Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?

Orri Smárason

Einhverfa (e. autism) og Aspergerheilkenni (e. Asperger's syndrome) eru hvort tveggja þroskaraskanir sem teljast til einhverfurófsraskana. Slíkar raskanir lýsa sér meðal annars í truflunum á samskiptum og félagsþroska og eiga það sameiginlegt að þær eru taldar orsakast af frávikum í þroska taugakerfisins.

Einkenni Aspergerheilkennis og einhverfu eru að mestu leyti mjög svipuð og því eðlilegt að velta fyrir sér hver munurinn á þeim sé í raun. Reyndar eru einkenni þessara þroskaraskana svo svipuð að sumir fræðimenn á þessu sviði telja ekki rétt að aðskilja þær. Margir þeirra telja að Aspergerheilkenni sé í raun væg einhverfa. Aðrir eru þó þeirrar skoðunar að Aspergerheilkenni sé afmarkað afbrigði af einhverfu og þannig réttmæt greining í sjálfu sér.

Helstu einkenni einhverfu eru þrenns konar:

  1. Afbrigðilegur félagsþroski sem lýsir sér meðal annars þannig að einhverfir virðast oft áhugalausir um samskipti. Þeir mynda til dæmis ekki gott augnsamband, eiga erfitt með að herma eftir öðrum, skilja illa líkamstjáningu annarra og leitast ekki við að deila reynslu sinni, gleði sinni eða sorgum, með öðrum.
  2. Seinkaður eða afbrigðilegur málþroski sem lýsir sér á þann hátt að einhverfir læra oft seint að tala eða tala undarlega. Þeir endurtaka til dæmis oft einstök orð eða hluta af tali annara, rugla persónufornöfnum saman þannig að þau eiga það til að nefna sig "þú" en aðra "ég" og nota ekki tónhæð og hljóðfall tungmálsins með réttum hætti heldur tala til dæmis óþægilega hátt eða breyta ekki um tónhæð.
  3. Áráttukennd einkenni sem lýsa sér oft í síendurtekinni hegðun. Einnig er algengt að einhverfir hafi þröng og afmörkuð áhugasvið og mikla þörf fyrir stöðugleika og "rútínu".

Þessi einkenni geta verið til staðar í mismiklum mæli hjá þeim sem greinast með einhverfu og getur röskunin því verið misjafnlega alvarleg. Flestir sem greinast með einhverfu, eða um 75-80%, mælast á stigi þroskahömlunar (e. mental retardation) á greindarprófum, sem ætlað er að meta vitsmunaþroska. Þótt meirihluti einhverfra mælist undir meðallagi á hefðbundnum greindarprófum er til staðar ákveðinn hópur þeirra sem hefur eðlilega greind og enn smærri hópur mælist afburðargreindur.

Segja má að helstu einkenni Aspergerheilkennis séu í aðalatriðum þau sömu og einkenni einhverfu. Þó eru tvær mikilvægar undantekningar:

  1. Aspergerheilkenni er ekki greint meðal þeirra sem hafa skertan vitsmunaþroska, það er mælast greindarskertir eða þroskahamlaðir.
  2. Aspergerheilkenni er ekki greint meðal þeirra sem hafa skertan eða afbrigðilegan málþroska.

Þeir sem greinast með Aspergerheilkenni hafa því eðlilega greind og eðlilega tjáningargetu og það aðgreinir þá frá þeim sem greinast með einhverfu. Þeir geta þó átt í erfiðleikum með að mynda félagsleg tengsl og sýnt áráttukennda hegðun, haft þröng og afmörkuð áhugasvið og haft mikla þörf fyrir stöðugleika, líkt og einhverfir.

Þó svo að einhverfa og Aspergerheilkenni séu aðgreind með þessum hætti er ljóst að áfram verður deilt um stöðu þessara greiningarflokka og hvort, og þá hvernig, rétt sé að aðgreina þessar raskanir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

28.7.2005

Spyrjandi

Hildur Harðar, f. 1986

Tilvísun

Orri Smárason. „Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5164.

Orri Smárason. (2005, 28. júlí). Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5164

Orri Smárason. „Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5164>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?
Einhverfa (e. autism) og Aspergerheilkenni (e. Asperger's syndrome) eru hvort tveggja þroskaraskanir sem teljast til einhverfurófsraskana. Slíkar raskanir lýsa sér meðal annars í truflunum á samskiptum og félagsþroska og eiga það sameiginlegt að þær eru taldar orsakast af frávikum í þroska taugakerfisins.

Einkenni Aspergerheilkennis og einhverfu eru að mestu leyti mjög svipuð og því eðlilegt að velta fyrir sér hver munurinn á þeim sé í raun. Reyndar eru einkenni þessara þroskaraskana svo svipuð að sumir fræðimenn á þessu sviði telja ekki rétt að aðskilja þær. Margir þeirra telja að Aspergerheilkenni sé í raun væg einhverfa. Aðrir eru þó þeirrar skoðunar að Aspergerheilkenni sé afmarkað afbrigði af einhverfu og þannig réttmæt greining í sjálfu sér.

Helstu einkenni einhverfu eru þrenns konar:

  1. Afbrigðilegur félagsþroski sem lýsir sér meðal annars þannig að einhverfir virðast oft áhugalausir um samskipti. Þeir mynda til dæmis ekki gott augnsamband, eiga erfitt með að herma eftir öðrum, skilja illa líkamstjáningu annarra og leitast ekki við að deila reynslu sinni, gleði sinni eða sorgum, með öðrum.
  2. Seinkaður eða afbrigðilegur málþroski sem lýsir sér á þann hátt að einhverfir læra oft seint að tala eða tala undarlega. Þeir endurtaka til dæmis oft einstök orð eða hluta af tali annara, rugla persónufornöfnum saman þannig að þau eiga það til að nefna sig "þú" en aðra "ég" og nota ekki tónhæð og hljóðfall tungmálsins með réttum hætti heldur tala til dæmis óþægilega hátt eða breyta ekki um tónhæð.
  3. Áráttukennd einkenni sem lýsa sér oft í síendurtekinni hegðun. Einnig er algengt að einhverfir hafi þröng og afmörkuð áhugasvið og mikla þörf fyrir stöðugleika og "rútínu".

Þessi einkenni geta verið til staðar í mismiklum mæli hjá þeim sem greinast með einhverfu og getur röskunin því verið misjafnlega alvarleg. Flestir sem greinast með einhverfu, eða um 75-80%, mælast á stigi þroskahömlunar (e. mental retardation) á greindarprófum, sem ætlað er að meta vitsmunaþroska. Þótt meirihluti einhverfra mælist undir meðallagi á hefðbundnum greindarprófum er til staðar ákveðinn hópur þeirra sem hefur eðlilega greind og enn smærri hópur mælist afburðargreindur.

Segja má að helstu einkenni Aspergerheilkennis séu í aðalatriðum þau sömu og einkenni einhverfu. Þó eru tvær mikilvægar undantekningar:

  1. Aspergerheilkenni er ekki greint meðal þeirra sem hafa skertan vitsmunaþroska, það er mælast greindarskertir eða þroskahamlaðir.
  2. Aspergerheilkenni er ekki greint meðal þeirra sem hafa skertan eða afbrigðilegan málþroska.

Þeir sem greinast með Aspergerheilkenni hafa því eðlilega greind og eðlilega tjáningargetu og það aðgreinir þá frá þeim sem greinast með einhverfu. Þeir geta þó átt í erfiðleikum með að mynda félagsleg tengsl og sýnt áráttukennda hegðun, haft þröng og afmörkuð áhugasvið og haft mikla þörf fyrir stöðugleika, líkt og einhverfir.

Þó svo að einhverfa og Aspergerheilkenni séu aðgreind með þessum hætti er ljóst að áfram verður deilt um stöðu þessara greiningarflokka og hvort, og þá hvernig, rétt sé að aðgreina þessar raskanir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Frekara lesefni og mynd

...