Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?

Tryggvi Þorgeirsson

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Nei, það er ekki satt. Hins vegar töldu ýmsir á tímabili að svo gæti verið, en sú hugmynd hefur nú að mestu verið afskrifuð.

Hugmyndir um að risaplánetu væri að finna í sólkerfinu, utan við braut Plútós, komu fyrst fram árið 1972. Töldu menn sig sjá þess merki á brautum halastjörnu Halleys og reikistjarnanna Úranusar, Neptúnusar og Plútós að massamikill hlutur leyndist utar í sólkerfinu. Ýmsir töldu það vera stóra reikistjörnu, með þrefaldan massa Júpíters, sem gengi umhverfis sólu á 500 árum. Þessi meinta reikistjarna var á ensku kölluð “Planet X”.

Leit að reikistjörnunni hefur ekki borið neinn árangur, þrátt fyrir að reikistjarna af þessari stærð ætti að vera tiltölulega auðfundin. Einnig hefur verið sýnt fram á að slík reikistjarna myndi hafa mun meiri áhrif á brautir ytri reikistjarnanna en raun ber vitni. Meðal annars af þessum ástæðum hafa flestir nú afskrifað hugmyndina.

Í ljós hefur komið að í stað einnar risaplánetu er að finna safn halastjarna á braut um sólu. Þær liggja í sléttu (plani) sólkerfisins og ná frá braut Plútós, í fjarlægðinni 40 AU frá sólu, út í um 500 AU fjarlægð frá sólu. (Meðal annars er fjallað um fjarlægðareininguna AU í þessu svari, en 40 AU jafngilda um 6 milljörðum kílómetra og 500 AU 75 milljörðum kílómetra). Þetta belti halastjarna hefur hlotið nafnið Kuipersbelti, eftir hollensk-bandaríska stjörnufræðingnum Gerard P. Kuiper (1905-1973) sem fyrstur manna stakk upp á tilvist þess árið 1951. Í Kuipersbeltinu eru milljónir halastjarna og þar á meðal margar með þvermál meira en 100 km.

Að lokum má nefna að hugmyndir sem áttu að skýra lögun brauta ystu reikistjarnanna voru meðal annarra að þar væri að finna brúnan dverg, sem er millistig milli reikistjörnu og sólstjörnu, og sumir töldu jafnvel að í útjaðri sólkerfisins leyndist svarthol. Líkt og hugmyndin um tíundu reikistjörnuna eiga þær sér nú fáa fylgismenn, en skjóta þó upp kollinum af og til, jafnvel í kennslubókum og fræðslumyndum í sjónvarpi.

Helstu heimildir:

Britannica.com

Freedman, R. A., og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.6.2000

Spyrjandi

Valdimar Brynjarsson

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2000. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=515.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 14. júní). Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=515

Tryggvi Þorgeirsson. „Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2000. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=515>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að uppgötvast hafi risapláneta í útjaðri sólkerfisins?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Nei, það er ekki satt. Hins vegar töldu ýmsir á tímabili að svo gæti verið, en sú hugmynd hefur nú að mestu verið afskrifuð.

Hugmyndir um að risaplánetu væri að finna í sólkerfinu, utan við braut Plútós, komu fyrst fram árið 1972. Töldu menn sig sjá þess merki á brautum halastjörnu Halleys og reikistjarnanna Úranusar, Neptúnusar og Plútós að massamikill hlutur leyndist utar í sólkerfinu. Ýmsir töldu það vera stóra reikistjörnu, með þrefaldan massa Júpíters, sem gengi umhverfis sólu á 500 árum. Þessi meinta reikistjarna var á ensku kölluð “Planet X”.

Leit að reikistjörnunni hefur ekki borið neinn árangur, þrátt fyrir að reikistjarna af þessari stærð ætti að vera tiltölulega auðfundin. Einnig hefur verið sýnt fram á að slík reikistjarna myndi hafa mun meiri áhrif á brautir ytri reikistjarnanna en raun ber vitni. Meðal annars af þessum ástæðum hafa flestir nú afskrifað hugmyndina.

Í ljós hefur komið að í stað einnar risaplánetu er að finna safn halastjarna á braut um sólu. Þær liggja í sléttu (plani) sólkerfisins og ná frá braut Plútós, í fjarlægðinni 40 AU frá sólu, út í um 500 AU fjarlægð frá sólu. (Meðal annars er fjallað um fjarlægðareininguna AU í þessu svari, en 40 AU jafngilda um 6 milljörðum kílómetra og 500 AU 75 milljörðum kílómetra). Þetta belti halastjarna hefur hlotið nafnið Kuipersbelti, eftir hollensk-bandaríska stjörnufræðingnum Gerard P. Kuiper (1905-1973) sem fyrstur manna stakk upp á tilvist þess árið 1951. Í Kuipersbeltinu eru milljónir halastjarna og þar á meðal margar með þvermál meira en 100 km.

Að lokum má nefna að hugmyndir sem áttu að skýra lögun brauta ystu reikistjarnanna voru meðal annarra að þar væri að finna brúnan dverg, sem er millistig milli reikistjörnu og sólstjörnu, og sumir töldu jafnvel að í útjaðri sólkerfisins leyndist svarthol. Líkt og hugmyndin um tíundu reikistjörnuna eiga þær sér nú fáa fylgismenn, en skjóta þó upp kollinum af og til, jafnvel í kennslubókum og fræðslumyndum í sjónvarpi.

Helstu heimildir:

Britannica.com

Freedman, R. A., og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Freeman and Company.

...