Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er afstrakt?

JGÞ

Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika.

Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjast um 1910 og meðal helstu frumkvöðla hennar eru Vasilij Kandinsky (1866-1944), Piet Mondrian (1872-1944), Frantisek Kupka (1871-1957) og Kazimir Malevich (1878-1935). Myndin sem hér sést til hliðar er eftir Malevich. Hann málaði hana árið 1916 og hún heitir Flugvél á flugi.

Kandinsky var einna fyrstur til að útfæra hugmyndir um afstraklist, í ritinu Über das Geistige in der Kunst. sem kom út árið 1912.

Afstraktlist var ekki í hávegum höfð á millistríðsárunum, þá blómstraði hins vegar súrrealisminn sem lagði endurnýjaða áherslu á myndmál. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafði svonefndur afstrakt-expressjónismi í Bandaríkjunum töluverð áhrif og afstraktlist fór aftur að vekja mikla athygli á Vesturlöndum upp úr 1950.

Finnur Jónsson er iðulega talinn vera fyrsti Íslendingurinn sem málaði afstraktverk, á árunum 1921-22.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum.:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.2.2009

Spyrjandi

Birkir Snær Sigurjónsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er afstrakt?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51531.

JGÞ. (2009, 11. febrúar). Hvað er afstrakt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51531

JGÞ. „Hvað er afstrakt?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51531>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er afstrakt?
Hugtakið afstrakt eða abstrakt merkir það sem er óhlutstætt og reynir ekki að líkja eftir veruleikanum. Það er dregið af latneska orðinu abstrahere sem þýðir 'draga frá.' Afstrakt er oftast notað um myndlist sem leitast ekki við að endurgera hinn sýnilega veruleika.

Saga afstraktlistar er yfirleitt talin hefjast um 1910 og meðal helstu frumkvöðla hennar eru Vasilij Kandinsky (1866-1944), Piet Mondrian (1872-1944), Frantisek Kupka (1871-1957) og Kazimir Malevich (1878-1935). Myndin sem hér sést til hliðar er eftir Malevich. Hann málaði hana árið 1916 og hún heitir Flugvél á flugi.

Kandinsky var einna fyrstur til að útfæra hugmyndir um afstraklist, í ritinu Über das Geistige in der Kunst. sem kom út árið 1912.

Afstraktlist var ekki í hávegum höfð á millistríðsárunum, þá blómstraði hins vegar súrrealisminn sem lagði endurnýjaða áherslu á myndmál. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafði svonefndur afstrakt-expressjónismi í Bandaríkjunum töluverð áhrif og afstraktlist fór aftur að vekja mikla athygli á Vesturlöndum upp úr 1950.

Finnur Jónsson er iðulega talinn vera fyrsti Íslendingurinn sem málaði afstraktverk, á árunum 1921-22.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum.:

Heimildir og mynd:...