Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru:
  • Hvað getur þú sagt mér um Panama?
  • Getið þið sagt mér allt um Ítalíu?
  • Vitið þið eitthvað um Nígeríu í Afríku?
Önnur lönd sem notendur vefsins hafa spurt sambærilegra spurninga um, eru helst þessi: Alsír, Andorra, Argentína, Belgía, Frakkland, Gabon, Íran, Kambódía, Kína, Kólumbía, Mósambík, Nepal, Pólland, Púertó Ríkó, Sómalía, Srí Lanka, Tyrkland, Tæland, Úkraína og Víetnam.

Hins vegar fær Vísindavefurinn líka sendar spurningar um einstök lönd þar sem spyrjandinn er búinn að afmarka það efni sem hann hefur sérstakan áhuga á. Hnitmiðaðar spurningar auka líkurnar á svari verulega, sem dæmi má nefna að við öllum þessum spurningum eigum við til svar:Opnum spurningum um tiltekin lönd er að mörgu leyti betra að svara með því að benda á hvar hægt er að nálgast upplýsingar og lesefni. Spyrjandinn getur þá valið þær upplýsingar úr sem hann hefur áhuga á. Hér á eftir eru nefndir nokkrir vefir þar sem hægt er að finna umfjöllun um lönd heims í mislöngu og ítarlegu máli. Ekki hefur verið farið út í nákvæma athugun á hversu áreiðanlegar upplýsingarnar eru, en gera má ráð fyrir að þær séu yfirleitt nokkuð traustar.

Fyrst má benda á vefinn Ferðaheim en þar er að finna almenna umfjöllun á íslensku um flest lönd heims.

Af erlendum heimasíðum má fyrst nefna The World Fact Book en þar eru hnitmiðaðar upplýsingar um lönd heims, svo sem stærð þeirra, höfuðborg, helstu náttúruauðlindir, landamæri, fjölda íbúa, helstu tungumál og trúarbrögð, efnahag, stjórnskipulag og margt fleira. Þessi síða ætti að henta þeim sem eru fyrst og fremst á höttunum eftir tölfræðiupplýsingum eða upplýsingum á knöppu formi. Yfirleitt er hægt að krafla sig fram úr þessum upplýsingum þó lesandinn kunni ekki mjög mikið fyrir sér í ensku.

Alfræðirit á netinu eins og Britannica Online, Wikipedia og Encyclopedia.com fjalla öll um lönd heims á einhvern hátt. Þar er að finna meiri samfelldan texta heldur en til dæmis á World Fact Book. Til að mynda er yfirleitt fjallað um land og þjóð, náttúrufar, sögu og menningu, helstu atvinnuvegi og svo framvegis. Þessi texti er yfirleitt mjög aðgengilegur en krefst þess þó að viðkomandi geti lesið ensku nokkuð auðveldlega.

Á heimasíðu bandaríska utanríkisráðaneytisins (U.S. Department of State) er að finna umfjöllun um öll lönd heims þar sem komið er inn á efnahag, stjórnarfar, landslag, sögu, menningu og margt fleira. Svo virðist sem þessar upplýsingar séu uppfærðar nokkuð reglulega.

Á heimasíðu Library of Congress undir Federal Research Division er að finna vefútgáfu af The Country Studies Series, en það eru rit sem gefin voru út á árunum á árunum 1986-1998 og fjalla nokkuð ítarlega um menningu, sögu, landafræði, stjórnmálaástand, efnahag og fleira. Þarna er ekki fjallað um öll lönd heims (til dæmis ekki um Ísland) en þó er að finna umfjöllun um flest lönd Asíu og Suður-Ameríku auk nokkurra landa í Afríku og Evrópu, alls 101 land og/eða svæði. Þess bera að geta að í sumum tilfellum geta upplýsingarnar verið úreltar og á það sérstaklega við um tölulegar upplýsingar.

Hér hafa aðeins verði nefnd örfá dæmi um hvar hægt er að nálgast upplýsingar um lönd heims á vefnum en að sjálfsögðu eru ótal aðrar vefsíður sem hægt er að skoða og finna má með því að nota leitarvélar. Svo má ekki gleyma því að bókasöfn standa alltaf fyrir sínu. Þar má til dæmis fletta upp í Íslensku alfræðiorðabókinni þar sem hægt er að lesa í mjög stuttu máli um einstök lönd. Starfsfólk bókasafna veitir án efa leiðbeiningar um hvaða annað lesefni til er á viðkomandi safni um það land sem áhugi er á að fræðast um.

Loks má benda á svör sama höfundar við spurningunum Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? og Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur? en í síðar nefnda svarinu er útskýrt hvernig hægt er að finna í hvaða heimsálfu tiltekin lönd eru.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.7.2005

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2005, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5148.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 21. júlí). Hvar get ég lesið um einstök lönd heims? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5148

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2005. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?
Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru:

  • Hvað getur þú sagt mér um Panama?
  • Getið þið sagt mér allt um Ítalíu?
  • Vitið þið eitthvað um Nígeríu í Afríku?
Önnur lönd sem notendur vefsins hafa spurt sambærilegra spurninga um, eru helst þessi: Alsír, Andorra, Argentína, Belgía, Frakkland, Gabon, Íran, Kambódía, Kína, Kólumbía, Mósambík, Nepal, Pólland, Púertó Ríkó, Sómalía, Srí Lanka, Tyrkland, Tæland, Úkraína og Víetnam.

Hins vegar fær Vísindavefurinn líka sendar spurningar um einstök lönd þar sem spyrjandinn er búinn að afmarka það efni sem hann hefur sérstakan áhuga á. Hnitmiðaðar spurningar auka líkurnar á svari verulega, sem dæmi má nefna að við öllum þessum spurningum eigum við til svar:Opnum spurningum um tiltekin lönd er að mörgu leyti betra að svara með því að benda á hvar hægt er að nálgast upplýsingar og lesefni. Spyrjandinn getur þá valið þær upplýsingar úr sem hann hefur áhuga á. Hér á eftir eru nefndir nokkrir vefir þar sem hægt er að finna umfjöllun um lönd heims í mislöngu og ítarlegu máli. Ekki hefur verið farið út í nákvæma athugun á hversu áreiðanlegar upplýsingarnar eru, en gera má ráð fyrir að þær séu yfirleitt nokkuð traustar.

Fyrst má benda á vefinn Ferðaheim en þar er að finna almenna umfjöllun á íslensku um flest lönd heims.

Af erlendum heimasíðum má fyrst nefna The World Fact Book en þar eru hnitmiðaðar upplýsingar um lönd heims, svo sem stærð þeirra, höfuðborg, helstu náttúruauðlindir, landamæri, fjölda íbúa, helstu tungumál og trúarbrögð, efnahag, stjórnskipulag og margt fleira. Þessi síða ætti að henta þeim sem eru fyrst og fremst á höttunum eftir tölfræðiupplýsingum eða upplýsingum á knöppu formi. Yfirleitt er hægt að krafla sig fram úr þessum upplýsingum þó lesandinn kunni ekki mjög mikið fyrir sér í ensku.

Alfræðirit á netinu eins og Britannica Online, Wikipedia og Encyclopedia.com fjalla öll um lönd heims á einhvern hátt. Þar er að finna meiri samfelldan texta heldur en til dæmis á World Fact Book. Til að mynda er yfirleitt fjallað um land og þjóð, náttúrufar, sögu og menningu, helstu atvinnuvegi og svo framvegis. Þessi texti er yfirleitt mjög aðgengilegur en krefst þess þó að viðkomandi geti lesið ensku nokkuð auðveldlega.

Á heimasíðu bandaríska utanríkisráðaneytisins (U.S. Department of State) er að finna umfjöllun um öll lönd heims þar sem komið er inn á efnahag, stjórnarfar, landslag, sögu, menningu og margt fleira. Svo virðist sem þessar upplýsingar séu uppfærðar nokkuð reglulega.

Á heimasíðu Library of Congress undir Federal Research Division er að finna vefútgáfu af The Country Studies Series, en það eru rit sem gefin voru út á árunum á árunum 1986-1998 og fjalla nokkuð ítarlega um menningu, sögu, landafræði, stjórnmálaástand, efnahag og fleira. Þarna er ekki fjallað um öll lönd heims (til dæmis ekki um Ísland) en þó er að finna umfjöllun um flest lönd Asíu og Suður-Ameríku auk nokkurra landa í Afríku og Evrópu, alls 101 land og/eða svæði. Þess bera að geta að í sumum tilfellum geta upplýsingarnar verið úreltar og á það sérstaklega við um tölulegar upplýsingar.

Hér hafa aðeins verði nefnd örfá dæmi um hvar hægt er að nálgast upplýsingar um lönd heims á vefnum en að sjálfsögðu eru ótal aðrar vefsíður sem hægt er að skoða og finna má með því að nota leitarvélar. Svo má ekki gleyma því að bókasöfn standa alltaf fyrir sínu. Þar má til dæmis fletta upp í Íslensku alfræðiorðabókinni þar sem hægt er að lesa í mjög stuttu máli um einstök lönd. Starfsfólk bókasafna veitir án efa leiðbeiningar um hvaða annað lesefni til er á viðkomandi safni um það land sem áhugi er á að fræðast um.

Loks má benda á svör sama höfundar við spurningunum Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? og Í hvaða heimsálfu eru Vestur-Indíur? en í síðar nefnda svarinu er útskýrt hvernig hægt er að finna í hvaða heimsálfu tiltekin lönd eru. ...