Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

JGÞ

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983.

Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetningar rata reyndar aldrei á prent og nefnast augnablikssamsetningar eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku? Orðið þjóðernisvitund er hins vegar notað töluvert og ætti þess vegna skilið að vera í orðabók. Í útgáfu orðabókarinnar frá 2002 eru til að mynda öll þessi orð:
  • þjóðernisbókstafur
  • þjóðernisbrot
  • þjóðernisflokkur
  • þjóðernisjafnaðarstefna
  • þjóðernismerki
  • þjóðernisofstæki
  • þjóðernisrembingur
  • þjóðernissinni
  • þjóðernissósíalismi
  • þjóðernissósíalisti
  • þjóðernisstefna
Vitund merkir meðal annars 'meðvitund, vitneskja, það að vita um, þekkja' og samsetta orðið þjóðernisvitund þýðir þess vegna 'það að vera meðvitaður um þjóðerni sitt'.

Elsta dæmið um notkun orðsins í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá árinu 1948, en þar stendur: "Í þessum nýju stúdentafélögum þroskaðist þýzk þjóðernisvitund."

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.7.2005

Spyrjandi

Baldvin Jónsson, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar..“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2005, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5161.

JGÞ. (2005, 27. júlí). Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5161

JGÞ. „Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar..“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2005. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5161>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.
Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983.

Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetningar rata reyndar aldrei á prent og nefnast augnablikssamsetningar eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku? Orðið þjóðernisvitund er hins vegar notað töluvert og ætti þess vegna skilið að vera í orðabók. Í útgáfu orðabókarinnar frá 2002 eru til að mynda öll þessi orð:
  • þjóðernisbókstafur
  • þjóðernisbrot
  • þjóðernisflokkur
  • þjóðernisjafnaðarstefna
  • þjóðernismerki
  • þjóðernisofstæki
  • þjóðernisrembingur
  • þjóðernissinni
  • þjóðernissósíalismi
  • þjóðernissósíalisti
  • þjóðernisstefna
Vitund merkir meðal annars 'meðvitund, vitneskja, það að vita um, þekkja' og samsetta orðið þjóðernisvitund þýðir þess vegna 'það að vera meðvitaður um þjóðerni sitt'.

Elsta dæmið um notkun orðsins í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá árinu 1948, en þar stendur: "Í þessum nýju stúdentafélögum þroskaðist þýzk þjóðernisvitund."...