fyrstu grein Hreins birtast þegar þeir tveir þættir sem einkenna allan hans fræðimannsferil:

Í fyrsta lagi afburðaþekking á nýjustu kenningum í málvísindum. Í rannsóknum sínum á hljóðsögu beitti Hreinn nýjustu kenningum formgerðarstefnunnar og var þar undir miklum áhrifum frá tveimur forsprökkum Pragarskólans í hljóðkerfisfræði, Romans Jakobsons, sem var einn af kennurum Hreins við Harvard-háskóla, og André Martinets. Innan formgerðarstefnunnar er litið á tungumálið sem kerfi myndað úr fjölda eininga og hlutverk hverrar einingar í kerfinu ræðst öðru fremur af venslum hennar við aðrar einingar. Í hljóðsögurannsóknum sínum beitti Hreinn þessum aðferðum formgerðarstefnunnar þar sem einingar hljóðkerfisins, svonefnd hljóðön (e. phonemes), eru brotnar niður í aðgreinandi þætti (e. distinctive features). Breytingum á hljóðkerfinu lýsti Hreinn svo sem breytingum á venslum einstakra aðgreinandi þátta.

Í öðru lagi traust og yfirgripsmikil þekking sjálfum málheimildunum, einkum íslenskum og norskum miðaldahandritum. Til að skapa áreiðanlegan grundvöll fyrir hljóðsögurannsóknir sínar kannaði Hreinn sérstaklega elstu íslensku handritin, aldur þeirra og uppruna, stafsetningu á þeim og gildi stafsetningarbreytinga sem vitnisburðar um breytingar á framburði. Auk þess rannsakaði hann fornan kveðskap og beitti vitnisburði ríms og hrynjandi við hljóðsögurannsóknir.

Styrkur Hreins á þessum tveimur sviðum skapaði honum mikilvæga sérstöðu á vettvangi málvísindanna og skipaði honum þegar í stað í fremstu röð fræðimanna.

Í hljóðsögurannsóknum sínum fjallaði Hreinn ekki aðeins um fjölmörg atriði í íslenskri hljóðsögu heldur einnig í norrænni og forngermanskri hljóðsögu. Þá er magistersritgerð hans frá Óslóarháskóla um sérhljóðabrottfall í oskísk-úmbrísku (eða sabellísku, ítalískum málum sem töluð voru sunnarlega á Ítalíu á fyrstu þúsöld fyrir okkar tímatal og eru náskyld latínu), sem hann birti sem tímaritsgrein árið 1960, enn talin til undirstöðurita í oskísk-úmbrískri hljóðkerfisfræði.

Enda þótt hljóðsaga hafi verið eitt helsta fræðilega viðfangsefni Hreins lét hann einnig að sér kveða á sviði sögulegrar beygingarfræði og setningafræði. Þar rekur hann og skýrir breytingar á einstökum beygingarflokkum (eins og til að mynda breytingar á beygingu svonefndra ija-stofna en það eru nafnorð á borð við hellir og læknir) eða breytingar á beygingu einstakra orða (til dæmis nafnorðsins uxi, fornafnanna nokkur, nokkuð og ýmis, lýsingarorðsins mikill eða sagnanna frjósa og kjósa) í íslensku og norsku (til dæmis um endingu 1. persónu eintölu nútíðar framsöguháttar sterkra sagna í fornnorsku). Einnig rannsakaði hann beygingu svonefndra n-stofna í indóevrópsku og beygingu viðtengingarháttar í forngermönskum málum. Helsta grein Hreins á sviði sögulegrar setningafræði fjallar um sögu orðasambandsins vera að + nafnháttur sem runnið er úr eldra vera að (forsetning) (nafnháttarmerki) + nafnháttur. Í skrifum sínum um sögulega beygingarfræði og setningafræði, ekki síður en í skrifum um hljóðsögu, byggir Hreinn á rækilegum rannsóknum á miðaldahandritum og mikilli söfnun dæma úr fornum textum, bæði bundnu máli og óbundnu.

Hreinn lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla árið 1958.

Rannsóknir Hreins á íslenskum og norskum miðaldahandritum birtast ekki aðeins sem traust undirstaða undir málsögurannsóknir hans heldur skrifaði hann einnig greinar um einstök miðaldahandrit og bjó texta íslenskra handritsbrota frá þrettándu öld (með Gregors sögu páfa og Viðræðum Gregors) til fræðilegrar útgáfu í ritröðinni Editiones Arnamagnæanæ (1963) hjá Árnanefnd í Kaupmannahöfn. Langstærsta verk Hreins á þessu sviði er þó án efa yfirlitsritið Early Icelandic Script as Illustrated in Vernacular Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries (The Manuscript Institute of Iceland, Reykjavík 1965). Þetta verk er afrakstur rannsókna Hreins á skrift og stafsetningu elstu íslensku handritanna. Þar fjallar hann um upphaf ritunar íslensku með latínustafrófi, þróun skriftar, stafagerðar og stafsetningar í íslenskum handritum á tólftu og þrettándu öld og birtir myndasýni úr tugum handrita frá þessu tímabili. Early Icelandic Script er enn algjört undirstöðurit í sögu íslenskrar skriftar og stafsetningar á elsta skeiði og hefur áratugum saman verið notuð til háskólakennslu í þeim fræðum.

Ótalið er enn eitt af þekktustu verkum Hreins en það er fræðileg útgáfa hans á Fyrstu málfræðiritgerðinni sem svo er nefnd (The First Grammatical Treatise, Institute of Nordic Linguistics, Reykjavík 1972). Í Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem varðveitt er í íslensku handriti frá miðri fjórtándu öld en er talin samin um miðja tólftu öld, fjallar óþekktur íslenskur höfundur um gildi reglulegrar stafsetningar og gerir tillögur að stafsetningu fyrir íslensku. Til að skýra og rökstyðja hugmyndir sínar um stafsetningu stillir höfundurinn upp orðapörum með lágmarksandstæðu (til dæmis súr : sýr þar sem einungis sérhljóðið greinir á milli ólíkra orða) og vegna þess að orðin hafa ólíkan framburð er eðlilegt að halda þeim aðgreindum í stafsetningu. Aðferðafræði þessa ókunna tólftu aldar höfundar er í sjálfu sér afar forvitnileg og framúrstefnuleg og beinlínis í anda formgerðarstefnu tuttugustu aldarinnar í hljóðkerfisfræði. Umræða höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um samband framburðar og stafsetningar er þó fyrst og fremst dýrmæt heimild um hljóðkerfi íslensku á tólftu öld. Segja má að Fyrsta málfræðiritgerðin falli undir tvö af helstu rannsóknarsviðum Hreins, hljóðsögu og handritafræði, og því lá beint við að hún yrði viðfangsefni hans. Í útgáfu sinni á Fyrstu málfræðiritgerðinni greinir Hreinn mjög nákvæmlega allt efni ritgerðarinnar, röksemdafærslu höfundarins og vitnisburð hans um hljóðkerfi íslensku á tólftu öld. Útgáfa Hreins á Fyrstu málfræðiritgerðinni varð þegar í stað grundvallarrit og kom í stað eldri útgáfna á henni.

Hreinn Benediktsson þótti afburðakennari og braut blað í kennslu málvísinda við Háskóla Íslands. Hin fjölbreytta og alþjóðlega menntun hans gerði honum mögulegt að hleypa að nýjum straumum í bæði rannsóknum og kennslu og eins gat hann jafnan miðlað miklu af sínum eigin rannsóknum í kennslunni.

Skömmu eftir að Hreinn hóf störf við Háskóla Íslands stofnaði hann tímaritið Lingua Islandica — Íslenzk tunga en það kom út frá 1959 til 1965 undir styrkri ritstjórn Hreins og var fyrsta íslenska fræðitímaritið sem helgað var íslenskri og almennri málfræði. Árið 1971 gekkst Hreinn fyrir stofnun Rannsóknastofnunar í norrænum málvísindum við Háskóla Íslands en það var fyrsta rannsóknastofnun sinnar tegundar við skólann. Hreinn var fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar en tilgangur hennar var að skapa rannsóknaaðstöðu fyrir framhaldsnemendur og fræðimenn, kaupa fræðibækur, gangast fyrir fyrirlestrum og ráðstefnum og gefa út bækur um fræðileg efni. Jafnframt rannsóknum og kennslu sinnti Hreinn stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands. Hann var forseti heimspekideildar 1963-65 og hafði þá forgöngu um umfangsmiklar breytingar á kennslufyrirkomulagi við deildina sem urðu grunnurinn að skiptingu náms í BA-stig og MA-stig.

Hreinn var virkur þátttakandi í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Árið 1969 gekkst hann fyrir og skipulagði fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna um norræn og almenn málvísindi (International Conference on Nordic and General Linguistics) en hún var haldin við Háskóla Íslands. Þessi alþjóðlega ráðstefna hefur síðan verið haldin reglulega víða um heim og var sú tíunda í röðinni haldin á Íslandi árið 1998. Þá var Hreinn einn af stofnendum Norræna málfræðifélagsins (Nordic Association of Linguistics) árið 1976 og varaforseti þess frá stofnun til 1981.

Hreinn lagði áherslu að birta niðurstöður rannsókna sinna á alþjóðlegum vettvangi. Hann skrifaði langmest á ensku (þótt hann birti vitaskuld einnig á íslensku) og greinar hans birtust í fræðitímaritum víða um heim, svo sem í Acta linguistica Hafniensia, Acta philologica Scandinavica, Arkiv för nordisk filologi, Language, Lingua, Maal og Minne, Nordic Journal of Linguistics, Norsk tidsskrift for sprogvidenskap, NOWELE, Philologica Pragensia, Phonetica, Scandinavian Studies og Word, auk fjölda erlendra afmælis- og ráðstefnurita.

Nafn Hreins Benediktssonar varð því fljótt þekkt meðal málfræðinga víða um heim og verður það um ókomna tíð því að mörg verka hans eru grundvallarrit sem lengi munu halda á lofti bæði nafni hans og Háskóla Íslands.

Málvísindastofnun Háskóla Íslands gaf árið 2002 út safn allra helstu fræðigreina Hreins Benediktssonar undir heitinu Linguistic Studies, Historical and Comparative. Þar er auk þess að finna öll rit Hreins í ritaskrá og yfirlitsgrein eftir Kjartan Ottosson um rannsóknir Hreins (Kjartan Ottosson 2002).

Ritaskrá:
  • Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson. 2002. „Preface.“ Linguistic Studies, Historical and Comparative by Hreinn Benediktsson, bls. xi–xv. Institute of Linguistics, Reykjavík.
  • „Hreinn Benediktsson.“ Æviskrár MA-stúdenta 2:80–82. Ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson. Steinholt bókaforlag, Reykjavík, 1989.
  • Hreinn Benediktsson. 2002. Linguistic Studies, Historical and Comparative. Ritstj. Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson. Institute of Linguistics, Reykjavík.
  • Kjartan Ottosson. 2002. „Introduction.“ Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson (ritstj.): Linguistic Studies, Historical and Comparative by Hreinn Benediktsson, bls. xvii–lxvii. Institute of Linguistics, Reykjavík.

Myndir:

Höfundur

Haraldur Bernharðsson

dósent í miðaldafræði við HÍ

Útgáfudagur

25.7.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Haraldur Bernharðsson. „Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2011, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60340.

Haraldur Bernharðsson. (2011, 25. júlí). Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60340

Haraldur Bernharðsson. „Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2011. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði og síðast í Reykjavík.

Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 aðeins sautján ára gamall. Hann las málvísindi við Óslóarháskóla 1947-50 og 1952-54 og við Sorbonne í París 1951-52 og lauk magistersprófi í samanburðarmálfræði með latínu og hljóðfræði sem aukagreinar frá Óslóarháskóla 1954. Að magistersprófi loknu lagði Hreinn stund á framhaldsnám í germanskri samanburðarmálfræði við háskólana í Freiburg im Beisgau 1955-56 og Kiel 1956-57 og framhaldsnám í almennum málvísindum við Harvard-háskóla 1957-58 og lauk doktorsprófi í málvísindum frá Harvard-háskóla 1958.

Hreinn kenndi íslensku og ensku við Menntaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 og íslensku við háskólana í Ósló og Björgvin 1954-55. Haustið 1958 var Hreinn ráðinn prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands og gegndi því embætti þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1998. Þá var Hreinn gistiprófessor við Wisconsin-háskóla í Madison 1962, háskólann í Kiel 1968 og Texas-háskóla í Austin 1973.

Rannsóknir Hreins voru fyrst og fremst á sviði sögulegra málvísinda og lutu einkum að íslenskri og norrænni málsögu, en einnig að germanskri og indóevrópskri samanburðarmálfræði. Ekki er ofmælt að segja að Hreinn hafi gjörbylt þekkingu okkar á íslenskri hljóðsögu með rannsóknum sínum þar sem hann beitti kenningum formgerðarstefnunnar (e. structuralism) til að varpa nýju ljósi á áður þekktar breytingar.

Fyrsta fræðilega grein Hreins, The Vowel System of Icelandic: A Survey of Its History (1959), fjallar um þróun íslenska sérhljóðakerfisins frá tólftu öld og fram á þá tuttugustu. Þar lýsir Hreinn fjölda breytinga sem áttu sér stað á sérhljóðakerfinu á þessum langa tíma og leiðir að því rök að allar þessar breytingar − allt frá sérhljóðasamruna á tólftu öld til „flámælisins“ svonefnda á nítjándu og tuttugustu öld − séu ein samhangandi keðja eðlislíkra breytinga. Greinin birtist árið 1959 í tímaritinu Word, sem þá var eitt virtasta málvísindatímarit heims, og vakti mikla athygli. Hreinn byggir greinina á doktorsritgerð sinni frá Harvard-háskóla, The Vowel System of Old Icelandic: Its Structure and Development (1958), og var hún sú fyrsta af fjölmörgum greinum Hreins um sögulega hljóðkerfisfræði þar sem hann fjallaði um einstaka þætti íslenskrar, norrænnar og germanskrar hljóðsögu.

Í þessari fyrstu grein Hreins birtast þegar þeir tveir þættir sem einkenna allan hans fræðimannsferil:

Í fyrsta lagi afburðaþekking á nýjustu kenningum í málvísindum. Í rannsóknum sínum á hljóðsögu beitti Hreinn nýjustu kenningum formgerðarstefnunnar og var þar undir miklum áhrifum frá tveimur forsprökkum Pragarskólans í hljóðkerfisfræði, Romans Jakobsons, sem var einn af kennurum Hreins við Harvard-háskóla, og André Martinets. Innan formgerðarstefnunnar er litið á tungumálið sem kerfi myndað úr fjölda eininga og hlutverk hverrar einingar í kerfinu ræðst öðru fremur af venslum hennar við aðrar einingar. Í hljóðsögurannsóknum sínum beitti Hreinn þessum aðferðum formgerðarstefnunnar þar sem einingar hljóðkerfisins, svonefnd hljóðön (e. phonemes), eru brotnar niður í aðgreinandi þætti (e. distinctive features). Breytingum á hljóðkerfinu lýsti Hreinn svo sem breytingum á venslum einstakra aðgreinandi þátta.

Í öðru lagi traust og yfirgripsmikil þekking sjálfum málheimildunum, einkum íslenskum og norskum miðaldahandritum. Til að skapa áreiðanlegan grundvöll fyrir hljóðsögurannsóknir sínar kannaði Hreinn sérstaklega elstu íslensku handritin, aldur þeirra og uppruna, stafsetningu á þeim og gildi stafsetningarbreytinga sem vitnisburðar um breytingar á framburði. Auk þess rannsakaði hann fornan kveðskap og beitti vitnisburði ríms og hrynjandi við hljóðsögurannsóknir.

Styrkur Hreins á þessum tveimur sviðum skapaði honum mikilvæga sérstöðu á vettvangi málvísindanna og skipaði honum þegar í stað í fremstu röð fræðimanna.

Í hljóðsögurannsóknum sínum fjallaði Hreinn ekki aðeins um fjölmörg atriði í íslenskri hljóðsögu heldur einnig í norrænni og forngermanskri hljóðsögu. Þá er magistersritgerð hans frá Óslóarháskóla um sérhljóðabrottfall í oskísk-úmbrísku (eða sabellísku, ítalískum málum sem töluð voru sunnarlega á Ítalíu á fyrstu þúsöld fyrir okkar tímatal og eru náskyld latínu), sem hann birti sem tímaritsgrein árið 1960, enn talin til undirstöðurita í oskísk-úmbrískri hljóðkerfisfræði.

Enda þótt hljóðsaga hafi verið eitt helsta fræðilega viðfangsefni Hreins lét hann einnig að sér kveða á sviði sögulegrar beygingarfræði og setningafræði. Þar rekur hann og skýrir breytingar á einstökum beygingarflokkum (eins og til að mynda breytingar á beygingu svonefndra ija-stofna en það eru nafnorð á borð við hellir og læknir) eða breytingar á beygingu einstakra orða (til dæmis nafnorðsins uxi, fornafnanna nokkur, nokkuð og ýmis, lýsingarorðsins mikill eða sagnanna frjósa og kjósa) í íslensku og norsku (til dæmis um endingu 1. persónu eintölu nútíðar framsöguháttar sterkra sagna í fornnorsku). Einnig rannsakaði hann beygingu svonefndra n-stofna í indóevrópsku og beygingu viðtengingarháttar í forngermönskum málum. Helsta grein Hreins á sviði sögulegrar setningafræði fjallar um sögu orðasambandsins vera að + nafnháttur sem runnið er úr eldra vera að (forsetning) (nafnháttarmerki) + nafnháttur. Í skrifum sínum um sögulega beygingarfræði og setningafræði, ekki síður en í skrifum um hljóðsögu, byggir Hreinn á rækilegum rannsóknum á miðaldahandritum og mikilli söfnun dæma úr fornum textum, bæði bundnu máli og óbundnu.

Hreinn lauk doktorsprófi frá Harvard-háskóla árið 1958.

Rannsóknir Hreins á íslenskum og norskum miðaldahandritum birtast ekki aðeins sem traust undirstaða undir málsögurannsóknir hans heldur skrifaði hann einnig greinar um einstök miðaldahandrit og bjó texta íslenskra handritsbrota frá þrettándu öld (með Gregors sögu páfa og Viðræðum Gregors) til fræðilegrar útgáfu í ritröðinni Editiones Arnamagnæanæ (1963) hjá Árnanefnd í Kaupmannahöfn. Langstærsta verk Hreins á þessu sviði er þó án efa yfirlitsritið Early Icelandic Script as Illustrated in Vernacular Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries (The Manuscript Institute of Iceland, Reykjavík 1965). Þetta verk er afrakstur rannsókna Hreins á skrift og stafsetningu elstu íslensku handritanna. Þar fjallar hann um upphaf ritunar íslensku með latínustafrófi, þróun skriftar, stafagerðar og stafsetningar í íslenskum handritum á tólftu og þrettándu öld og birtir myndasýni úr tugum handrita frá þessu tímabili. Early Icelandic Script er enn algjört undirstöðurit í sögu íslenskrar skriftar og stafsetningar á elsta skeiði og hefur áratugum saman verið notuð til háskólakennslu í þeim fræðum.

Ótalið er enn eitt af þekktustu verkum Hreins en það er fræðileg útgáfa hans á Fyrstu málfræðiritgerðinni sem svo er nefnd (The First Grammatical Treatise, Institute of Nordic Linguistics, Reykjavík 1972). Í Fyrstu málfræðiritgerðinni, sem varðveitt er í íslensku handriti frá miðri fjórtándu öld en er talin samin um miðja tólftu öld, fjallar óþekktur íslenskur höfundur um gildi reglulegrar stafsetningar og gerir tillögur að stafsetningu fyrir íslensku. Til að skýra og rökstyðja hugmyndir sínar um stafsetningu stillir höfundurinn upp orðapörum með lágmarksandstæðu (til dæmis súr : sýr þar sem einungis sérhljóðið greinir á milli ólíkra orða) og vegna þess að orðin hafa ólíkan framburð er eðlilegt að halda þeim aðgreindum í stafsetningu. Aðferðafræði þessa ókunna tólftu aldar höfundar er í sjálfu sér afar forvitnileg og framúrstefnuleg og beinlínis í anda formgerðarstefnu tuttugustu aldarinnar í hljóðkerfisfræði. Umræða höfundar Fyrstu málfræðiritgerðarinnar um samband framburðar og stafsetningar er þó fyrst og fremst dýrmæt heimild um hljóðkerfi íslensku á tólftu öld. Segja má að Fyrsta málfræðiritgerðin falli undir tvö af helstu rannsóknarsviðum Hreins, hljóðsögu og handritafræði, og því lá beint við að hún yrði viðfangsefni hans. Í útgáfu sinni á Fyrstu málfræðiritgerðinni greinir Hreinn mjög nákvæmlega allt efni ritgerðarinnar, röksemdafærslu höfundarins og vitnisburð hans um hljóðkerfi íslensku á tólftu öld. Útgáfa Hreins á Fyrstu málfræðiritgerðinni varð þegar í stað grundvallarrit og kom í stað eldri útgáfna á henni.

Hreinn Benediktsson þótti afburðakennari og braut blað í kennslu málvísinda við Háskóla Íslands. Hin fjölbreytta og alþjóðlega menntun hans gerði honum mögulegt að hleypa að nýjum straumum í bæði rannsóknum og kennslu og eins gat hann jafnan miðlað miklu af sínum eigin rannsóknum í kennslunni.

Skömmu eftir að Hreinn hóf störf við Háskóla Íslands stofnaði hann tímaritið Lingua Islandica — Íslenzk tunga en það kom út frá 1959 til 1965 undir styrkri ritstjórn Hreins og var fyrsta íslenska fræðitímaritið sem helgað var íslenskri og almennri málfræði. Árið 1971 gekkst Hreinn fyrir stofnun Rannsóknastofnunar í norrænum málvísindum við Háskóla Íslands en það var fyrsta rannsóknastofnun sinnar tegundar við skólann. Hreinn var fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar en tilgangur hennar var að skapa rannsóknaaðstöðu fyrir framhaldsnemendur og fræðimenn, kaupa fræðibækur, gangast fyrir fyrirlestrum og ráðstefnum og gefa út bækur um fræðileg efni. Jafnframt rannsóknum og kennslu sinnti Hreinn stjórnunarstörfum við Háskóla Íslands. Hann var forseti heimspekideildar 1963-65 og hafði þá forgöngu um umfangsmiklar breytingar á kennslufyrirkomulagi við deildina sem urðu grunnurinn að skiptingu náms í BA-stig og MA-stig.

Hreinn var virkur þátttakandi í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Árið 1969 gekkst hann fyrir og skipulagði fyrstu alþjóðlegu ráðstefnuna um norræn og almenn málvísindi (International Conference on Nordic and General Linguistics) en hún var haldin við Háskóla Íslands. Þessi alþjóðlega ráðstefna hefur síðan verið haldin reglulega víða um heim og var sú tíunda í röðinni haldin á Íslandi árið 1998. Þá var Hreinn einn af stofnendum Norræna málfræðifélagsins (Nordic Association of Linguistics) árið 1976 og varaforseti þess frá stofnun til 1981.

Hreinn lagði áherslu að birta niðurstöður rannsókna sinna á alþjóðlegum vettvangi. Hann skrifaði langmest á ensku (þótt hann birti vitaskuld einnig á íslensku) og greinar hans birtust í fræðitímaritum víða um heim, svo sem í Acta linguistica Hafniensia, Acta philologica Scandinavica, Arkiv för nordisk filologi, Language, Lingua, Maal og Minne, Nordic Journal of Linguistics, Norsk tidsskrift for sprogvidenskap, NOWELE, Philologica Pragensia, Phonetica, Scandinavian Studies og Word, auk fjölda erlendra afmælis- og ráðstefnurita.

Nafn Hreins Benediktssonar varð því fljótt þekkt meðal málfræðinga víða um heim og verður það um ókomna tíð því að mörg verka hans eru grundvallarrit sem lengi munu halda á lofti bæði nafni hans og Háskóla Íslands.

Málvísindastofnun Háskóla Íslands gaf árið 2002 út safn allra helstu fræðigreina Hreins Benediktssonar undir heitinu Linguistic Studies, Historical and Comparative. Þar er auk þess að finna öll rit Hreins í ritaskrá og yfirlitsgrein eftir Kjartan Ottosson um rannsóknir Hreins (Kjartan Ottosson 2002).

Ritaskrá:
  • Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson. 2002. „Preface.“ Linguistic Studies, Historical and Comparative by Hreinn Benediktsson, bls. xi–xv. Institute of Linguistics, Reykjavík.
  • „Hreinn Benediktsson.“ Æviskrár MA-stúdenta 2:80–82. Ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson. Steinholt bókaforlag, Reykjavík, 1989.
  • Hreinn Benediktsson. 2002. Linguistic Studies, Historical and Comparative. Ritstj. Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson. Institute of Linguistics, Reykjavík.
  • Kjartan Ottosson. 2002. „Introduction.“ Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson, Jón G. Friðjónsson og Kjartan Ottosson (ritstj.): Linguistic Studies, Historical and Comparative by Hreinn Benediktsson, bls. xvii–lxvii. Institute of Linguistics, Reykjavík.

Myndir:...