Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?

Sævar Helgi Bragason

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?
Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugamenn oft á það ráð að fara út fyrir bæjarmörkin í stjörnuskoðun, þar sem stjörnurnar sjást miklu betur.

Í kringum höfuðborgarsvæðið er að finna fjölda staða sem eru kjörnir til stjörnuskoðunar. Best er vitaskuld að fara langt út fyrir byggðina því í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annarra bæjarfélaga er erfitt að koma augu á dauft ljós stjarnanna fyrir glýju borgarljósanna. Stjörnuskoðunarstaður verður að vera fjarri ljósmengun, vera nokkuð skjólgóður og helst það nálægt manni að hægt sé að fara þangað með lítilli fyrirhöfn.

Þeir staðir sem höfundur þessa svars hefur góða reynslu af eru til dæmis Kaldársel (sem er rétt fyrir utan Hafnarfjörð), Kleifarvatn, Hellisheiðin og Þingvellir. Á þessum stöðum er hægt að skoða stjörnuhimininn og ekki skemmir fyrir þegar vetrarbrautarslæðan birtist í öllu sínu veldi, nokkuð sem maður sér ekki svo auðveldlega úr borginni.

Við stjörnuskoðun er oft gott að hafa með sér stjörnukort og handsjónauka eða stjörnusjónauka. Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson er til dæmis að finna handhæga stjörnuskífu og í bókinni sjálfri eru nákvæmari kort af þeim stjörnumerkjum sem sjást frá Íslandi. Á Stjörnufræðivefnum er ennfremur hægt að finna stjörnukort til útprentunar, sem og kort af himninum eins og hann birtist í hverjum mánuði.

Með handsjónauka opnast himinninn enn frekar en með slíku tæki má auðveldlega greina gíga á tunglinu, tungl umhverfis Júpíter og fjölda annarra áhugaverðra fyrirbæra. Með stjörnusjónauka getur maður síðan séð ský í lofthjúpum Júpíters og Satúrnusar, hringa og tungl Satúrnusar, pólhettur og dökkleit svæði á Mars, gíga og fjöll á tunglinu og vetrarbrautir, þokur og stjörnuþyrpingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: NASA.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

22.7.2005

Spyrjandi

Agnes Finnbogadóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5152.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 22. júlí). Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5152

Sævar Helgi Bragason. „Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?
Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugamenn oft á það ráð að fara út fyrir bæjarmörkin í stjörnuskoðun, þar sem stjörnurnar sjást miklu betur.

Í kringum höfuðborgarsvæðið er að finna fjölda staða sem eru kjörnir til stjörnuskoðunar. Best er vitaskuld að fara langt út fyrir byggðina því í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og annarra bæjarfélaga er erfitt að koma augu á dauft ljós stjarnanna fyrir glýju borgarljósanna. Stjörnuskoðunarstaður verður að vera fjarri ljósmengun, vera nokkuð skjólgóður og helst það nálægt manni að hægt sé að fara þangað með lítilli fyrirhöfn.

Þeir staðir sem höfundur þessa svars hefur góða reynslu af eru til dæmis Kaldársel (sem er rétt fyrir utan Hafnarfjörð), Kleifarvatn, Hellisheiðin og Þingvellir. Á þessum stöðum er hægt að skoða stjörnuhimininn og ekki skemmir fyrir þegar vetrarbrautarslæðan birtist í öllu sínu veldi, nokkuð sem maður sér ekki svo auðveldlega úr borginni.

Við stjörnuskoðun er oft gott að hafa með sér stjörnukort og handsjónauka eða stjörnusjónauka. Í bókinni Íslenskur stjörnuatlas eftir Snævarr Guðmundsson er til dæmis að finna handhæga stjörnuskífu og í bókinni sjálfri eru nákvæmari kort af þeim stjörnumerkjum sem sjást frá Íslandi. Á Stjörnufræðivefnum er ennfremur hægt að finna stjörnukort til útprentunar, sem og kort af himninum eins og hann birtist í hverjum mánuði.

Með handsjónauka opnast himinninn enn frekar en með slíku tæki má auðveldlega greina gíga á tunglinu, tungl umhverfis Júpíter og fjölda annarra áhugaverðra fyrirbæra. Með stjörnusjónauka getur maður síðan séð ský í lofthjúpum Júpíters og Satúrnusar, hringa og tungl Satúrnusar, pólhettur og dökkleit svæði á Mars, gíga og fjöll á tunglinu og vetrarbrautir, þokur og stjörnuþyrpingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: NASA....