Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir 'halló' eiginlega?

JGÞ

Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyrirðu í mér?"

Það er einnig notað sem óformleg kveðja þegar menn hittast til dæmis á götu úti eða sem kall til að vekja athygli á sér eða vara einhvern við.

Orðið halló merkir því ekkert sérstakt en gegnir því hlutverki að kanna hvort sambandið við hinn aðilann sé í lagi og áframhaldandi samtal eða boðskipti geti átt sér stað.

Orðið halló er notað í mörgum tungumálum á sama hátt og í íslensku. Í Íslenskri orðsifjabók segir að það sé tökuorð úr dönsku hallo. Í þýsku er einnig sagt hallo og sambærilegt fornfranskt orð er halloer. Í ensku segja menn hello og elsta dæmið í Oxford English Dictionary um notkun orðsins í símtölum er frá árinu 1892. Elsta dæmið um orðmyndina sjálfa er hins vegar að finna í leikritinu Títusi Andrónikusi eftir Shakespeare sem fyrst var leikið seint á 16. öld. Þar segir: "Hollo, what storme is this?" (II.i.25). Sambærileg upphrópun var meðal annars notuð til að kalla eftir ferjumanni.

Í raun var það uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison sem stakk upp á því að nota bæri hello í símtölum. Elsta ritaða heimild um orðið er að finna í bréfi uppfinningamannsins frá 15. ágúst 1877. Þar stingur hann upp á því að það sé notað sem upphafsorð í boðskiptum gegnum síma. Alexander Graham Bell, sem fann upp símann og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningunni 1874, vildi nota orðin ahoy, ahoy en það fékk litlar undirtektir og hello Edisons sem er myndað af orðinu hallo breiddist hratt út.

Líklegt er að orð Edisons hafi hitt í mark vegna þess að það líkist upphrópunum sem tjá undrun og höfðu verið notaðar í sambærilegum tilgangi, til dæmis að kalla á ferjumenn. Hljóðmyndin halló stendur einnig nærri upphrópuninni sem er meðal annars notuð í þeim tilgangi að vekja athygli á sér, til dæmis þegar menn kallast á úr miklum fjarska.

Hægt er að lesa meira um orðið halló í svari við spurningunni Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann? en þetta svar er byggt á því sem þar segir.

Mynd: Punchstock.com

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.7.2005

Spyrjandi

Haukur Sigurðsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað merkir 'halló' eiginlega?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2005, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5146.

JGÞ. (2005, 20. júlí). Hvað merkir 'halló' eiginlega? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5146

JGÞ. „Hvað merkir 'halló' eiginlega?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2005. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5146>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir 'halló' eiginlega?
Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyrirðu í mér?"

Það er einnig notað sem óformleg kveðja þegar menn hittast til dæmis á götu úti eða sem kall til að vekja athygli á sér eða vara einhvern við.

Orðið halló merkir því ekkert sérstakt en gegnir því hlutverki að kanna hvort sambandið við hinn aðilann sé í lagi og áframhaldandi samtal eða boðskipti geti átt sér stað.

Orðið halló er notað í mörgum tungumálum á sama hátt og í íslensku. Í Íslenskri orðsifjabók segir að það sé tökuorð úr dönsku hallo. Í þýsku er einnig sagt hallo og sambærilegt fornfranskt orð er halloer. Í ensku segja menn hello og elsta dæmið í Oxford English Dictionary um notkun orðsins í símtölum er frá árinu 1892. Elsta dæmið um orðmyndina sjálfa er hins vegar að finna í leikritinu Títusi Andrónikusi eftir Shakespeare sem fyrst var leikið seint á 16. öld. Þar segir: "Hollo, what storme is this?" (II.i.25). Sambærileg upphrópun var meðal annars notuð til að kalla eftir ferjumanni.

Í raun var það uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison sem stakk upp á því að nota bæri hello í símtölum. Elsta ritaða heimild um orðið er að finna í bréfi uppfinningamannsins frá 15. ágúst 1877. Þar stingur hann upp á því að það sé notað sem upphafsorð í boðskiptum gegnum síma. Alexander Graham Bell, sem fann upp símann og fékk einkaleyfi fyrir uppfinningunni 1874, vildi nota orðin ahoy, ahoy en það fékk litlar undirtektir og hello Edisons sem er myndað af orðinu hallo breiddist hratt út.

Líklegt er að orð Edisons hafi hitt í mark vegna þess að það líkist upphrópunum sem tjá undrun og höfðu verið notaðar í sambærilegum tilgangi, til dæmis að kalla á ferjumenn. Hljóðmyndin halló stendur einnig nærri upphrópuninni sem er meðal annars notuð í þeim tilgangi að vekja athygli á sér, til dæmis þegar menn kallast á úr miklum fjarska.

Hægt er að lesa meira um orðið halló í svari við spurningunni Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann? en þetta svar er byggt á því sem þar segir.

Mynd: Punchstock.com...